Í dag fagnar Sofie 5 ára afmælinu sínu. Þessi mikla gleðisprengja er búin að láta dekra við sig síðan hún vaknaði í morgun og liggur nú í andlegri íhugun við tærnar á mömmu sinni.
Hún er einstakur gleðigjafi, síkát og alltaf tilbúin í leik eða vinnu sem gerir hana að frábærri viðbót við fjölskylduna okkar. Hún er fædd í Frakklandi hjá Alyson Ferriére og kemur því frá sömu ræktun og Melody en dvaldi hjá Theodóru afmælissystur sinni í Þýskalandi þar til hún varð 7 mánaða gömul og mátti koma heim til okkar. Þau Fayro eignuðust sitt annað got í apríl s.l. en þá fæddust 4 Presleybörn, 2 tíkur og 2 rakkar, og eru þau einstaklega vel heppnuð eins og eldri systkini sín. Dagurinn verður eflaust fullur af dekri, leik og gleði eins og henni er einni lagið líkt en hún ætlar samt að gefa sér tíma til að fara í afmælisbað og verður eitthvað extra gott sett á diskinn hennar í kvöld. Til hamingju með daginn elsku besta Sofie okkar <3
1 Comment
|
Archives
May 2024
|