Í dag fagna Draumabörnin 2ja ára afmælinu sínu. Þau voru samtals 7, 5 tíkur og 2 rakkar og fæddust þau að kvöldi 20. apríl 2019. Þrátt fyrir að þetta væri hennar fyrsta got sá Melody alfarið um þetta sjálf og var eins og hún hefði aldrei gert annað. Foreldrar þeirra eru þau Melody okkar (ISCH Melody Time De La Vallée d'Eska og Ben (CIB ISCH RW-15 RW-18 Bayshore Stonehaven Iceland Here I Come) og eru þau glæsilegir fulltrúar foreldra sinna og tegundarinnar hvar sem þau koma og gaman að sjá hvað þau eru öll skemmtilegar blöndur af foreldrum sínum. Draumabörnin fengu að sjálfsögðu öll sín draumaheimili þar sem þau eru elskuð og dekruð út í eitt. Elsku Mía, Esja, Gosi, Kvika, Stormur og Kolka innilega til hamingju með afmælið og eigið góðan dag með ykkar besta fólki í dag eins og alla aðra daga. Mamma ykkar, Hekla og við hin sendum ykkur risaknús í tilefni dagsins, við elskum ykkur öll <3 --- Today the Dream litter celebrates its 2nd birthday. 7 puppies, 5 females and 2 males, were born in the evening on April 20th 2019. Melody did great at her first litter and was for sure born to be mom. Their parents are our Melody (ISCH Melody Time De La Vallée d'Eska and Ben (CIB ISCH RW-15 RW-18 Bayshore Stonehaven Iceland Here I Come) and they are great representatives of the breed and their parents every where they go. It is so great to she how great mixture of both their parents they all are. The Dream litter of course all got their dream homes where they are loved and spoiled endlessly. Our dearest Mía, Esja, Gosi, Kvika, Stormur and Kolka happy birthday to you and have a great day with your families today as all days. Your mom, Hekla and all of us send you a huge hug and a lot of kisses. We love you all <3
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|