Hin 2ja ára Hekla okkar (Víkur Dreams Do Come True) varð stigahæsta tík tegundar árið 2021 hjá Fjár- og hjarðhundadeild HRFÍ. Hún átti góðu gengi að fagna á síðasta ári þegar hún steig sín fyrstu skref í hringnum í opnum flokki eftir að sýningar fóru af stað aftur eftir covid hlé. Hún hafnaði í sæti í keppni um bestu tík tegundar á þremur af fjórum sýningum sem hún tók þátt í og hlaut sitt fyrsta meistarastig á árinu. Við erum óendanlega stoltir eigendur og ræktendur að þessum gullmola okkar og ekki hægt að segja annað en að hún eigi bjarta framtíð fyrir sér í hringnum í framtíðinni. Þessum glæsilega árangri hennar væri að sjálfsögðu ekki náð nema með góðan hóp af sýnendum í kringum okkur. Takk elsku Gauja, Theó, Ylfa Dögg og Bergdís fyrir að sinna henni svona vel og ná alltaf því besta fram hjá henni í hringnum <3 Our 2 year old Hekla "Víkur Dreams Do Come True" was Top Australian Shepherd female 2021 at our Kennel Club.
She did great in the show ring last year after the shows started again after covid break. She got best female placement at three shows out of four she took part in and got her first CC. We are extremely proud breeders and owners of this precious girl and she has for sure bright future ahead in the show ring. Big thanks to our great team of handlers that made this all possible and for making Hekla shine in the ring at every show <3
1 Comment
|
Archives
May 2024
|