Í gær fór fram hvolpasýning á vegum HRFÍ og tóku Gimsteinarnir þátt í henni. Tegundadómari var Lilja Dóra Halldórsdóttir og besta ungviði sýningar dæmdi Sóley Möller.
Systkinin stóðu sig öll frábærlega og varð Viggó (Víkur Red Opal) besta ungviði tegundar og gerði sér lítið fyrir og varð 4 besta ungviði sýningar. Frábær árangur þar.
Við óskum eigendum þeirra og sýnendum innilega til hamingju með þessa glæsilegu fulltrúa tegundar og okkar ræktunar.
0 Comments
Undir kaffi á fimmtudag fæddust 4 gullmolar hér hjá okkur, 3 tíkur og 1 rakki. Því miður var ein tíkin andvana fædd og ekkert hægt að gera fyrir hana. Hin þrjú eru öll mjög spræk og taka lífinu fagnandi.
Ferlið sjálft gekk allt hratt fyrir sig og mjög vel þrátt fyrir allt en það leið tæp klukkustund frá því fyrsta tíkin kom í heiminn þar til rakkinn var kominn. Móður og börnum heilsast öllum vel og eru öll komin með ræktunarnöfnin sín kennd við súkkulaði.
----- Yesterday Kvika gave birth to her and Fayro's puppies. They were 4, 3 females and 1 male. Sadly one of the girls was still born and there was nothing possible to do for her. The other 3 are all doing well. Kvika did great job in giving birth to them. It was almost an hour between the first girl and the boy. The girls are red tri and red merle and the boy is red tri. Mother and puppies are all doing well and the puppies have gotten their names.
Við fórum með þau systkinin Heklu (Víkur Dreams Do Come True) og Storm (Víkur Dream Catcher) í mjaðma- og olnbogamyndatöku í maí og eru niðurstöðurnar úr þeim myndatökum nýkomnar í hús.
Það er gaman að segja frá því að þau hlutu bæði mjög góðar niðurstöður. Hekla er með A2 mjaðmir og hreina olnboga og Stormur er með A1 mjaðmir og hreina olnboga. Á svipuðum tíma fór eigandi Míu (Víkur I Have A Dream) systur þeirra með hana í myndatöku og var hún A2 í mjöðmum eins og Hekla og með hreina olnboga eins og systkini sín. ----- We took Hekla (Víkur Dreams Do Come True) and Stormur (Víkur Dream Catcher) to the vet in May and he did x-ray of their hips and elbows and we just received the results from OFA and we are really happy with them. Hekla got HD A2 (Good) and ED is normal and Stormur got HD A1 (Excellent) and also normal ED. The owner of their litter sister Mía (Víkur I Have A Dream) took her at a similar time and she got the same results as Hekla, HD A2 and ED normal. |
Archives
May 2024
|