Fayro "CH Bayouland's Hot N Mangry" er í heimsókn hjá okkur alla leiðina frá Króatíu. Hann er tæplega 6 ára gamall og er fæddur í Bandaríkjunum. Eigandi hans er Marko Ljutic í Króatíu en Marko er einmitt ræktandinn hennar Mistyar okkar. Ræktendur hans eru þær Yvette Leblanc og Hadley Hayden sem eru með Bayouland ræktunina í Bandaríkjunum. Fayro er undan þeim CH Copperridge's Fire N Bayouland og CH Bayouland's Fleur De Glory. Á bakvið hann eru margir ættliðir af stórglæsilegum meisturum í Bandaríkjunum. Pabbi hans varð m.a. bæði besti hundur tegundar og besti öldungur tegundar á Heimssýningunni 2015 á Ítalíu. Fayro er ekki einungis gullfallegur heldur er hann líka einstaklega ljúfur og góður hundur sem hefur brætt alla sem hann hefur hitt hér hjá okkur. Ef allt gengur að óskum mun hann eignast nokkur afkvæmi hér á landi áður en hann fer aftur heim undir vorið. Við fáum Marko seint fullþakkað það traust sem hann ber til okkar með því að lána okkur þennan einstaka gullmola ❤️🐾❤️ Meðfylgjandi ljósmyndir af Fayro tók Carolin Giese. ----------------------- We are proud to announce that Fayro "CH Bayouland's Hot N Mangry" is staying with us for the next few months. Fayro is almost 6 years old and born in the United States. He lives with Marko Ljutic, Misty's breeder, in Croatia.
His breeders are Yvette Leblanc and Hadley Hayden who have the Bayouland breeding in the United States. Fayro is after CH Copperridge's Fire N Bayouland and CH Bayouland's Fleur De Glory. In his lines we have many generations of gorgeous champions. Rowan, his father, was best of breed and best veteran of breed at the World Dog Show 2015 in Italy. Fayro is not only a gorgeous dog but he also has super temperament. He is a sweet and good dog that has had a great first impression on all the people that have met him here with us. If everything goes after plan he will have few puppies here before he goes back home to Croatia. Words can not describe how thankful we are to Marko and the trust he has in us by sending his gem to us ❤️🐾❤️ Photos of Fayro are taken by Carolin Giese here in Iceland.
2 Comments
|
Archives
May 2024
|