Snemma í gærmorgun komu í heiminn 6 hraustir og fallegir gullmolar undan Sofie og Fayro, 2 svartar þrílitar tíkur, 1 rauð þrílit tík, 1 bláyrjótt tík, 1 rauður þrílitur rakki og 1 rauðyrjóttur rakki.
Sofie stóð sig eins og hetja við að koma gullunum í heiminn og liðu tæpar 3 klukkustundir frá því það fyrsta kom þar til síðasta var fætt. Hún hefur komið sterk inn í móðurhlutverkinu og sinnir hvolpunum eins og hún hafi aldrei gert annað og hafa þau braggast vel fyrsta sólarhringinn sinn og hafa ekki látið jarðaskjálftana á sig fá. Hvolparnir eru allir lofaðir. ------- Early yesterday morning 6 healthy gems after Sofie and Fayro were born. 2 black tri females, 1 red tri female, 1 blue merle female, 1 red tri male and 1 red merle male. Sofie did great giving birth to the puppies and they were all here in just under 3 hours. She is rocking at her new role as a mother and takes great care of them. They thrive well and don't let the earth quakes disturb them. The puppies are all spoken for.
1 Comment
Fallega fiðrildið okkar hún Melody er eitt af afmælisbörnum febrúarmánaðar á okkar heimili en hún fagnar 5 ára afmælinu sínu í dag. Hún er fædd í Frakklandi hjá Alyson Ferriére en dvaldi hjá vinum okkar í Þýskalandi þar til hún varð 7 mánaða gömul og mátti koma heim til Íslands. Við fáum Alyson seint þakkað að hafa sent okkur þennan einstaka gleðigjafa. Melody verður dekruð í dag eins og alla daga og verður eitthvað extra gott sett á diskinn hennar í kvöld. Til hamingju með daginn elsku besta Melody okkar <3 ------------- Our beautiful butterfly, Melody, is one of February's birthday babies as she celebrates her 5th birthday today. She is bred by Alyson Ferriére in France but stayed with our friends in Germany until she became 7 months old and could come to her future home here in Iceland. We are so thankful to you, dear Alyson, for trusting us with this precious little girl that fits so well into our four legged family. She will get a lot of extra hugs and kisses today and some extra treats with her dinner tonight. Happy Birthday dear Melody, we love you <3 Stjörnugotið sem er fyrsta gotið fætt okkur fagnar 9 ára afmælinu sínu í dag. Í heiminn komu 4 rakkar og 4 tíkur sem fengu öll alveg yndisleg heimili þar sem þau voru dekruð út í eitt og hafa upplifað endalaus ævintýri með sínu besta fólki. Þau eru því miður ekki öll með okkur í dag en elsku Kobbi, Johnny, Salma og Angara til hamingju með daginn ykkar og eigið góðan dag með ykkar besta fólki. Við kveikjum á kerti fyrir Æsu, Fróða, Zetu og Marley sem munu án efa eiga góðan dag í draumalandinu með foreldrum ykkar, yngri systkinum og frændsystkinum. Kossar og knús á ykkur öll 😘❤️🐾 ------------- Today The Star litter our first born litter celebrates its 9th birthday. Reese gave birth to 4 males and 4 females that all got great homes where they have been spoiled every day and every day has been a new adventure with their families. Sadly the Stars are not all with us any more but our dearest Kobbi, Johnny, Salma and Angara happy birthday to all of you and we hope you will all have a great day with your families like always. We will light a candle for Fróði, Zeta, Marley and Æsa that will for sure have a great day together with your parents, your younger siblings and cousins on the other side. Hugs and kisses to all of you 😘❤️🐾 |
Archives
May 2024
|