Þessi einstaki gullmoli fagnar 4 ára afmælinu sínu í dag og var að sjálfsögðu sungið fyrir hana í morgun. Síðast liðið ár hefur verið mjög viðburðarríkt hjá henni (og okkur) en hún eignaðist kærasta fyrir ári síðan og var það ást við fyrstu sín. Ávöxtur fallegs sambands þeirra voru sjö einstakir gullmolar sem fæddust um páskana í fyrra. 20. apríl fæddust 7 yndisgull, 5 tíkur og 2 rakkar. Hekla dóttir hennar býr heima hjá okkur en hin 6 búa öll á dásamlegum heimilum þar sem þau heilla alla upp úr skónum með fallegu viðmóti sínu. Fallega fiðrildið okkar er einstakleg jákvæð og lífsgleði hennar gerir alla daga betri. Hún er fædd í Frakklandi hjá Alyson Ferriére en dvaldi hjá vinum okkar í Þýskalandi þar til hún varð 7 mánaða gömul og mátti koma heim. Fáum við Alyson seint þakkað að hafa sent okkur þennan einstaka gleðigjafa sem smellpassaði inn í ferfættu fjölskylduna okkar. Melody verður dekruð í dag eins og alla daga og verður eitthvað extra gott sett á diskinn hennar í kvöld. Til hamingju með daginn elsku besta Melody okkar <3 ---------------------------- This precious girl of ours celebrates her 4th birthday and of course we sang the birthday song for her this morning. Last Year was eventful for her (and us) as she had a boyfriend at this time last year and it was love at first sight. The fruits of their beautiful relationship were 7 beautiful puppies the Dream litter that was born on April 20th, 5 females and 2 males. Her daughter Hekla lives here with us and the other 6 all have great homes where they dazzle everyone they meet with their beautiful interface. Our little butterfly is always so happy, positive and her smile makes every day a better day. She is bred by Alyson Ferriére in France but stayed with our friends in Germany until she became 7 months old and could come to Iceland. We are so thankful to you, dear Alyson, for trusting us with this precious little girl that fits so well into our four legged family. She will get a lot of extra hugs and kisses today and some extra treats with her dinner tonight. Happy Birthday dear Melody, we love you <3
0 Comments
Febrúar er mikill afmælismánuður hér á bæ og og í dag fagnar þessi mikli meistari 6 ára afmælinu sínu. Misty er fædd í Króatíu og kom til okkar í október 2014 eftir að hafa verið í pössun í Belgíu hjá vinkonum okkar í nokkra mánuði. Eins mikið og hún elskar að vera skítug upp fyrir haus og velta sér upp úr öllum þeim ósóma sem hún finnur utandyra veit hún ekkert betra en gott sófakúr en þetta tvennt á ekki alltaf vel saman. Hún er einn af þeim hundum sem fær mann alltaf til að brosa þar sem hún er einstaklega lífglöð, kát, opin, skemmtileg og námsfús. Við fáum Marko Ljutic ræktanda hennar seint þakkað fyrir að treysta okkur fyrir þessum einstaka gullmola sem einfaldlega gerir alla daga betri. Hún verður dekruð í dag eins og alla daga og fær eitthvað uppáhalds að borða í kvöld. Til hamingju með afmælið elsku besta Misty okkar <3 ------- February is a big birthday month at our house and today this precious gem of ours celebrates her 6th birthday. She was born in Croatia and came to us in October 2014 after staying with dear friends in Belgium for few months. As much as she loves to be dirty and roll over in the mud or some other bad things she finds outside she just loves to cuddle on the sofa. She is one of those dogs that always bring a smile on your face. She is always happy, she is open, fun to be with and always willing to learn. We are so thankful to Marko Ljutic her breeder for trusting us with this little gem of ours that makes every day a better day. Misty will be spoiled today as other days and will get some of her favorite food to eat tonight. Happy Birthday to you our dearest Misty <3 Hvert fór tíminn, ég segi nú ekki annað. Í dag er Stjörnugotið 8 ára og eru þau því orðnin gjaldgeng í öldungaflokk á sýningum HRFÍ sem er mjög skrítið því þau fæddust jú bara í gær. Stjörnugotið er fyrsta gotið fætt okkur og voru þau 8, 4 rakkar og 4 tíkur. Þau fengu öll alveg yndisleg heimili þar sem þau eru dekruð út í eitt og upplifa endalaus ævintýri. Þau eru öll enn með okkur fyrir utan Æsu. Elsku Kobbi, Johnny, Fróði, Zeta, Marley, Salma og Angara til hamingju með daginn ykkar og eigið góðan dag með ykkar besta fólki. Við kveikjum á kerti fyrir Æsu og mömmu ykkar sem munu án efa eiga góðan dag í draumalandinu með yngri systkinum ykkar og frændsystkinum. Kossar og knús á ykkur öll 😘❤️🐾 Time flies, that's for sure. Today The Star litter is 8 years old and therefore valid for veteran class which is very strange as they were just born yesterday.
The Star litter is our first born litter and they were 8, 4 males and 4 females. They all have great homes where they are spoiled every day and every day is an adventure with their family. Happy Birthday our dearest Kobbi, Johnny, Fróði, Zeta, Marley, Salma and Angara and we hope you will have a great day with your families. We will light a candle for your sister Æsa and your mother Reese that will for sure have a great day together with your younger siblings and cousins on the other side. Hugs and kisses to all of you 😘❤️🐾 |
Archives
May 2024
|