Þessi mikli meistari á afmæli í dag og fagnar hann 8 ára afmælinu sínu og er því opinberlega orðinn öldungur. Við erum ákaflega heppin að hafa hann hér hjá okkur og verðum kærum vini okkar og meðeiganda að honum, Marko Ljutic, ævinlega þakklát fyrir að treysta okkur fyrir þessum einstaka gullmola. Lífsgleði hans fær mann alltaf til að brosa þar sem hann er einn glaðasti hundur sem ég hef kynnst og hann sýnir manni ást sína alltaf svo innilega. Við munum vera dugleg að knúsa hann í dag, hann fær að sjálfsögðu eitthvað gott að borða í kvöld og eins og eitt nýtt leikfang því bangsar og leikföng eru hans ær og kýr. Til hamingju með daginn elsku besti Fayro okkar, elskum þig endalaust 🥰 This one of a kind dog celebrates his 8th birthday today which means that he is officially a veteran. We are so lucky to have him here with us and will be forever thankful to our dear friend and co-owner in him, Marko Ljutic, for trusting us with this gem. He always puts a smile on your face as he is one of the happiest dogs I have met and he shows his love for you so strongly. We will give him endless cuddles today, he will get extra treats, some new toy as he loves toys. Happy Birthday our dearest Fayro we love you to the moon and back 🥰
1 Comment
Í dag fagna Izzy og systkini hennar úr Kvikmyndagotinu 10 ára afmælinu sínu. Kvikmyndagotið er annað gotið fætt okkur og voru þau alls 11, 6 rakkar og 5 tíkur. Foreldrar þeirra voru fallegu englarnir okkar þau Reese og Chase.
Þau fengu öll alveg yndisleg heimili þar sem þau hafa upplifað endalaus ævintýri með sínu besta fólki og að sjálfsögðu fengið nóg dekur. Nokkur þeirra hafa yfirgefið okkur og hlaupa nú um í draumalandinu með foreldrum þeirra. Izzy nýtur þess í botn að vera öldungurinn á heimilinu þó hún sé langt frá því að vera farin að sýna ellimerki. Gott sófakúr er í miklu uppáhaldi hjá henni ásamt allri útiveru og fær hún seint leið á því að hlaupa á eftir dóti út í vatn þó að henni finnist mjög leiðinlegt að fara í bað. Sýningarhringurinn er líka í miklu uppáhaldi hjá henni og hefur hún staðið sig frábærlega þar síðasta árið sem og árin á undan en hún stefnir að því að leggja tauminn á hilluna eftir þetta ár. Elsku Doddi, Gríma, Píla og Izzy til hamingju með daginn ykkar og eigið góðan dag með ykkar besta fólki. Við kveikjum á kerti fyrir systkini ykkar, mömmu og pabba sem munu án efa eiga góðan dag í draumalandinu með eldri systkinum ykkar og frændsystkinum. Kossar og knús á ykkur öll 😘❤️🐾 Undir lok ágúst fór fram NKU Norðurlandasýning HRFÍ á Víðistaðatúni. Við áttum nokkra glæsilega fulltrúa þar sem voru ræktun okkar til sóma, stóðu sig frábærlega og erum við í skýjunum með árangur þeirra. En allir hvolpar úr okkar ræktun fengu sérlega lofandi og öll sem voru sýnd í eldri flokkum fengu excellent. Dómari tegundar var Arvid Göransson, Svíþjóð. en það var Laurent Heinesche, Luxembourg, sem dæmdi bæði besta ungviði sýningar og besti öldungur sýningar.
Víkur Always On My Mind "Julí" stóð sig frábærlega á sinni fyrstu sýningu þegar hann var valinn besta ungviði tegundar og gerði sér svo lítið fyrir og verð besta ungviði dagsins á laugardeginum. Við erum ákaflega stolt af þessum árangri hjá þessum unga og efnilega gullmola en þetta er besti árangur sem hvolpur úr okkar ræktun hefur náð. Víkur American Beauty "Izzy" átti jafnframt góða daga á sýningunni en hún gerði sér lítið fyrir og varð besti öldungur tegundar og ávann sér því þátttökurétt í keppni um besta öldung sýningar á sunnudeginum. Hún geislaði í hringnum með Gauju sinni og hafnaði hún i 4 sæti um besta öldung sýningar. Ungviðaflokkur:
Ungliðaflokkur:
Opinn flokkur:
Meistaraflokkur:
Öldungaflokkur:
Við fórum jafnframt með ræktunarhóp sem samanstóð af þeim alsystkunum Körmu og Manna og Yrju hálfsystir þeirra. Þessi ungu og bráðefnilegu systkini sem tóku öll þátt í ungliðaflokki, stóðu sig frábærlega og urðu BESTI RÆKTUNARHÓPUR TEGUNDAR með mjög fallega umsögn frá dómaranum. Við erum ákaflega þakklát þeim glæsilega hóp af sýnendum sem ná alltaf fram því besta í hverjum hundi og ykkur eigendum fyrir að nenna standa í þessu stússi með okkur því án ykkar allra væri þetta ekki mögulegt. |
Archives
May 2024
|