Um síðustu helgi fór fram síðasta sýning ársins hjá HRFÍ, Winter Wonderland sýningin. Við áttum nokkra fulltrúa þar í tegundinni en fjögur Draumabarnanna tóku þátt. Þau Esja, Hekla, Kvika og Stormur. Þau stóðu sig öll frábærlega, fengu mjög fallegar umsagnir og hlutu bestu einkunn hjá dómaranum eða sérlega lofandi. Hekla varð besti hvolpur tegundar 6 - 9 mánaða og með því vann hún sér réttindi til að fara í stóra hringinn og keppa til úrslita um besta hvolpinn í sínum aldursflokki en þar stóð hún sig frábærlega og hafnaði í öðru sæti. Tegundadómari og dómari í besti hvolpur sýningar var Karen Gilliland frá Írlandi.
Þetta var síðasta sýning Draumabarnanna í hvolpaflokki en á næstu sýningu verða þau komin í ungliðaflokk. Esja, Hekla, Kvika og Stormur tóku öll fjögur þátt í þremur sýningum á vegum félagsins og hlutu öll mjög fallegar umsagnir og einkunnina sérlega lofandi á þeim öllum. Þessum frábæra árangri með börnin væri að sjálfsögðu ekki náð nema með þann frábæra hóp af sýnendum, eigendum og vinum sem við höfum í kringum okkur og eru alltaf boðin og búin að taka þátt í þessu með okkur. Takk öll fyrir aðstoðina með börnin ❤️🐾❤️ Last weekend we hand the last show of the year here in Iceland, The Winter Wonderland Show. We had few representatives there as four of the puppies from the Dream litter, Esja, Hekla, Kvika and Stormur were registered.
They all did great, got beautiful critiques from the judge and very promising. Hekla became best of breed puppy 6 - 9 months old and got to go and compete in the finals for best in show puppy. Where she did great and became RESERVE BEST IN SHOW PUPPY 6 - 9 months old. Breed and best in show judge was Karen Gilliland from Ireland.
This was the Dream litters last show in puppy classes and they will be in junior class at next show in March. Esja, Hekla, Kvika and Stormur all took part in three shows at our kennel club and they all got very promising and beautiful critiques at all of them. Such good results at shows would not be achieved without the great team we have with us consisting of handlers, owners and friends that are always ready to take part in all of this with us. Big thanks to our dearest Theodóra, Ylfa and Gauja for showing our babies always to perfection ❤️🐾❤️
0 Comments
|
Archives
May 2024
|