Um hvítasunnuhelgina fæddust 7 heilbrigðir hvolpar undan Izzy og Tinker, 4 rakkar og 3 tíkur. Fæðingin gekk vel Móðir og börnum heilsast mjög vel og stendur Izzy sig frábærlega í móðurhlutverkinu.
ISCh Víkur American Beauty "Izzy" er fædd okkur undan þeim ISCh USCh Thornapple Good To Go „Chase“ og ISCh RW-14 Thornapple Seduction „Reese“ sem við fluttum inn frá Bandaríkjunum. IrCh HunCh CIB Allmark Muffin Muncher "Tinker" var í heimsókn hér á Íslandi þangað til í byrjun júní en heimili hans er í Bretlandi. Nánari upplýsingar um Izzy og Tinker má finna hér.
Hvolparnir afhendast allir með ættbók frá HRFÍ, örmerktir, bólusettir 8 vikna, ormahreinsaðir ásamt skemmtilegum glaðningi frá ProPac :)
Allar nánari upplýsingar um gotið er hægt að fá í gegnum netfangið [email protected] eða í síma 894 6611.
Víkur All You Need Is Love "Atlas" - IS22223/16
Fyrstur í heiminn var blár prins með heilt skott.
Hann hefur hlotið nafnið Atlas hjá nýjum eigendum sínum í Reykjavík.
Víkur Twist And Shout "Askja" - IS22224/16
Næst kom fyrsta prinsessan í heiminn og var hún rauð þrílit með hálft skott.
Hún var orkumikill prakkari sem bjó með fjölskyldunni sinni í Seljahverfinu en kvaddi okkur á sínu þriðja aldurs ári.
Víkur Here Comes The Sun "Aska" - IS22225/16
Og þá var komið að svörtu prinsessunni í hópnum en þriðji hvolpurinn í röðinni var svört þrílit tík með heilt skott.
Hún hefur fengið nafnið Aska og býr hún á Dalvík með fjölskyldunni sinni.
Víkur I Saw Her Standing There "Blue" - IS22226/16
Fjórði hvolpurinn í röðinni var þriðja og síðasta prinsessan og var hún bláyrjótt, skottlaus.
Hún hefur fengið nafnið Blue og bjó hún hjá okkur fyrstu árin en er nú komin með yndislegt heimili í Hafnarfirði.
ISJCh Víkur I Got To Get You Into My Life "Polar" - IS22227/16
Fimmti hvolpurinn var annar prins, bláyrjóttur skottlaus rakki.
Hann hefur fengið nafnið Polar og býr hann með eiganda sínum í Reykjavík.
Víkur Icelandic All My Loving "Loke" - IS22228/16
Sjötti hvolpurinn var þriðji rakkinn, svartur þrílitur skottlaus prins.
Hann hefur fengið nafnið Loke og er heimili hans í Noregi.
Víkur I Want To Hold Your Hand "Moli" - IS22229/16
Sjöundi hvolpurinn og jafnframt sá síðasti var rauðyrjóttur prins með hálft skott.
Hann hlaut nafnið Moli en hann yfirgaf okkur allt of snemma rétt fyrir 2ja ára afmælið sitt.