![]() Um síðustu helgi fór fram Alþjóðleg og Reykjavík Winner sýning HRFÍ og áttum við nokkra fulltrúa þar. Samtals voru 53 ástralskir fjárhundar og 4 ræktunarhópar skráðir til leiks. Úr okkar ræktun voru 7 hundar skráðir í dóm og stóðu þau sig öll með sóma. Hlutu öll excellent og fengu mjög fallegar umsagnir. Dómari tegundar var Leif Herman Wilberg frá Noregi og Michael Leonard frá Írlandi dæmdi úrslit um besta öldung sýningar. Hæst ber þó að nefna árangurinn hjá öldungnum á heimilinu henni Izzy sem er að verða 10 ára en langt frá því að það sjáist á henni þegar hún er í hringum því hún veit fátt skemmtilegra en að hlaupa um sýningarhringinn með vinkonum sínum. En hún gerði sér lítið fyrir og varð 4 BESTI ÖLDUNGUR SÝNINGAR með Gauju sinni og erum við að rifna úr stolti yfir þessum árangri hennar og ekki skemmir að hún er ræktuð af okkur. Ungliðaflokkur:
Opinn flokkur:
Öldungaflokkur:
Við fórum jafnframt með ræktunarhóp sem samanstóð af þeim systkunum Körmu og Manna sem eru 15 mánaða og Yrju hálfsystir þeirra sem er 12 mánaða. Þessi ungu og bráðefnilegu systkini stóðu sig frábærlega og urðu BESTI RÆKTUNARHÓPUR TEGUNDAR með mjög fallega umsögn frá dómaranum "One male, two female with one father and two dams. All of excellent types and good similarity. Nice heads, good coat structure and movements. Correct coats"
0 Comments
![]() Það er ótrúlegt að hugsa til þess að fyrir ári síðan komu Súkkulaðibörnin í heiminn. Fæðing þeirra gekk eins og í sögu og leið tæpur klukkutími frá því fyrsti hvolpurinn kom þar til þau voru öll komin. Kvika stóð sig frábærlega í uppeldinu og stóð Fayro við hliðina á henni eins og stytta og veitti andlegan stuðning af hliðarlínunni á meðan hún sá um ungviðið. Þau búa öll á frábærum heimilum þar sem þau eru elskuð til tunglsins og til baka. Elsku Perla og Yrja til hamingju með daginn ykkar og ég veit að þið fáið eitthvað gott í tilefni dagsins. Varmi sem er í pössun hjá okkur þessa dagana, pabbi ykkar, amma og við hin sendum risa afmælisknús á ykkur í tilefni dagsins. ![]() Get ekki sagt annað en að ég hafi þurft að líta tvisvar á dagatalið til að átta mig á því að þessir gullmolar eru orðnir 5 vikna. Ævintýri þeirra halda áfram og leysa þau öll verkefni sem eru lögð fyrir þau með sóma. Þau eru búin að kynnast fullt af nýju fólki og bræða svo sannarlega alla upp úr skónum. Þau eru alveg flutt fram í stofu og elska að hlaupa þar um og leika sér. Í gær stilltum við þeim í fyrsta sinn upp upp á borði og leystu þau það verkefni með sóma og notuðum við tækifærið og smelltum af þeim nokkrum myndum. |
Archives
April 2023
|