Deildarsýning Fjár- og hjarðhundadeildar fór fram síðasta laugardag og áttu allir fulltrúar frá okkur frábæran dag þar. Dómari sýningar var Karen Mc Devitt frá Írlandi og þökkum við henni fyrir að meta hundana úr okkar ræktun.
Ungliðaflokkur:
Opinn flokkur:
Öldungaflokkur:
Við fórum jafnframt með ræktunarhóp sem samanstóð af þeim alsystkunum Körmu og Manna sem eru 16 mánaða og Yrju hálfsystir þeirra sem er 13 mánaða. Þessi ungu og bráðefnilegu systkini stóðu sig frábærlega og urðu BESTI RÆKTUNARHÓPUR TEGUNDAR og 3 besti ræktunarhópur sýningar með mjög fallega og greinagóða umsögn frá dómaranum. Þessum frábæra árangri væri að sjálfsögðu ekki náð nema fyrir þann frábæra hóp af sýnendum og eigendum sem við erum með í kringum okkur og alltaf til í að stússa í þessu með okkur. Jafnframt eigum við rætkendum okkar erlendis mikið að þakka. Hundarnir okkar og allir hundarnir úr okkar ræktun sem voru á sýningunni eru fóðraðir á Royal Canin.
2 Comments
|
Archives
May 2024
|