Það er ekki hægt að segja annað en að það skiptast á skin og skúrir þessa dagana. En þau voru þung skrefin inn á dýralæknastofuna þegar við fylgdum Reese okkar síðustu metrana inn í regnbogalandið. En nú svífur hún þar um sársaukalaust með afkomendum sínum og frændgarði. Hún hefur gefið okkur svo margt og mun hún alltaf eiga sérstakan stað í hjarta okkar því það er bara ein Reese ❤️ Þegar Óli heillaðist af tegundinni 2010 hófst leitin að hinum eina rétta Aussie og um leið og hann sá mynd af henni hjá Thornapple ræktuninni í Bandaríkjunum vissi hann að þessa tík yrði hann að eignast. Það tók sinn tíma að eignast hana þar sem hún var alls ekki föl en að lokum gáfu Ellen og Amy eftir og hún varð hans og kom til landsins í upphafi árs 2011 og þá var ekki aftur snúið við vorum kolfallin fyrir henni og tegundinni í heild sinni. Hún tók þátt í ófáum sýningum og átti farsælan sýningarferil hér á landi varð meðal annars íslenskur meistari, íslenskur öldungameistari og hlaut nafnbótina Reykjavík Winner 2014. Hún hafnaði nánast undantekningalaust í sæti í keppni um bestu tík tegundar, varð nokkrum sinnum besta tík tegundar og besti hundur tegundar. Hennar besti árangur í tegundahópi 1 var 2 sæti og átti hún nokkrum sinnum afkvæmahóp í verðlaunasæti í keppni um besta afkvæmahóp sýningar. Þegar hún varð 8 ára hóf hún feril sinn í öldungaflokki og varð hún nokkrum sinnum besti öldungur tegundar ásamt því að hafna nokkrum sinnum í sæti um besta öldung sýningar. Árið 2014 var hún heiðruð af Fjár- og hjarðhundadeild sem stigahæsti hundur tegundar og árið 2016 varð hún stigahæsti öldungur Fjár- og hjarðhundadeildar ásamt því að vera þriðji stigahæsti öldungur yfir allar tegundir innan HRFÍ. Þrjú afkvæma hennar hafa afrekað það að verða stigahæsti hundur tegundar innan HRFÍ eins og mamma sín en CIB ISCH SaarlandSieger 2017 Víkur Bob Marley "Marley" var það 2013, CIB ISCH Víkur Harry Potter HIT "Smári" 2017 og CIB ISCH NLM RW-18 Víkur American Beauty "Izzy" 2018 en þau systkinin eru öll bæði íslenskir og alþjóðlegir meistarar og hefur engin tík innan tegundar á Íslandi gefið af sér eins marga alþjóðlega meistara. Reese var frjósöm með eindæmum og fæddust tvö got undan henni og fæddust 8 gullmolar í því fyrra og hvorki fleiri né færri en 11 í því seinna. Móðureðlið var mjög ríkt í henni og hefur það erfst sterkt frá henni og hefur hún jafnframt tekið þátt í uppeldinu á þeim tveimur gotum sem hafa fæðst okkur undan öðrum tíkum og var hún dugleg að aðstoða bæði Izzy og Meldoy við uppeldið. Afkvæmi hennar eru öll einstaklega fríð og erfðu marga eiginleika frá mömmu sinni. Hún hafði mikla útgeislun og heillaði alla er hittu hana jafnt börn sem fullorðna. Þú tókst alltaf eftir henni í hópnum og báru allir hundarnir á heimilinu mikla virðingu fyrir henni allt til lokadags. Til að byrja með er hún kom til Ísland var hún ekki hvers manns, gerði mannamun, en um leið og hún hleypti þér að sér var ekki aftur snúið. Seinni árin gerði hún ekki annað en að bræða fólk með nærveru sinni og yngsta kynslóðin hafði einstakt dálæti á henni. Hún elskaði að vera úti að leika sér og að sulla í vatni var eitthvað sem hún sleppti aldrei ef það bauðst. Þrátt fyrir að elska að vera úti að leika sér var gott sófakúr í miklu uppáhaldi hjá henni og naut hún þess að fá að kúra upp í þegar það bauðst. Hún var einfaldlega best og upphafið að svo miklu í okkar lífi og fáum við henni það seint þakkað. Takk elsku Ellen og Amy fyrir að treysta okkur fyrir þessum einstaka gullmola og takk elsku besta Reese okkar fyrir öll árin okkar saman. Við elskum þig endalaust og munum aldrei gleyma þér. Hvíldu í friði elsku vinkona ❤️🐾❤️
0 Comments
Nú um helgina fór fram tvöföld afmælissýning HRFÍ á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Á laugardeginum var NKU Norðurlandasýning og á sunnudeginum var alþjóðleg sýning. Draumabörnin urðu 4 mánaða í vikunni og höfðu því þátttökurétt á sýningunum og stigu nokkur þeirra sín fyrstu skref í sýningarhringnum um helgina og er ekki hægt að segja annað en það hafi gengið ljómandi vel. Við ákváðum að hafa eldri deildina heima þessa helgina og leyfa Draumabörnunum að fá óskipta athygli okkar. Það voru þau Esja, Hekla, Kvika og Stormur sem stigu sín fyrstu skref í hringnum og stóðu þau sig öll eins og hetjur í hringnum báða dagana og fengu öll einkunnina mjög lofandi hjá dómurunum báða dagana ásamt einstaklega fallegum umsögnum. Við erum að springa úr stolti yfir þeim og hversu vel þau sýndu sig ásamt því að taka öllu áreitinu sem fylgir því að vera á sýningarsvæðinu með stóískri ró. Tegundadómari á laugardeginum var Karl-Erik Johansson frá Svíþjóð og á sunnudeginum dæmdi Arne Foss frá Noregi tegundina. Laugardagur NKU Norðurlandasýning:
Sunnudagur Alþjóðleg sýning HRFÍ:
Þessum árangri með börnin væri að sjálfsögðu ekki náð nema með þann frábæra hóp af sýnendum, eigendum og vinum sem við höfum í kringum okkur sem eru alltaf boðin og búin að taka þátt í þessu með okkur. Takk elsku Theodóra, Ylfa, Gauja, Dísa og Hrönn fyrir aðstoðina með börnin ❤️🐾❤️ Last weekend we had a double show here in Iceland. On Saturday we had Nordic Show and International show on Sunday. The Dream Litter became 4 months old last week and therefor they could participate in the show and some of them took their first steps in the show ring over the weekend and they did great. We decided to keep the older girls at home and let the Dream litter get all our attention.
Esja, Hekla, Kvika and Stormur took their first steps in the ring and they did all so well both days and all got very promising with so beautiful critiques from both judges. We are bursting with pride for them and how well they showed themselves as well as taking all the harassment that comes with being at shows with total calmness. Breed judge on Saturday was Karl-Erik Johansson, Sweden, and on Sunday Arne Foss, Norway. Saturday Nordic Show:
Sunday International Show:
Such good results at shows would not be achieved without the great team we have with us consisting of handlers, owners and friends that are always ready to take part in all of this with us. Big thanks to our dearest Theodóra, Ylfa, Gauja, Dísa and Hrönn for showing our babies to perfection ❤️🐾❤️ Sumir dagar eru einfaldlega betri en aðrir. Dagurinn í dag er mjög sérstakur á þessu heimili þar sem drottningin okkar fagnar 12 ára afmælinu sínu í dag. Það var mikið lán þegar hún kom inn í líf okkar fyrir hátt í níu árum og hefur hún skipað stóran sess á okkar heimili síðan. Hún veit ekkert skemmtilegra en að vera úti að leika sér og helst þá að sulla aðeins í vatni í leiðinni og munum við að sjálfsögðu sulla aðeins í dag. Hún verður dekruð og knúsuð í dag eins og alla daga og fær eitthvað extra gott í matardallinn sinn í tilefni dagsins. Til hamingju með daginn þinn elsku Reese okkar, við elskum þig til tunglsins og til baka ❤️🐾❤️ ---------------- Some days are simply better than other days and today we have a very special day at our house as the queen of the house celebrates her 12th birthday. We were very lucky when Amy and Ellen decided to trust us for her almost nine years ago and she has been the queen of the house since she arrived at our house. She loves to be outside playing and especially if there is water or snow and of course we will go and play in the water today. She will be spoiled and cuddled a lot today as all days and will for sure get something very special to eat. Happy 12th Birthday to you our dearest Reese, we love you to the moon and back ❤️🐾❤️ |
Archives
May 2024
|