Þessi einstaki og sýningarglaði gullmoli hljóp sinn síðasta sýningarhring á Winter Wonderland sýningu HRFÍ í lok nóvember og er ekki hægt að segja annað en að hún hafi endað tæplega 10 ára sýningarferil með glæsibrag. En hún hafnaði í 2 sæti af 25 í keppni um bestu tík tegundar, varð BESTI ÖLDUNGUR TEGUNDAR og náði sér í nýjan titil Island Veteran Winner 2022. Hún var einnig heiðruð í lok sýningar sem 4 stigahæsti öldungur HRFÍ 2022. Þessum glæsilega árangri hjá gömlunni á heimilinu væri að sjálfsögðu ekki náð nema með frábærri teymisvinnu og getum við ekki sagt annað en að það sé einstakt teymi í kringum okkur. Takk elsku Gauja fyrir að ná fram því besta hjá henni í hringnum og takk elsku Theó fyrir snyrtingu og þinn þátt í þessu og drottningin er að sjálfsögðu fóðruð á Royal Canin frá Dýrheimum. -------------- This one of a kind gem ran her last ring at shows at the Winter Wonderland show in end of November. She ended her almost 10 years show carrier with a style when she became 2nd best female of breed out of 25 females and also became BEST OF BREED VETERAN and gained herself a new title Island Veteran Winner 2022. At the end of the show she was awarded as TOP 4 VETERAN of the year at our kennel club. We would not be celebrating these great results for our old lady except we had a great team with us. Big thanks to our dearest Gauja for showing her to perfection and also to our dearest Theodóra for grooming her and your part in this. Of course she is fed on Royal Canin from Dýrheimar.
1 Comment
|
Archives
May 2024
|