Þegar árið er senn á enda er gott að renna yfir hápunkta ársins. 7 ný líf kviknuðu á árinu en fjórða gotið okkar fæddist á árinu, Draumagotið, undan Melody og Ben. Við kvöddum góðan félaga til margra ára og jafnframt fyrsta aussieinn okkar, hana Reese okkar. En þau voru þung skrefin inn á dýraspítalann þegar við fylgdum drottningunni okkar inn í draumalandið en við erum jafnframt þakklát fyrir rúm 8 dásamleg ár með henni. Um páskana kom draumagotið í heiminn og færði það okkur ómælda gleði að hafa þau hér heima í sumar. Melody og Ben eignuðustu 7 gullmola sem fylla okkur og foreldra sína stolti alla daga í þeim verkefnum sem þau taka sér fyrir hendur. Þau fengu öll frábær heimili og er gaman að fylgjast með þeim vaxa og dafna á nýjum heimilum. Nokkur þeirra mættu á sýningar á árinu og er ekki hægt annað að segja en það hafi gengið frábærlega. Fengu öll gullfallegar umsagnir og einkunnina sérlega lofandi á öllum þremur sýningunum sem þau tóku þátt í. Hekla "Víkur Dreams Do Come True" varð síðan 2 besti hvolpur sýningar á Winter Wonderland sýningu HRFÍ en það er besti árangur sem hvolpur úr okkar ræktun hefur náð á sýningu hjá félaginu. Hundar úr okkar ræktun tóku annars ekki mikinn þátt í sýningum á árinu. Þær mæðgur Izzy og Blue voru okkar einu fulltrúar á febrúarsýningunni en Izzy sigraði meistaraflokk og varð 2 besta tík en Blue varð önnur í opnum flokki og 3ja besta tík. Á tvöfaldri júnísýningu tók Týr "Víkur Johnny English" þátt báða dagana en hann sigraði opna flokkinn á laugardeginum og varð 4 besti rakkinn og varð svo annar í opnum flokki á sunnudeginum. Við mættum með Izzy á sunnudeginum og sigraði hún meistaraflokkinn og varð 2 besta tík tegundar. Þegar kom að tvölfaldri ágústsýningu tókum við þá ákvörðun að leyfa hvolpunum að njóta sín og skrá ekki annað en þau og gerðum við það líka í nóvember. Aðrir Víkurhundar stóðu sig vel í hinum ýmsu verkefnum á árinu. Sumir fóru hringinn í kringum landið á árinu, aðrir eignuðust systkini, einhverjir fluttu en fyrst og fremst áttu þau góðar stundir með sínu allra besta fólki við hin ýmsu verkefni og voru eigendum sínum tryggir og traustir félagar. Því miður fækkaði aðeins í fjölskyldunni á árinu en þau Askja, Moli, Ronaldo og Smári kvöddu okkur öll á árinu og fóru yfir í draumalandið með mömmu/ömmu sinni ásamt Boss frænda sínum. Það er alltaf erfitt að kveðja góðan félaga en þá er nauðsynlegt að vera þakklátur fyrir og ilja sér á öllum góðu minningunum sem við og eigendur þeirra eigum af þeim of það er svo sannarlega til nóg af þeim. Við erum svo þakklát fyrir alla þessa einstöku gullmola sem hafa fæðst okkur eða komið inn í líf okkar með öðrum hætti. Við erum jafnframt þakklát fyrir öll þau frábæru heimili sem þau búa á, fyrir trausta og góða ræktendur erlendis og síðast en alls ekki síst fyrir þann frábæra hóp af sýnendum sem við eru í þessu með okkur því án ykkar allra væri þetta ekki hægt og alls ekki svona skemmtilegt. Takk fyrir frábært ár og hlökkum til þess næsta með ykkur öllum. At the end of the year we often go through the ups and downs of the year. One of the year’s highlights was when the Dream litter after Melody and Ben. We unfortunately had to say goodbye to our first Aussie and dear partner Reese at the end of the summer. The steps to the vet that day were heavy but at the same time we were so thankful for just over 8 great years with our queen.
At Eastern the Dream litter was born and that brought a lot of joy into the house and we had such a great time with them here during the summer. Melody and Ben had 7 little gems that make us and their parents so proud every day. They all have great homes and we love watching them getting older from a distance. Four of them, Esja, Hekla, Kvika and Stormur, took part in shows this year and that went extremely well. They all got beautiful critiques and very promising at all three shows they took part in. Hekla “Víkur Dreams Do Come True” became 2nd best puppy of show at the Winter Wonderland Show in November and that is the best results a puppy born with has got. We did not have many representatives at shows this year. Mother and daughter, Izzy and Blue, were our only representatives at the February show where Izzy won champion class and became 2nd best female and Blue became 2nd in open class and became 3rd best female. At the double show in June Týr “Víkur Johnny English” won open class on Saturday and became 4th best male and on Sunday he became 2nd in open class. Izzy came to the show on Sunday and won champion class and became 2nd best female. For the double show in August we decided to only bring the puppies and make the show only about them and that we also did in November. As for other members of the Víkur family they all did great at all the projects they took part in this year. Some of them travelled a lot, others had siblings, some moved to new homes but first and foremost they all had great times with their families. We unfortunately had to say our goodbyes to some of our family members, as Askja, Moli, Ronaldo and Smári all went to the dreamland with their mom/grandma as well as their uncle Boss. It is always hard to say goodbye to a dear partner but at that time we can be thankful for all the great memories we have of our time with them od we for sure have a lot of them. We are so thankful for all members of the Víkur family that have been born with us as well as the ones that came to our family by other means. We are also thankful for all the great families those gems life with, for our breeders abroad that are always there for us, and last but not least for the great team of handlers that take part in this with us because without all of you this would not be possible and for sure not as much fun. Thank you for a great year and we look forward to the next one with you.
0 Comments
|
Archives
May 2024
|