Gimsteinarnir urðu 5 vikna á föstudaginn og fengu myndatöku af því tilefni í gær.
Þau hafa brallað ýmislegt í vikunni en prófuð m.a. að fara nokkrum sinnum út í snjóinn í stutta stund og héldu svo upp á daginn með því að fara aðeins út á pall að leika sér í tilefni þess að það var hvorki snjór né frost. Þau halda áfram að fylla okkur stolti á hverjum degi og magnað að fylgjast með þeim takast á við þau verkefni sem hver dagur ber í skauti. Myndirnar af þeim eru í fæðingarröð eins og alltaf í vikulegum myndatökum. Takk elsku Theodóra og Erna fyrir hjálpina og félagsskapinn <3
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2022
|