Síðdegis sunnudaginn 17. desember fæddust 5 hvolpar hér á bæ undan Körmu og Þyrni. Karma var ekki lengi að koma gullmolunum í heiminn en það leið um ein og hálf klukkutund frá því sá fyrsti kom þar til þau voru öll fædd, 3 tíkur og 2 rakkar. Þau eru öll mjög hraust og þrífast vel og Karma stendur sig eins og herforingi í móðurhlutverkinu.
Foreldrar hvolpanna eru þau Víkur Red Ruby "Karma" sem er rúmlega 2ja ára og er fædd okkur í Gimsteinagotinu undan þeim Sofie og Fayro. Faðir hvolpanna er ISCH ISJCH Heimsenda Blá Þyrnir "Þyrnir". Þau eru bæði með frábært geðslag og erum við ákaflega spennt fyrir þessu goti og verður gaman að fylgjast með þeim vaxa og dafna. Hvolparnir afhendast við 9 vikna aldur með ættbók frá HRFÍ, örmerktir, bólusettir 8 vikna, ormahreinsaðir, með skapgerðarmat og skemmtilegum hvolpapakka frá Dýrheimum :) Við getum ekki sagt annað en að við séum ákaflega spennt fyrir þessu goti og erum þakklát Heimsendaræktun fyrir að gera þetta mögulegt. Allar nánari upplýsingar um gotið er að finna hér á heimasíðunni eða í gegnum tölvupóstfangið [email protected].
1 Comment
|
Archives
May 2024
|