Blue Merle - Bláyrjóttur - blanda af gráu/silfruðu og svörtu sem gefur oft blá áhrif
Red Tri - Rauður – allt frá ljós brúnu að dökkbrúnu
Red Merle - Rauðyrjóttur - blanda af rauðu og silfur
Blanda af hvítu og brúnu (tan) getur verið á andliti, brjósti, fram og aftur fótum og neðri hluta líkamans.
Á meðfylgjandi slóð má svo sjá genafræðina á bakvið litina, hvaða áhrif það getur haft að hundur hafi of mikið af hvíta litnum á líkamanum og/eða andliti og ýmsan annan fróðleik er tengist litaafbrigðum ástralska fjárhundsins.
Hér er svo hægt að sjá svör við algengum spurningum er varða lit og feld ástralska fjárhundsins.
Marley "CIB ISCH SaarlandSieger 2017 Víkur Bob Marley" og Sofie "Northern Black Pearl de la Vallée d'Eska"
Black Tri - Svartur
Svartur er einn af grunnlitum Aussie. Oft fylgja honum en ekki endilega alltaf hvítar merkingar á andliti, bringu, fótum og neðri hluta líkamans. Kopar tónar sjást líka oft á andliti og fótum. Þannig að svartur litur getur verið:
Svartur og hvítur með tani/kopar tónum oft kallað "black tri"
Svartur og hvítur oft kallað "black bi"
Einlitur svartur
Svartur Aussie er yfirleitt með brún augu en einstaka er með eitt eða bæði augun blá. Trýni og varir hundsins eru svört.
Melody "ISCH Melody Time de la Vallée d'Eska"
Blue Merle – Bláyrjóttur Bláyrjótt er sérstakur litur sem er byggður upp af svörtum blettum á gráum bakgrunni. Stundum gefur liturinn hundunum „blátt“ útlit og þess vegna ber liturinn nafnið „bláyrjótt“. Gráu skuggarnir geta verið allt frá ljós silfruðu að dökk gráu. Svörtu flekkirnir geta verið allt frá litlum blettum að stórum blettum sem gerir litinn og svo margbreytilegan og eru til endalausar útgáfur af þessum lit. Bláyrjóttir hundar geta einnig haft hvítar merkingar á andliti, bringu, fótum og neðri hluta líkamans. Kopartónar eru einnig algengir á andliti og fótum. Bláyrjóttir hundar geta verið:
Bláyrjóttir
Bláyrjóttir og hvítir
Bláyrjóttir, hvítir og með kopar tónum
Bláyrjóttir hundar geta haft einlit augu en oft verða augun „marbled“ eða blönduð öðrum litum. Þannig að bláyrjóttur hundur gæti haft blá augu marbled með brúnu eða öfugt. Hann gæti einnig verið með eitt auga blátt og annað brúnt. Blá augu eru mun algengari í yrjóttu en rauðu eða svörtu. Trýni og varir hundsins eru þá svört en það telst vera í lagi, þ.e. ekki litagalli, ef 75% eða meira er orðið svart áður en einstaklingurinn verður árs gamall.
Misty "Mangry's Middle For Diddle"
Red Tri – Rauður Rauður hundur getur verið allt frá ljósbrúnu (kanillituðu) í dökkbrúnt (dökkan lit í líkingu við lifur). Oft fylgja honum en ekki endilega alltaf hvítar merkingar á andliti, bringu, fótum og neðri hluta líkamans. Kopar tónar sjást líka oft á andliti og fótum. Rauður Aussie getur því verið:
Rauður og hvítur með tani/kopar tónum oft kallað „red tri“
Rauður og hvítur oft kallað „red bi“
Einlitur rauður
Rauður Aussie hefur yfirleitt „amber“ lituð augu, en geta þó haft annað augað blátt og jafnvel bæði. Trýni og varir hundins eru brún.
Izzy "CIB ISCH NLM RW-18 Víkur American Beauty"
Red Merle – Rauðyrjóttur Rauðyrjótt er sérstakur litur alveg eins og sá bláyrjótti en þar koma brúnu tónarnir inn í staðin fyrir þá svörtu og gráu á ljósum grunni. Brúnlituð blettirnir geta verið af öllum stærðum. Rauðyrjóttir hundar geta haft hvítar merkingar á andliti, bringu, fótum og neðri hluta líkamans. Kopartónar eru einnig algengir á andliti og fótum. Rauðyrjóttir hundar geta verið:
Rauðyrjóttir
Rauðyrjóttir og hvítir
Rauðyrjóttir, hvítir og með kopar tónum
Rauðyrjóttir hundar geta haft einlit augu en oft verða augun „marbled“ eða blönduð öðrum litum. Þannig að bláyrjóttur hundur gæti haft blá augu marbled með brúnu eða öfugt. Hann gæti einnig verið með eitt auga blátt og annað brúnt. Blá augu eru mun algengari í yrjóttu en rauðu eða svörtu. Trýni og varir hundsins eru þá brún en það telst vera í lagi, þ.e. ekki litagalli, ef 75% eða meira er orðið brúnt áður en einstaklingurinn verður árs gamall.