Fyrri partinn í júní var tvöföld útisýning á vegum HRFÍ. Þar sem við erum með hvolpa heima voru skráningar hjá okkur ekki margar á sýninguna. Á laugardeginum var NKU sýning og var Víkur Johnny English "Týr" eini fulltrúinn úr okkar ræktun og stóð hann sig vel en hann sigraði opna flokkinn, með excellent og meistaraefni, og varð 4 besti rakki tegundar. Týr mætti aftur á sunnudeginum og varð þá annar í opnum flokki með excellent. Við mættum síðan með systir hans CIB ISCH RW-18 NLM Víkur American Beauty "Izzy" og sigraði hún meistaraflokk með excellent og meistaraefni og var 2 besta tík tegundar. Takk elsku besta Gaujan okkar fyrir að sýna þau systkinin eins snilldarlega og þú gerir alltaf og takk elsku Fanney fyrir að bregða þér til borgarinnar með gullmolann þinn. Þetta var góður árangur hjá systkinunum og hlökkum við til næstu sýningar sem verður seinni partinn í ágúst en þá verða litlu hvolpaskottin okkar með aldur til að taka þátt í yngri hvolpaflokki og verður nóg að gera hjá okkur á þeirri sýningu.
1 Comment
|
Archives
May 2024
|