Þegar var liðið vel á aðfaranótt 26. febrúar komu 6 gullmolar í heiminn undan Sofie og Fayro hér í Mosfellsdalnum, 4 tíkur og 2 rakkar. Allt gekk eins og í sögu í fæðingunni. Fyrsta gullið kom í heiminn rétt fyrir fjögur um nóttina og tæpum þremur tímum seinna voru þau orðin sex. Móður og börnum heilsast öllum vel og stendur Sofie sig eins og herforingi í nýja hlutverkinu.
Foreldrar hvolpanna eru þau Northern Black Pearl De La Vallée d'Eska "Sofie" sem var 3ja ára síðast haust og er búin að vera hér hjá okkur síðan sumarið 2018 og CH Bayouland's Hot N Mangry "Fayro" sem kom í heimsókn til okkar frá Króatíu s.l. sumar. Nánari upplýsingar um Sofie og Fayro má finna hér.
Hvolparnir afhendast allir eftir 9 vikna aldur með ættbók frá HRFÍ, örmerktir, bólusettir 8 vikna, ormahreinsaðir, með skapgerðarmat frá Allirhundar og skemmtilegum hvolpapakka frá Fiskó :)
Hvolparnir eru allir komnir með heimili.
Víkur Black Diamond "Lúna" - IS30349/21
Fyrst í heiminn var svört þrílit prinsessa með hálft skott.
Hún hefur fengið nafnið Lúna hjá nýjum eigendum og er hennar heimili í Grindavík.
Víkur Red Opal "Viggó" - IS30350/21
Næstur í heiminn var rauður þrílitur rakki með hálft skott.
Hann hefur fengið nafnið Viggó hjá nýjum eigendum og býr hann í Reykjavík ásamt fjölskyldunni sinni.
Víkur Rafe Agate "Manni" - IS30351/21
Þriðji hvolpurinn var annar rakki. Fayro Junior eins og við köllum hann, rauðyrjóttur með heilt skott.
Hann hefur fengið nafnið Manni hjá nýjum eiganda sínum og búa þau saman í Grafarvoginum.
OB-1 RL-1 Víkur Black Pearl NHAT "Sunna" - IS30352/21
Fjórði hvolpurinn var önnur prinsessa. Hún er einnig svört þrílit með hálft skott og minnir mjög mikið á mömmu þeirra.
Hún hefur fengið nafnið Sunna og mun hún búa í Hafnarfirði ásamt nýjum eiganda sínum.
Víkur Blue Sapphire "Katla" - IS30353/21
Fimmti hvolpurinn var þriðja prinsessan, blá með heilt skott.
Hún hefur fengið nafnið Katla hjá nýjum eigendum sínum og verður hennar heimili í Reykjavík.
Víkur Red Ruby "Karma" - IS30354/21
Sjötti og síðasti hvolpurinn var fjórða prinsessan, rauð þrílit með stutt skott.
Hún hefur fengið nafnið Karma og ætlar að búa hér heima hjá okkur.