Gimsteinarnir urðu 8 vikna á föstudaginn og fengu síðustu formlegu myndatökuna sína af því tilefni í dag. En þau byrja að fara að heiman núna á fimmtudaginn.
Síðasta vika er heldur betur búin að vera viðburðarrík hjá þessum elskum. Við skruppum austur á Selfoss á þriðjudaginn til hennar Jóhönnu sem er með Allirhundar og tók hún þau í skapgerðarmat fyrir okkur. Þau stóðu sig öll með sóma í því og var virkilega gaman að fylgjast með þeim leysa hin ýmsu verkefni. Á föstudaginn fóru þau svo í 8 vikna skoðunina sína hjá Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti og fengu þar 10 af 10 mögulegum. Í gær skelltu þau sér svo í vettvangsferð austur fyrir fjall og nutu sín þar í blíðunni allan daginn. Í dg tók svo við enn eitt ævintýrið þegar við fórum í heimsókn til Theodóru og hittum þar Carolin Giese ljósmyndara sem tók myndir af gullunum út í garði að leika sér. Myndirnar af þeim eru í fæðingarröð eins og alltaf í vikulegum myndatökum. Takk elsku Theodóra fyrir hjálpina og samveruna <3
1 Comment
Í dag fagna Draumabörnin 2ja ára afmælinu sínu. Þau voru samtals 7, 5 tíkur og 2 rakkar og fæddust þau að kvöldi 20. apríl 2019. Þrátt fyrir að þetta væri hennar fyrsta got sá Melody alfarið um þetta sjálf og var eins og hún hefði aldrei gert annað. Foreldrar þeirra eru þau Melody okkar (ISCH Melody Time De La Vallée d'Eska og Ben (CIB ISCH RW-15 RW-18 Bayshore Stonehaven Iceland Here I Come) og eru þau glæsilegir fulltrúar foreldra sinna og tegundarinnar hvar sem þau koma og gaman að sjá hvað þau eru öll skemmtilegar blöndur af foreldrum sínum. Draumabörnin fengu að sjálfsögðu öll sín draumaheimili þar sem þau eru elskuð og dekruð út í eitt. Elsku Mía, Esja, Gosi, Kvika, Stormur og Kolka innilega til hamingju með afmælið og eigið góðan dag með ykkar besta fólki í dag eins og alla aðra daga. Mamma ykkar, Hekla og við hin sendum ykkur risaknús í tilefni dagsins, við elskum ykkur öll <3 --- Today the Dream litter celebrates its 2nd birthday. 7 puppies, 5 females and 2 males, were born in the evening on April 20th 2019. Melody did great at her first litter and was for sure born to be mom. Their parents are our Melody (ISCH Melody Time De La Vallée d'Eska and Ben (CIB ISCH RW-15 RW-18 Bayshore Stonehaven Iceland Here I Come) and they are great representatives of the breed and their parents every where they go. It is so great to she how great mixture of both their parents they all are. The Dream litter of course all got their dream homes where they are loved and spoiled endlessly. Our dearest Mía, Esja, Gosi, Kvika, Stormur and Kolka happy birthday to you and have a great day with your families today as all days. Your mom, Hekla and all of us send you a huge hug and a lot of kisses. We love you all <3 Gimsteinarnir urðu 7 vikna í gær og skelltu sér því í myndatöku í dag í tilefni þess.
Umhverfisþjálfun heldur áfram á fullu og fóru þau m.a. í sína fyrstu bílferð í vikunni og ekki hægt að segja annað en þau hafi massað það. Heyrðist smá væl í smástund fyrst en svo var það búið og heyrðist ekki meira í þeim eftir það og lágu þau öll sofandi í búrinu þegar heim var komið. Þau hafa verið dugleg að vera úti að leika sér í vikunni og er svo gaman að sitja með þeim út á palli og fylgjast með þeim þroskast í leik og umgengni við hvert annað. Erum með fullt af dóti fyrir þau út á palli og gaman að sjá hvað þau eru dugleg að leika sér við hinar ýmsu þrautir. Myndirnar af þeim eru í fæðingarröð eins og alltaf í vikulegum myndatökum. Takk elsku Theodóra og Andrea fyrir hjálpina og samveruna <3 Gimsteinarnir urðu 6 vikna á föstudaginn og fengu vikulegu myndatökuna sína í dag í tilefni af því.
Þau hafa brallað ýmislegt á síðustu viku. Hittu öll framtíðar fjölskyldur sínar sum í fyrsta sinn en önnur hafa hitt þau oftar. Þau skelltu sér öll í sitt fyrsta bað og stóðu sig eins og hetjur. Þau eru búin að vera dugleg að stunda útiveru eins og veður hefur leyft. Umhverfisþjálfunin hefur haldið áfram og hlutsta þau á hin ýmsu hljóð og kynnast nýjum hlutum daglega. Þessar 6 vikur hafa liðið svo hratt því það er eins og þau hafi fæðst í gær og verða næstu 3 vikur áður en þau byrja að fara að heiman eflaust alltof fljótar að líða. En sem betur fer fáum við að fylgjast með þeim öllum í framtíðinni og hitta þau reglulega. Myndirnar af þeim eru í fæðingarröð eins og alltaf í vikulegum myndatökum. Takk elsku Theodóra fyrir hjálpina og samveruna <3 Gimsteinarnir urðu 5 vikna á föstudaginn og fengu myndatöku af því tilefni í gær.
Þau hafa brallað ýmislegt í vikunni en prófuð m.a. að fara nokkrum sinnum út í snjóinn í stutta stund og héldu svo upp á daginn með því að fara aðeins út á pall að leika sér í tilefni þess að það var hvorki snjór né frost. Þau halda áfram að fylla okkur stolti á hverjum degi og magnað að fylgjast með þeim takast á við þau verkefni sem hver dagur ber í skauti. Myndirnar af þeim eru í fæðingarröð eins og alltaf í vikulegum myndatökum. Takk elsku Theodóra og Erna fyrir hjálpina og félagsskapinn <3 |
Archives
May 2024
|