Nú í kvöld var Chase okkar „ISCh USCh ISVetCh Thornapple Good To Go“ heiðraður sem stigahæsti hundur tegundar 2016.
Chase hefur átt einstaklega farsælt sýningarár í ár og er þetta hans besta ár frá því hann kom til okkar í byrjun árs 2012. Hann varð besti hundur tegundar, BOB, á þremur síðustu sýningum þar sem hann hafnaði einu sinni í 4 sæti í tegundahópi 1 og gerði sér svo lítið fyrir og sigraði tegundahóp 1 á síðustu sýningu og keppti því í úrslitum um besta hund sýningar. Á fyrstu fjórum sýningum ársins var hann skráður í öldungaflokk og varð hann besti öldungur tegundar, BÖT1, tvisvar og BÖT2 tvisvar. Í bæði skiptin sem hann varð besti öldungur tegundar hafnaði hann í sæti í besti öldungur sýningar í fyrra skiptið varð hann fjórði og í seinna skiptið sigraði hann og varð því besti öldungur sýningar, BÖS1. Hann varð jafnframt öldungameistari eftir september sýninguna og því fyrsti ástralski fjárhundurinn til að klára þann titil. Á septembersýningunni ávann hann sér þátttökurétt á Crufts 2017. Á nóvembersýningunni ákváðum við síðan að skrá hann í meistaraflokk þar sem það var freistandi að reyna við fjórða og síðasta Cacibið og krækti hann sér í það þannig að nú bíðum við bara eftir staðfestingu á alþjóðlega meistaratitlinum C.I.B. Chase líkt og Reese hefur átt mjög farsælan sýningarárangur hér á landi en hann hefur tekið þátt í 20 sýningum og á 17 þeirra hefur hann hafnaði í einu af fjórum efstu sætunum í keppni um besta rakka tegundar. Hann er annar stigahæsti hundurinn innan deildar, í 14-15 sæti á lista yfir stigahæstu hunda ársins 2016 og eru á annað hundrað hunda af öllum tegundum á þeim lista. Chase er jafnframt annar stigahæsti öldungur fjár- og hjarðhundadeildar og er hann fjórði stigahæsti öldungur ársins yfir allar tegundir. En þau Reese skiptust á að verða besti öldungur tegundar í ár og höfnuðu alltaf í sæti í úrslitum um besta öldung sýningar. Elsku Theodóra okkar takk fyrir að sýna þennan gullmola alltaf svona glæsilega og takk elsku Amy og Ellen fyrir að treysta okkur fyrir þessum einstaka höfðingja <3 |
Nú í kvöld var hið árlega aðventukvöld Fjár- og hjarðhundadeildar þar sem stigahæstu hundar ársins voru heiðraðir. Þar var hún Reese (ISCh ISVetCh RW-14 Thornapple Seduction) okkar heiðruð sem stigahæsti öldungur fjár- og hjarðhundadeildar árið 2016.
Við erum ákaflega stolt af drottningunni okkar og þessum árangri hennar en hún er jafnframt þriðji stigahæsti öldungur ársins yfir allar tegundir. Reese tók þátt í fjórum af fimm sýningum ársins og var í sæti í besti öldungur sýningar á þremur þeirra en á öllum fjórum sýningunum lenti hún í einu af þremur efstu sætunum í keppni um besta tík tegundar. Hún náði sér jafnframt í nýjan titil á árinu þegar hún varð öldungameistari, ISVetCh, núna á nóvembersýningunni. Hún hefur átt einstaklega farsælan sýningarárangur frá því hún kom til okkar í byrjun árs 2011 en hún hefur tekið þátt í 19 sýningum á vegum HRFÍ og í 17 þeirra varð hún í einu af fjórum efstu sætum í keppni um bestu tík tegundar ásamt því að hafa átt besta afkvæmahóp tegundar í öll þau skipti sem hún hefur verið sýnd með afkvæmum. En hún eignaðist 19 afkvæmi í tveimur gotum á árinu 2012 og er nú móðir þriggja íslenskra meistara, ISCh, og eru tvö þeirra að bíða eftir staðfestingu á alþjóðlegum meistaratitli, C.I.B. Elsku Theodóra okkar takk fyrir að sýna drottninguna okkar alltaf svona glæsilega og takk elsku Amy og Ellen fyrir að treysta okkur fyrir drottningunni okkar <3 |
Um síðustu helgi fór fram síðasta sýning ársins. Víð áttum góðu gengi að fagna þar og áunnu gullin okkar sér 4 nýja titla.
Kóngurinn á heimilinu ISCh USCh ISCetCh Thornapple Good To Go sigraði tegundina, BOB, þriðju sýninguna í röð, gerði sér jafnframt lítið fyrir og sigraði tegundahóp 1 og keppti í úrslitum um besta hund sýningar. Hann ávann sér jafnframt sitt 4 CACIB og því kominn með allt sem þarf til að verða alþjóðlegur meistari, C.I.B. og er umsóknin um titilinn kominn í ferli. Drottningin okkar ISCh RW-14 Thornapple Seduction varð, BOS, besti öldungur tegundar (BÖT) og hafnaði í 4 sæti í keppni um besta öldung sýningar. Hún náði sér jafnframt í þrjiða öldungameistarastigið sitt og er því orðin íslenskur öldungameistari, ISVetCh. Dóttir þeirra hjóna ISCh Víkur American Beauty, stóð sig jafnframt vel, sigraði meistaraflokk og varð önnur besta tík tegundar. Izzy eins og pabbi sinn náði sér í sitt fjórða alþjóðlega stig og er því hennar umsókn um alþjóðlegan meistaratitil C.I.B. líka komin í ferli. Frábær árangur hjá prinsessunni okkar sem er búin að vera í fæðingarorlofi frá því í febrúar en hún eignaðist 7 hvolpa um miðjan maí. Víkur Harry Potter HIT stóð sig vel eins og foreldrarnir en hann sigraði opna flokkinn og varð annar besti rakki tegundar og landaði sínu þriðja íslenska meistarastigi og er því orðinn íslenskur meistari, ISCh. Bleuroyal Back To Business gerði líka góða hluti en hann varð annar í opnum flokki og fjórði í keppni um besta rakka tegundar. ISCh Víkur Bob Marley gerði einnig góða sýningu varð þriðji í meistaraflokki og fimmti í keppni um besta rakka tegundar. Við fórum jafnframt með ræktunarhóp sem saman stóð af systkinunum Izzy, Smára og Marley og urðu þau besti ræktunarhópur tegundar og hlutu heiðursverðlaun. Börnin hennar Izzyar stóðu sig jafnframt vel á sýningunni en þau tóku þátt í hvolpaflokki 3-6 mánaða á föstudagskvöldinu. Blue okkar, Víkur I Saw Her Standing There, varð besti hvolpur tegundar með heiðursverðlaun og hafnaði í 4 sæti í keppni um besta hvolp sýningar 3 - 6 mánaða. Bróðir hennar Víkur I Got To Get You Into My Life varð BOS hvolpur 3-6 mánaða einnig með heiðursverðlaun og systir þeirra Vikur Twist And Shout varð önnur besta tík einnig með heiðursverðlaun. Nýjasti fjölskyldumeðlimur okkar, hún Melody, Melody Time De La Vallée d'Eska, tók þátt í sinni fyrstu sýningu hér á landi nýkomin út úr einangrun varð önnur besta tík í hvolpaflokki 6-9 mánaða með heiðursverðlaun og fallega umsögn. Dómari í hvolpaflokki, tegund og tegundahópi var George Schogol, Georgíu, og svo var það Rafael Malo Alcrudo, Spáni, sem dæmdi besta öldung sýningar. Izzy tók þátt í ungum sýnendum á föstudagskvöldið með Vöku vinkonu sinni og stóðu þær sig mjög vel en þær höfnuðu í 4 sæti. Dómari þar var Svante Frisk, Svíþjóð. Þær vinkonur sýndu að þær höfðu engu gleymt og var Izzy alsæl að komast aftur í hringinn með Vöku sinni. Við gætum ekki verið stoltari af þessum frábæra árangri hjá gullmolunum og sýnendum þeirra. Frábær árangur þessa sýningarhelgi þar sem allt gekk upp og óskum við eigendum innilega til hamingju með gullin sín og þökkum þeim sem stóðu að þessum frábæra árangri með okkur fyrir alla hjálpina <3 |
Þakklæti og gleði eru þau orð sem koma upp í huga okkar og sú tilfinning sem er svo sterk eftir liðna sýningarhelgi en um helgina fór fram alþjóðleg sýning á vegum HRFÍ. En gullmolinn okkar hann Chase gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina um besta öldung sýningar. Hann var jafnframt valinn besti hundur tegundar og er það aðra sýninguna í röð sem hann sigrar tegundina og hafnar í sæti í besta öldung sýningar.
Hann stóð sig mjög vel í keppni innan tegundar á laugardaginn þegar hann sigraði sterkan hóp rakka og sigraði svo keppnina um besta hund tegundar ásamt því að vera besti öldungur tegundar með sitt þriðja öldungameistarastig og er því orðin öldungameistari, ISVetCh, en fyrir var hann íslenskur meistari og amerískur meistari. Með því að sigra tegundina öðlaðist hann jafnfram þátttökurétt á Crufts 2017. Næst lá leið hans í úrslit í tegundahópi 1 þar sem hann hafnaði í 4 sæti. Eftir það fórum við heim og söfnuðum kröftum fyrir keppni um besta öldung tegundar sem fór fram á sunnudag. Þar mætti hann tvíefldur til leiks í sínu besta formi 8 ½ árs gamall og hafði sigur úr býtum að lokum. Dómararnir á þessari sýningu voru allir írskir en tegundadómari var Sean Delmar, dómari í úrslitum í tegundahópi 1 var Cathy Delmar og dómari í úrslitum um besta öldung sýningar var John Muldoon. Við fáum þeim Amy og Ellen hjá Thornapple seint þakkað fyrir að hafa ræktað þennan einstaka gullmola og hafa treyst okkur fyrir honum. Theodóra sýndi Chase glæsilega eins og alltaf og er alltaf jafn gaman að sjá þau saman í hringnum, vináttuna og traustið sem ríkir þeirra á milli. Einnig viljum við þakka ykkur hinum sem stóðu við bakið á okkur og tókuð þátt í þessu með okkur, gætum þetta ekki án ykkar :) |
Á sunnudeginum fór svo fram alþjóðleg sýning og stóðu börnin okkar sig ekki síður þann daginn. Þá stóð kóngurinn okkar sig eins og hetja og varð besti rakki tegundar, BOB, BOB öldungur og BIS4 öldungur með excellent og sitt annað öldungameistarastig.
ISCh Víkur Bob Marley sigraði meistaraflokk og varð annar besti rakki tegundar með excellent, meistaraefni og fjórða CACIBið sitt sem þýðir það að hann var að klára alþjóðlega meistaratitilinn, CIB. Gætum ekki verið stoltari af þessum fyrsta alþjóðlega meistara ræktuðum af okkur og ekki skemmdi það daginn þegar við áttuðum okkur á því að hann er fyrsti Aussie rakkinn ræktaður á Íslandi til að klára þennan titil. Erum óendanlega stolt af þessum gullmola. Víkur Harry Potter HIT sigraði opinn flokk og varð fjórði besti rakki tegundar með excellent og meistaraefni. ISCh USCh RW-16 Thornapple Don‘t Tread On Me stóð sig vel þegar hann fór í fyrsta skipti með mömmu sinni í hringinn en hann varð fjórði í meistaraflokk með excellent. Þar sem við vorum með 3 gullmola frá Thornapple skráða á sýninguna tókum við þá ákvörðun að fara með ræktunarhóp frá þeim og viti menn þau voru valin BOB ræktunarhópur með heiðursverðlaun. Tegundadómari var Åke Cronander, Svíþjóð, grúppu- og BIS öldung dæmdi Ramune Kazlauskaite, Litháen, og úrslit ræktunarhópa dæmdi Andrzej Kazmierski, Póllandi. Við erum óendanlega þakklát fyrir alla þá sem tóku þátt í þessum með okkur og gerðu helgina eftirminnanlega. Risa knús á sýnendur, eigendur og alla hina sem gerðu þetta að veruleika :) |
Um síðustu helgi var tvöföld sýningarhelgi hjá HRFÍ fyrri daginn fór fram Reykjavík Winner 2016. Þar stóð nýji gullmolinn okkar USCh Thornapple Don‘t Tread On Me sig frábærlega þegar hann sigraði meistaraflokk, varð besti rakki tegundar og BOB með excellent og meistarastig og varð því íslenskur meistari, ISCh, ásamt því að verða Reykjavík Winner 2016, RW-16. Ekki leiðinlegt að ná sér í tvo titla á sinni fyrstu sýningu.
Kóngurinn okkar ISCh USCh Thornapple Good to Go varð BOS öldungur með excellent og sitt fyrsta öldungameistarastig. ISCh Víkur Bob Marley varð annar í meistaraflokki og þriðjið besti rakki tegundar með excellent og meistaraefni. Víkur Harry Botter HIT varð annar í opnum flokki og fjórði besti rakki tegundar með excellent og meistaraefni. Drottningin okkar ISCh RW-14 Thornapple Seduction varð önnur besta tík tegundar og BOB öldungur og sýndi sig frábærlega í stóra hringnum þar sem hún varð BIS4 öldungur með excellent og sitt fyrsta öldungameistarastig. Ekki leiðinlegur árangur hjá drottningunni sem verður 9 ára eftir nokkra daga. Tegundadómari var Lilja Dóra Halldórsdóttir, grúppudómari var Åke Cronander, Svíþjóð, BIS öldungur Andrzej Kazmierski, Póllandi. |
Nú um hvítasunnuhelgina fæddust 7 heilbrigðir hvolpar undan Izzy og Tinker, 4 rakkar og 3 tíkur. Móðir og börnum heilsast mjög vel og stendur Izzy sig frábærlega í móðurhlutverkinu.
Hvolparnir verða tilbúnir til afhendingar í viku 28 og afhendast þeir allir með ættbók frá HRFÍ, örmerktir, bólusettir 8 vikna, ormahreinsaðir ásamt skemmtilegum glaðningi frá ProPac :) Allar nánari upplýsingar um gotið er hægt að fá í gegnum netfangið [email protected] eða í síma 894 6611. |
Í dag var langþráður dagur á heimilinu en það var loksins komið að því að sækja Gadsden í einangrun. En hann er búinn að vera í góðu yfirlæti í Höfnum hjá Jóni og fjölskyldur síðan í byrjun apríl.
Það eru spennandi tímar framundan á heimilinu og verður gaman að fá að kynnast þessum nýja prinsi okkar betur. |
Þá er farið að styttast í næsta got hjá okkur en við eigum von á hvolpum um miðjan maí. Við erum einstaklega spennt fyrir þessu goti en við pöruðum ISCh Víkur American Beauty „Izzy“ okkar og IrCh HunCh CIB Allmark Muffin Muncher "Tinker".
Izzy er fædd okkur undan þeim ISCh USCh Thornapple Good To Go „Chase“ og ISCh RW-14 Thornapple Seduction „Reese“ sem við fluttum inn frá Bandaríkjunum. Tinker er í heimsókn hér á Íslandi fram á vor en heimili hans er í Bretlandi. Allar nánari upplýsingar um gotið er að finna hér, í tölvupósti [email protected] eða í síma 894 6611. |
Það var ást við fyrstu sín þegar Maríanna og Theodóra hittu Gadsden prins heima hjá Amy á laugardaginn í Fowlerville, Michigan. Hann er einstakur ljúflingur með frábært geðslag og er hann frábær viðbót við Aussie fjölskylduna okkar.
Við flugum til Chicago á föstudag og keyrðum svo þaðan yfir til Michigan. En það tekur um 5 tíma. Við vorum í góðu yfirlæti alla helgina hjá Amy, Ellen, Shaynu og Vikki. Lögðum svo af stað á mánudagsmorgun með prinsinn til Chicago þaðan sem við flugum heim um kvöldið og lentum hér á Íslandi snemma á þriðjudagsmorgun. Gadsden er nú kominn í einangrun í Höfnum og verður þar í góðu yfirlæti hjá Jóni og fjölskyldu fram í byrjun maí. Það var vetrarlegt í Michigan um helgina en það snjóaði þar á laugardaginn en svo fór hann nánast allur þegar sólin fór að skína á sunnudaginn. Það var frábært að ná loksins að fara og heimsækja þær Amy og Ellen og sjá og hitta alla gullmolana sem þær eiga og voru þau ófá Aussieknúsin sem við fengum um helgina. Þær hafa reynst okkur frábærlega allt frá því við fengum Reese til okkar og höfum við alltaf getað leitað til þeirra ef eitthvað er og er ómetanlegt að hafa svona reynslumikla ræktendur á bakvið sig. Þessi mánuður á meðan Gadsden er í einangrun verður eflaust lengi að líða en vel þess virði að bíða í mánuð í viðbót til að fá þennan einstaka gullmola inn á heimilið. |
Við kynnum til sögunnar nýjasta fjölskyldumeðliminn hjá Víkur fjölskyldunni en það er CH Thornapple Don't Tread On Me "Gadsden" Við sóttum Gadsden til Bandaríkjanna núna í byrjun apríl og kemur hann úr einangrun í byrjun maí.
Gadsden kemur frá sömu ræktendum og Reese og Chase og eru hann og Reese systrabörn. Hann er búinn að taka þátt í sýningum í Bandaríkjunum við góðan árangur og er hann amerískur meistari. Hann verður 6 ára í sumar en hann er fæddur á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna 4. júlí. Það var gaman að fara út og sækja þennan nýjasta gullmola okkar, kynnast honum og svo verður enn skemmtilegra að fá hann alkominn heim í byrjun maí. Hann er einstaklega ljúfur og góður og hefur mjög mikla persónutöfra, elskar dótið sitt og að fara út að leika. Við fáum seint fullþakkað þeim Ellen og Amy ræktendum hans að treysta okkur fyrir enn einum gullmolanum úr sinni ræktun og er það ómetanlegt. |
Þá er litla prinsessan okkar hún Misty orðin 2ja ára, ótrúlegt en satt.
Misty er sannur gleðigjafi á heimilinu alltaf svo lífsglöð. Hún heillar alla sem hún hittir með því hvað hún er opin og skemmtileg. Hún er einstaklega námsfús og finnst gaman að læra ný verkefni. Hún er fædd í Króatíu og kom til okkar í október 2014. Við erum einstaklega þakklát Marko Ljutic ræktanda hennar fyrir að treysta okkur fyrir þessum gullmola. Misty verður dekruð í dag eins og alla daga, skellir sér á sýningarnámskeið með Theodóru vinkonu sinni og fær eitthvað gott að borða í kvöld :) |
Merkilegt nokk þá eru komin 4 ár síðan þessar elskur fæddust og voru þau jafnframt fyrsta gotið í ræktun okkar. Finnst eins og það hafi gerst í gær sem þau skutust í heiminn hvert af öðru.
En það var um hádegi 02.02.12 sem Reese sýndi þess merki að það væri eitthvað að fara að gerast og viti menn undir kvöldmat fóru þau að týnast í heiminn hvert af öðru. Elsku Kobbi, Johnny, Fróði, Zeta, Marley, Salma og Angara til hamingju með daginn og eigið góðan dag með ykkar besta fólki. Kveikjum á kerti fyrir elsku Æsu sem mun án efa eiga góðan dag í draumalandinu með systrum sínum. Mamma og við hin sendum ykkur risaknús í tilefni afmælisins :) |
Þessi einstaki gullmoli er 8 ára í dag 15. janúar. Hann er hvers manns hugljúfi, barngóður, kelinn, bangsasjúkur, nammigrís og er eiginlega bara hinn fullkomni hundur.
Chase kom inn á heimili okkar fyrir tæpum 4 árum og hefur skipað stóran sess í lífi okkar síðan. Þegar hann kom út úr einangrun vorum við með 4 vikna gamalt got á heimilinu og var hann einstaklega ljúfur og góður við alla hvolpana og kom alltaf fram við þau eins og þau væru hans eigin. Hann er mikil barnagæla og finnst honum ekkert betra en að kúra á gólfinu með vini eða vinkonu og fá gott klór. Hann og Reese gáfu okkur svo 11 gullmola saman sem eru þriggja ára síðan í september. Einnig fæddust tvö got undan honum í Bandaríkjunum áður en hann kom til Íslands og hafa afkvæmi hans úr þeim gotum verið að gera góða hluti á sýningum út um allan heim. Foreldrar Chase eru CH Thornapple Single Barrel "Cruzan" og CH Thornapple Freeze Frame "Icy" og eru ræktendur hans Lisa Penton, Ellen S Brandenburg og Amy Garrison og fáum við þeim seint fullþakkað fyrir að treysta okkur fyrir þessum einstaka gullmola. Chase fær auka skammt af kossum og knúsum í dag og að sjálfsögðu fær hann eitthvað góðgæti með kvöldmatnum sínum. Til hamingju með daginn elsku strákurinn okkar <3 |
Bleuroyal Back To Business „Boss“ var heiðraður sem stigahæsti hundur tegundar 2015 á uppskeruhátíð Fjár- og hjarðhundadeildar í kvöld. Boss er í eigu okkar og vina okkar Herdísar Hallmarsdóttur og Magnúsar Orra Schram en heimili hans er í Hafnarfirði hjá Guðnýju Isaksen og hennar fjölskyldu.
Boss stóð sig vel á þessu sýningarári en hæst ber að telja árangur hans á sumarsýningu HRFÍ þar sem hann varð besti hundur tegundar (BOB), sigraði tegundahóp 1 (BIG1) og varð annar besti hundur sýningar (BIS2) þar sem hann hlaut sitt annað meistarastig og fyrsta alþjóðlega stig. Þessi árangur hans á sýningunni er einn besti árangur sem Aussie hefur náð á sýningum HRFÍ frá upphafi. Við erum óendanlega stolt af litla drengnum og sýnanda hans, Ernu Sigríði Ómarsdóttur, og árangri þeirra á árinu. Elsku Erna, Herdís, Orri, Guðný og fjölskylda innilega til hamingju með strákinn okkar. |
Erum svo óendanlega stolt af litlu ræktuninni okkar. Að sýningarári loknu erum við í 25-26 sæti af 183 ræktendum á lista HRFÍ yfir stigahæstu ræktendur ársins, allar tegundir.
Erum svo stolt af því að vera svona ofarlega á listanum miðað við hve fáir hundar úr okkar ræktun eru skráðir á hverja sýningu en yfirleitt eru þau bara 2 - 4 systkinin og höfum við eingöngu tvisvar á þessu ári náð að fara með ræktunarhóp á sýningu. Þessi frábæri árangur er þessum fallegu einstaklingum að þakka og öllu því frábæra fólki sem er í kringum okkur hvort sem um ræðir eigendur, sýnendur eða vini og vandamenn. Takk elsku þið fyrir að vera í þessu með okkur þið eruð best <3 |
Á nýafstaðinni september sýningu HRFÍ áttum við góðu gengi að fagna. Systkinin Smári og Izzy urðu besti rakki og besta tík tegundar í annað sinn á þessu ári.
- Vikur Harry Potter HIT "Smári" - Excellent, 1 sæti opinn flokkur, besti rakki tegundar, íslenskt meistarastig, CACIB, BOB, BIG3 og Crufts 2016 þátttökuréttur - ISCH Víkur American Beauty "Izzy" - Excellent, meistaraefni, 1 sæti í meistaraflokk, besta tík tegundar, CACIB, BOS og Crufts 2016 þátttökuréttur - ISCH RW-14 Thornapple Seduction "Reese" - Excellent, meistaraefni, 1 sæti í öldungaflokk, 2 besta tík tegundar, besti öldungur tegunda og komst í top 6 í besti öldungur sýningar. - ISCH Víkur Bob Marley "Marley" - Excellent, meistaraefni, 1 sæti í meistaraflokk,2 besti rakki tegundar og vara CACIB - ISCH USCH Thornapple Good To Go "Chase" - Excellent, meistaraefni, 2 sæti í meistaraflokk, 4 besti rakki tegundar - Bleuroyal Back To Business "Boss" - Excellent, meistaraefni, 3 sæti í opnum flokk - Vikur ræktunarhópur seem samanstóð af Smára, Izzy og Marley - varð besti ræktunarhópur tegundar, hlaut heiðursverðlaun og varð 4 besti ræktunarhópur sýningar, BIS4 Tegundadómari var Liz-Beth C Liljeqvist frá Svíþjóð, dómari í tegundahópi og besti öldungur sýningar var Michael Leonard frá Írlandi og Adam Ostrowski frá Póllandi dæmdi besta ræktunarhóp sýningar. Það var okkar ástkæra Sóley Halla Möller sem snyrti hundana óaðfinnanlega eins og alltaf. Eins og alltaf erum við óendanlega stolt af öllum gullmolunum og óskum við eigendum þeirra og sýnendum innilega til hamingju með gott gengi. Elsku Theodóra, Gauja, Ida, Erna, Ylfa og Vaka takk fyrir að sýna gullin okkar svona vel :) |
Nú um helgina fór fram tvöföld sýning á vegum HRFÍ. Á sunnudeginum fór fram alþjóðleg sýning og stóð Bleuroyal Back To Business "Boss" sig alveg einstaklega vel, sýndur af Ernu Sigríði eins og áður. Þau gerðu sér lítið fyrir og sigruðu opna flokkinn með excellent og meistarastig og tóku svo þátt í keppni um besta rakka tegundar og sigruðu þar ásamt því var hann valinn besti hundur tegundar, BOB.
Því næst lá leið þeirra í úrslit í tegundahópi 1. Boss sýndi sig alveg hreint frábærlega hjá Ernu og stóð uppi sem sigurvegari og var því búinn að tryggja sér þátttöku í keppni um besta hund sýningar seinna um daginn. Þar hélt hann áfram að sýna sínar bestu hliðar og endaði sem 2 besti hundur sýningar og erum við alveg í skýjunum yfir þessum frábæra árangri hjá molanum okkar og henni Ernu. Dómari í tegund, tegundahópi og besti hundur sýningar var Stefan Sinko frá Slóveníu og gaf hann Boss eftirfarandi umsögn "2 years old male. Very nice head profile. Very good body proportions. Good neck & topline. Correct front & hindquarters. Presented in excellent condition. Good angulation hindquarters. Excellent mover." Það var okkar ástkæra Sóley Halla Möller sem sá um snyrtingu á gullmolanum og gerði hún það óaðfinnanlega eins og alltaf. Boss býr á frábæru heimili hjá Guðný Isaksen og fjölskyldu í Hafnarfirði og sést langar leiðir hvað honum líður vel hjá þeim og hversu vel hann fellur inn í fjölskylduna :) Nú fer að styttast í að Boss verði paraður við hana Izzy og erum við orðin mjög spennt fyrir þeirri pörun og er hægt að sjá nánari upplýsingar um væntanlegt got þeirra hér :) |
Víkur Harry Potter HIT „Smári“ er einn af gullmolunum undan Reese og Chase. Smári hefur verið sýndur á sýningum HRFÍ við góðan árangur af henni Kareni Ósk okkar og eru eigendur hans þau Silla Rósa og Loftur og gætum við ekki hugsað okkur betra heimili fyrir þennan mola sem bræðir alla sem hann hittir.
Silla er mjög áhugasöm um allt sem tengist tegundinni og lét hún á dögunum taka mjaðma- og olnbogamyndir af Smára og einnig lét hún taka úr honum blóðsýni til að fá DNA niðurstöður varðandi ákveðna skjúkdóma. Silla sendi niðurstöðurnar á okkur og eru þær hér að neðan. „Smári var sendur í nokkur test og niðurstöður úr þeim eru frábærar og sanna að hann sé afsprengi frá heilbrigðum ræktunarlínum og er flottur fulltrúi foreldra sinna. Ekki bara hafa verið gerð DNA próf og röntgenlestur, hann hefur lokið smalaeðlisprófi HRFÍ og stóðst, eins stóðst hann skapgerðarmat einnig (sjá niðurstöður neðar). HIP: GOOD (OFA 11.06.2015) ELBOW: NORMAL (OFA 11.06.2015) MDR1: clear PRA-PRCD: clear CEA: clear HC: clear B-Locus: B/b (beri fyrir rauðum lit, Red-factor) DNA Blóðsýni: Ólöf Loftsdóttir, Dýraspítalinn Víðidal 27.05.2015 Rannsóknarstofa, Eurovetgene Slóveníu 15.06.2015 Án arfgengra augnsjúkdóma 09.11.2014 (Gildir til 09.05.2016) Dýralæknir: Jens Knudsen Smalaeðlispróf HIT: Stóðst 10.11.2013 Prófstjóri: Guðrún S. Sigurðardóttir Skapgerðamat: Stóðst 17.05.2014 Prófstjóri: Brynja Tomer“ |
Þessa helgina fer fram tvöföld meistarastigssýning HRFÍ og var Aussie sýndur í dag laugardag á fyrri sýningunni. Við áttum nokkra fulltrúa þar og ekki hægt að segja annað en það hafi gengið ljómandi vel. Tegundadómari var Sóley Halla Möller og dómari í tegundahóp var Harto Stockmari.
Strákarnir okkar komu fyrstir í hringinn í opnum flokki. En þar komu fram þeir Víkur Harry Potter "Smári", Víkur Johnny English "Týr" og Bleuroyal Back to Business "Boss". Þeir stóðu sig allir mjög vel og varð Smári í fyrsta sæti með excellent og meistaraefni, Týr varð annar með excellent og Boss þriðji jafnframt með excellent. Smári keppti svo um besta rakka tegundar og sigraði þar. Þá var röðin komin að skvísunum og fór Mangry's Middle For Diddle "Misty" fyrst í hringinn í ungliðaflokki. Henni gekk ljómandi vel og varð í öðru sæti með excellent. Þá var röðin komin að ISCh Víkur American Beauty "Izzy" í meistaraflokki en hún hlaut excellent og áframhald í besta tík tegundar og gerði sér lítið fyrir og sigraði þar. Þá varð það orðið ljóst að það yrðu systkinin Izzy og Smári sem myndu keppa um besta hund tegundar. Þau stoðu sig frábærlega bæði tvö og voru sýnd glæsilega af sýndendum sínum þeim Kareni Ósk og Theodóru. Það voru þau Smári og Karen sem sigruðu þar, BOB, og fóru því í úrslit í tegundahópi. Þau stóðu sig frábærlega þar og höfnuðu í þriða sæti BIG3. Glæsilegur árangur þar :) Við erum óendanlega stolt af öllum gullmolunum og óskum við eigendum þeirra og sýnendum innilega til hamingju með gott gengi :) |
Unglingadeild HRFÍ stóð fyrir unglingadeildardegi núna á sunnudaginn. Við áttum að sjálfsögðu okkar fulltrúa þar.
Izzy og Reese fóru með vinum sínum og nágrönnum þeim Emmu Björk og Ásgeiri Antoni í barnaflokk 3-5 ára sýnenda en þau systkinin eru 4 ára og Chase fór með systur þeirra henni Bríeti Björk sem er 7 ára í barnaflokk 6-8 ára sýnenda. Þau skemmtu sér öll konunglega og eru þau frábær viðbóð við glæsilegan hóp ungra og efnilegra sýnenda sem eru í kringum okkur og munu þau eflaust sjást í hringnum í framtíðinni bæði með hunda frá okkur og þeirra eigin hunda :) Þetta var einstaklega skemmtilegt framtak hjá unglingadeild HRFÍ og heppnaðist dagurinn sérstaklega vel og verður gaman að taka þátt í fleiri svona dögum hjá deildinni í framtíðinni :) |
Merkilegt nokk þá eru komin 3 ár síðan þessar elskur fæddust. Finnst eins og það hafi gerst í gær sem þau skutust í heiminn hvert af öðru.
En það var um hádegi 02.02.12 sem Reese sýndi þess merki að það væri eitthvað að fara að gerast og viti menn undir kvöldmat fóru þau að týnast í heiminn hvert af öðru. Elsku Kobbi, Johnny, Fróði, Zeta, Marley, Salma, Angara and Æsa til hamingju með daginn og eigið góðan dag með ykkar besta fólki. Mamma og við hin sendum ykkur risaknús í tilefni afmælisins :) |
Elsku besti Chase okkar varð 7 ára 15. janúar en það eru komin tæp 3 ár síðan þessi moli kom inn á heimilið hjá okkur.
Við gætum ekki hafa verið heppnari með eintak. Hann er hvers manns hugljúfi og bræðir alla sem hann hittir með góðmennsku sinni og fegurð. Hann á hóp af fallegum afkvæmum hér á Íslandi og um allan heim sem fylla hann stolti á degi hverjum. Pabbi hans fór í sýningarhringinn á afmælisdegi Chase eftir langt hlé og gerði hann sér lítið fyrir og varð BOS öldungur, tæplega ellefu ára gamall. Chase fékk aðeins meira dekur en venjulega á afmælisdaginn og fannst honum það nú ekki leiðinlegt eins kelinn og hann er þessi elska :) |
RW-14 ISCh Thornapple Seduction eða hún Reese okkar var heiðruð sem stigahæsti hundur tegundar 2014 á uppskeruhátíð Fjár- og hjarðhundadeildar sem fram fór 28. nóvember.
Reese stóð sig mjög vel á sýningum á þessu ári en hún varð íslenskur meistari í febrúar ásamt því að verða 2xBOB, 1xBOS, 1xBIG2 og 1xBIG3 ásamt því að hafa jafnframt átt besta afkvæmahóp tegundar. Við gætum ekki verið stoltari af hinni síungu drottningu okkar og erum við óendanlega þakklát þeim sem hafa staðið á bakvið okkur og tekið þátt í þessu með okkur. Reese hefur alltaf verið sýnd snilldarlega af henni Theodóru ásamt því að Karen okkar hefur aðstoðað með hana í úrslitum. |
Um siðustu helgi fór fram síðasta sýning ársins hjá HRFÍ. Sýningin var alþjóðleg og voru 40 Ástralskir fjárhundar skráðir í dóm hjá Charlotte Höier frá Danmörku.
Strákarnir voru fyrstir í hringinn og var það Bleuroyal Back To Business "Boss" sem sigraði ungliðaflokkinn með excellent og glæsilega umsögn. Víkur Harry Potter "Smári" sigraði opna flokkinn með excellent og tók þátt í keppninni um besta rakka tegundar. ISCh Víkur Bob Marley "Marley" varð annar í meistaraflokki með excellent og endaði sem þriðji besti rakki tegundar. ISCh USCh Thornapple Good To Go "Chase" varð þriðji í meistaraflokki með excellent og endaði sem fjórði besti rakki tegundar. Þá var röðin komin að mæðgunum og sigraði Víkur American Beauty "Izzy" opna flokkinn með excellent og endaði sem önnur besta tík tegundar með sitt annað Cacib og þriðja meistarastig og náði því þeim áfanga að verða íslenskur meistari aðeins 26 mánaða gömul. ISCh Thornapple Seduction "Reese" varð önnur í meistaraflokki með excellent og keppti í besta tík tegundar. Við fórum jafnfram með ræktunarhóp sem samanstóð af Marley, Smára og Izzy. Þau stóðu sig mjög vel systkinin og fengu heiðursverðlaun og voru valin besti ræktunarhópur tegundar. Þau gerðu góða sýningu þegar þau komu í stóra hringinn þar sem þau kepptu á móti stórum hópi ræktunarhópa af öllum tegundum. Systkinin höfnuðu í öðru sæti en dómari í úrslitum ræktunarhópa var Carsten Birk frá Danmörku. Við viljum þakka öllum sem tóku þátt í þessu með okkur, án ykkar væri þetta ekki hægt :) |
Þá er loksins farið að styttast í að Misty komi heim til okkar. En við sóttum hana til Belgíu helgina 19. - 22. september. Þar sem hún var í góðu yfirlæti hjá vinkonum okkar þeim Ine og Nadine.
Hún er komin í einangrun og verður þar til 23. október en þá fáum við hana loksins heim til okkar og verður það mikil gleði. Hún er algjör gullmoli og með frábært geðslag, ljúf og góð. Einangrunin gengur mjög vel og er hún að þeirra sögn alltaf svo yndisleg og ánægð :) Ine sýndi Misty á einni sýningu fyrir okkur og gekk það mjög vel en þar tók hún þátt í yngri flokki hvolpa. Hún var valinn besti hvolpur tegundar og endaði sem þriðji besti hvolpur sýningar, með heiðursverðlaun og flotta umsögn frá dómara. Misty er fædd 06.02.2014 og er að uppruna frá Króatíu frá Mangry's ræktuninni þar og ber hún ræktunarnafnið Mangry's Middle For Diddle. Foreldrar hennar eru JCH Dutch CH Northbay Vulcan No Nonsence "Nono" og BIS CH Mangry's La Bamba Mamacita "Bamba". Þó hún sé ekki gömul erum við búin að bíða eftir að fá hana heim til okkar frá því hún var mánaðar gömul, því verður kærkomið að fá hana heim :) |
Fyrir helgi settum við upp smá leikvöll fyrir hundana út á túni hjá okkur. En við fórum í Lífland og keyptum okkur hundafimitæki til að hafa enn meiri fjölbreytileika í þjálfun á hundunum okkar.
Fyrstu æfingar gengu vonum framar og skemmtu þau sér öll mjög vel og voru fljót að ná æfingunum. Nú þurfum við bara að fara að finna tíma á dagatalinu til að hafa Víkurfjölskylduhitting þar sem menn og hundar geta átt góða stund saman, hundarnir prófað nýju tækin og leikið sér saman og við síðan gætt okkur á kjötsúpu saman :) |
Ekki annað hægt að segja en að tíminn flýgur hratt því að í dag 5. september eru 2 ár siðan Reese og Chase eignuðust hvolpana sína. En samt er eins og það hafi gerst í gær.
Þau eru öll alveg einstök og búa öll á góðum heimilum þar sem dekrað er við þau. Izzy og foreldrar þeirra munu halda upp á daginn með smá leik síðan tekur bað og snyrting við fyrir sýningu á morgun. En að sjálfsögðu fá þau eitthvað gott að borða í kvöld. Endalausir kossar og knús á afmælisbörnin og eigendur þeirra í tilefni dagsins :) |
Í dag 10. ágúst á hún Reese okkar 7 ára afmæli. Þau verða ófá knúsin sem hún mun fá í dag og mun henni ekki leiðast það eins mikil kelirófa og hún er og fær klárlega steik í matinn í kvöld :)
Ótrúlegt en satt þá er hún bara búin að vera hér á landi í 3 1/2 ár en það er eins og hún hafi alltaf verið hér. Við höfum brallað ýmislegt síðan hún kom til landsins og fáum við ræktendum hennar, þeim Ellen og Amy hjá Thornapple, seint fullþakkað það traust sem þær sýndu okkur með því að senda okkur þennan gullmola yfir hafið til okkar því hún er jú upphafið af Aussie æðinu á heimilinu. Hún hefur fært okkur fallegan hóp af afkvæmum sem fóru öll á frábær heimili og stækkaði fjölskylda okkar verulega við það. Hún er í sínu besta formi þessa dagana sem sést á frábærum sýningarárangri hennar það sem af er ári. Tvisvar besti hundur tegundar (BOB) og einu sinni besti hundur af gagnstæðu kyni (BOS) og búin að lenda í öðru og þriðja sæti í tegundahóp á árinu. Hún varð íslenskur meistari eftir sýninguna í febrúar og er komin með þrjú CACIB. Okkur hlakkar til að eyða afmælisdeginum með drottningunni okkar og megi þeir verða mun fleiri í framtíðinni :) |
Á sunnudeginum fór svo fram alþjóðleg sýning í Víðidalnum og tóku þau flest aftur þátt í henni.
Víkur Harry Potter "Smári" átti aftur góðan dag en hann sigraði unghundaflokkinn, varð fimmti besti rakkinn með excellent og meistaraefni. Thornapple Good To Go "Chase" stóð sig aftur mjög vel varð annar í meistaraflokki og þriðji besti rakkinn með excellent og meistaraefni. Víkur American Beauty "Izzy" gerði enn betur á sunnudeginum en laugardeginum en hún sigraði aftur unghundaflokkinn og varð önnur besta tík tegundar með excellent og fékk jafnframt sitt fyrsta meistarastig. Thornapple Seduction "Reese" eins og dóttir sín gerði enn betur en daginn áður en hún sigraði aftur sterkan meistaraflokk, varð besta tík tegundar og besti hundur tegundar BOB með excellent, meistaraefni og fékk sitt þriðja CACIB. Í tegundahópi stóð hún sig líka frábærlega og endaði önnur þar BIG2. Víkur Bob Marley og Víkur Jennifer Hudson stóðu sig bæði mjög vel en fengu bæði very good. Marley varð annar í opnum flokki og Æsa þriðja. Viljum enn og aftur þakka öllum sýnendum, eigendum og ykkur öllum sem stóðu með okkur í þessu fyrir ykkar framlag í þessum góða árangri yfir helgina. Síðast en ekki síst viljum við þakka Sóley vinkonu okkar í Dekurdýrum sem leggur alltaf lokahönd á snyrtinguna á hundunum :) |
Laugardaginn 21. júní var haldin á félagssvæði hestamannafélagsins Fáks í Víðidal. Við áttum nokkra fulltrúa á sýningunni og gekk þeim mjög vel.
Víkur Harry Potter "Smári" stóð sig vel hann sigraði unghundaflokkinn og varð fjórði besti rakki tegundar með excellent og meistaraefni. Víkur Bob Marley "Marley" varð annar í opnum flokki með excellent og meistaraefni. Thornapple Good To Go "Chase" stóð sig jafnframt vel, sigraði meistaraflokkinn og varð þriðji besti rakki tegundar með excellent og meistarefni. Víkur American Beauty "Izzy" tók þátt í sinni fyrstu sýningu frá því í hvolpaflokki og stóð hún sig frábærlega. Sigraði unghundaflokkinn, komst áfram í úrslit um bestu tík tegundar og fékk excellent og meistaraefni. Thornapple Seduction "Reese" sýndi sig frábærlega sigraði sterkan meistaraflokk, var valin besta tík tegundar, varð BOS, með excellent og meistaraefni. Við drifum okkur líka með afkvæmahóp undan Reese þar sem voru Smári, Izzy og Marley og fékk hún heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Við áttum tvo fulltrúa til viðbótar á sýningunni þau Víkur Freddy Mercury "Fróða" og Víkur Jennifer Hudson "Æsu" og stóðu þau sig mjög vel og en þau fengu bæði very good og flotta umsögn. Við viljum þakka öllum sýnendum, eigendum og öllum þeim er studdu við bakið á okkur fyrir, þið eruð frábær :) |
Nú um helgina verður tvöföld sýningarhelgi hér á Íslandi. Á morgun laugardag verður Reykjavík Winner og síðan verður Alþjóðleg sýning á sunnudag. Í gærkvöldi fór fram keppni ungra sýnenda og áttum við okkar fulltrúa þar.
Ylfa Dögg keppti með Víkur American Beauty "Izzy" í eldri flokki og stóðu þær sig mjög vel, höfnuðu í 5 - 6 sæti. Ylfa er 15 ára og mjög efnilegur sýnandi og erum við stolt af því að hafa hana í okkar teymi. En þær Izzy hafa verið að æfa sig saman og er þetta önnur sýningin þeirra. Dómari í ungum sýnendum var Pernilla Lindström frá Svíþjóð. Innilega til hamingju elsku Ylfa, þið eru bara flottar saman :) |
Efnilegir smalarNú um páskana vorum við í sveitinni og notuðum tækifærið og skruppum í heimsókn í Fljótshlíðina, nánar tiltekið í Eyvindarmúla, til vina okkar þeirra Kidda og Birnu. En þau reka þar fjárbú, stunda hrossarækt og eru með hestaferðir á sumrin.
Þau eiga hann Víkur Freddy Mercury "Fróða" og ásamt nokkrum Border Collie hundum sem eru öll mjög góðir smalahundar. Ekki var hægt annað fyrst við vorum komin en að setja nokkrar kindur út á tún og leyfa Izzy og Marley að spreyta sig í fyrsta sinn með fé. Það gekk vonum framar og var mjög ríkt smalaeðli í þeim báðum og vorum við mjög ánægð með það. Nú er bara að fara heim og æfa sig í nokkrum lykilatriðum og fara svo aftur til þeirra og halda áfram þar sem frá var horfið :) |
Vinirnir Chase og Bertha LívNúna í byrjun apríl stóð Unglingadeild HRFÍ fyrir æfingasýningu fyrir unga sýnendur. Þar var keppt í yngri og eldri flokki en jafnframt var settur á nýr flokkur barna 5 - 8 ára og voru viðurkenningar veittar fyrir þátttöku í þeim flokki en ekki raðað í sæti.
Hann Chase okkar fór með Berthu Liv vinkonu sinni og stóðu þau sig alveg hreint frábærlega. Bertha Lív verður 5 ára seinna á árinu og var því með yngstu keppendum í flokknum en með einna stærsta hundinn :) Skemmtileg nýjung hjá unglingadeildinni og gott tækifæri fyrir þau allra yngstu að æfa sig fyrir framtíðina :) |
Frábær sýningarhelgi að bakiNú um helgina var fyrsta HRFÍ sýning ársins og var það alþjóðleg sýning. Við áttum góðu gengi að fagna og erum bókstaflega í skýjunum yfir árangrinum. Dómari í tegund og tegundahópi var Benny Blid von Schedvin og dómari í úrslitum afkvæmahóps var Francesco Cochetti.
Hæst ber að nefna ættmóðurina, Thornapple Seduction "Reese" en hún kom sá og sigraði á sýningunni, sýnd eins og áður af Theodóru. Hún kom fram í opnum flokki og sigraði hann og gerði sér svo lítið fyrir og sigraði tíkurnar og fékk sitt annað CACIB og þriðja Íslandsmeistarastig og er því orðin íslenskur meistari. En hún lét ekki þar við liggja og var valinn besti hundur tegundar, BOB, og tók þátt í tegundahópi og varð í þriðja sæti þar, BIG3. Ekkert smá glæsilegur árangur hjá drottningunni okkar. Strákarnir stóðu sig líka allir frábærlega. Víkur Freddy Mercury "Fróði", fékk excellent og hafnaði í þriðja sæti í opnum flokki en hann var sýndur af Ernu Sigríði. Víkur Harry Potter "Smári" og Karen Ósk gerðu góða hluti í ungliðaflokki, sigruðu hann og höfnuðu í fjórða sæti í keppni um besta rakka tegundar, með excellent og meistaraefni. Víkur Bob Marley "Marley" og Theodóra stóðu sig vel í opnum flokki höfnuðu í öðru sæti þar og svo tók Erna Sigríður við honum í keppninni um besta rakkann og höfnuðu þau í þriðja sæti, með excellent og meistaraefni. Thornapple Good To Go "Chase", sýndur af Theodóru, átti frábæran dag sigraði meistaraflokk og gerði sér lítið fyrir og var valinn besti rakki tegundar og fór því í keppni um besta hund tegundar á móti henni Reese okkar og endaði sem BOS. Hann fékk excellent, meistaraefni og sitt þriðja CACIB. Reese (sýnd af Theodóru) fór með strákana sína þrjá þá Víkur Harry Potter (sýndur af Kareni Ósk), Víkur Bob Marley (sýndur af Ernu/Gauju) og Víkur Freddy Mercury (sýndur af Thelmu/Ernu) í afkvæmahóp og voru þau valin besti afkvæmahópur tegundar og fengu heiðursverðlaun. Þau stóðu sig frábærlega á rauðadreglinum í keppni um besta afkvæmahóp sýningar og höfnuðu í þriðja sæti þar BIS3. Víkur American Beauty "Izzy" tók þátt í keppni ungra sýnenda með nýjum sýnanda henni Ylfu Dögg og stóðu þær sig frábærlega en þær höfnuðu í 5-6 sæti í mjög harðri keppni. Þetta var í fyrsta sinn sem Ylfa sýnir Aussie og er ekki annað að sjá en þær eigi framtíðina fyrir sér saman þær Ylfa og Izzy. Glæsilegt par á ferðinni þarna. Ekki annað hægt en að gleðjast yfir þessum frábæra árangri en hann hefði aldrei náðst ef við værum ekki með góðan hóp af fólki í kringum okkur og fá þau miklar þakkir fyrir. Sóley okkar hjá Dekurdýrum sér um að snyrta þau fyrir sýningar. Elsku bestu sýnendurnir okkar þær Theodóra, Karen Ósk, Erna Sigríður, Rannveig Gauja, Ylfa Dögg og Thelma sem stökk í fyrsta sinn í hringinn um helgina, við getum ekki þakkað ykkur nóg fyrir ykkar þátt í þessu og svo að sjálfsögðu eigendur þeirra Smára, Fróða og allra hinna sem voru heima. Fyrir að taka þátt í þessu með okkur. Þið eruð öll alveg frábær :) |
Stjörnurnar eiga afmæliÍ dag 2. febrúar eru 2 ár síðan Reese fór að sýna merki þess að fyrstu afkvæmi hennar væru á leið í heiminn. Undir kvöldmat fóru þau að týnast í heiminn hvert af öðru og um miðnætti voru 8 hvolpar búnir að líta dagsins ljós. Ótrúlegt að það séu komin tvö ár síðan, merkilegt hvað tíminn flýgur hratt áfram.
En þrátt fyrir að það séu tvö ár liðin síðan þessar elskur komu í heiminn hittum við þau öll reglulega. Þau búa öll hjá frábæru fólki og er gott að vita af þeim á góðum heimilum. Þau verða eflaust öll dekruð vel í dag. Elsku Kobbi, Johnny, Fróði, Zeta, Salma, Angara og Æsa risaafmælisknús á ykkur öll frá mömmu, Marley og okkur hinum :) |
Stigahæsti hundur tegundar 2013Erum svo stolt af honum Marley okkar en í kvöld var Uppskeruhátíð fjár- og hjarðhundadeildar og var hann heiðraður sem stigahæsti hundur tegundar árið 2013.
Marley stóð sig mjög vel á síðasta ári en hann varð einu sinni BOB, tvisvar BOS og besti ungliði deildarsýningar Fjár- og hjarðhundadeildar ásamt því að vera búinn að fá 5 Íslandsmeistarastig og 2 CACIB og ekki orðinn tveggja ára þessi elska en hann verður ekki tveggja ára fyrr en núna í febrúar. Gætum ekki verið stoltari af honum og erum ótrúlega þakklát öllum þeim sem hafa staðið á bakvið okkur og meðeiganda okkar henni Theodóru fyrir allt sem hún hefur gert fyrir okkur. Eins viljum við þakka Sóleyju okkar í Dekurdýrum fyrir hennar að vera eins yndisleg og hún er og þeim stöllum Ernu Sigríði og Rannveigu Gauju fyrir að vera alltaf boðnar og búnar til að hjálpa okkur og ykkur öllum fyrir að vera eins yndisleg og þið eruð :) |
Hundabaðherbergið tilbúiðNú um helgina voru blöndunartækin tengd í hundabaðaðstöðunni á framtíðar-heimili okkar í Mosfellsdalnum og var hún að sjálfsögðu prufukeyrð í leiðinni.
Enn eru nokkur smáatriði eftir en allt gekk ljómandi vel og eigum við eftir að eiga margar góðar stundir þar í framtíðinni. Marley var fyrstur til að prófa baðið og síðan fékk Chase að prófa. Stelpurnar ætla svo að skella sér í bað á morgun og aldrei að vita nema það verði einhverjir gestir með okkur í för :) |
Nóvembersýning HRFÍHelgina 15. - 17. nóvember fór fram alþjóðleg hundasýning á vegum HRFÍ. Eins og áður var sýningin haldin í Klettagörðum. Nokkrir fulltrúar frá okkur voru skráðir til leiks og stóðu þeir sig allir ljómandi vel.
Víkur Harry Potter "Smári" og Karen Ósk tóku þátt í ungliðaflokki og sigruðu hann, fengu excellent, meistaraefni og áframhaldandi keppnisrétt í keppni um besta rakkann þar sem þau stóðu sig vel. Víkur Freddy Mercury "Fróði" ásamt eiganda sínum Birnu mætti á sína fyrst keppni og stóðu þau sig mjög vel. Fróði hlaut excellent og annað sæti í unghundaflokki. Víkur Bob Marley "Marley" og Theodóra tóku þátt í unghundaflokki þar hlaut hann excellent, meistaraefni og sigraði hann flokkinn. Í keppni um besta rakkann tók Erna Sigríður við og sigruðu það keppni um besta rakkann og hlaut Marley sitt fimmta meistarastig og annað CACIB. Í keppni um besta hund tegundar tók Theodóra aftur við og urðu þau BOS. Thornapple Good To Go "Chase" og Theodóra mættu í meistaraflokk og sigruðu hann með glæsibrag og enduðu svo í þriðja sæti í keppni um besta rakkann. Thornapple Seduction "Reese" og Theodóra kepptu í opnum flokki og höfnuðu í þriðja sæti í flokknum með excellent og meistaraefni. Í keppni um bestu tík tegundar tók Karen Ósk við Reese og gekk þeim vel og höfnuðu í fjórða sæti. Við sýndum svo afkvæmahóp með Reese og gekk þeim mjög vel. Með henni voru þeir Smári, Fróði og Marley. Hópurinn fékk mjög flotta umsögn, heiðursverðlaun og var valinn besti afkvæmahópur tegundar. Það er ekki hægt að vera annað en ánægður með árangurinn á sýningunni og erum við eins og alltaf þakklát þeim sem tóku þátt í þessu með okkur og hvöttu okkur áfram eigendum, sýnendum og svo áhorfendum og að sjálfsögðu fá Sóley og stelpurnar í Dekurdýrum stórt knús frá okkur og síðast en ekki síst hann Valli sem var með allt á hreinu á hliðarlínunni :) |
Sigur í ungum sýnendumNú um helgina er Alþjóðleg sýning HRFÍ, nóvembersýning 2013. Keppni hófst í gærkvöldi með ungum sýnendum og áttum við okkar fulltrúa þar.
Theodóra var að keppa í síðasta sinn sem ungur sýnandi og ákvað hún að fara með Reese í keppnina. Þeim gekk heldur betur vel vinkonunum og stóðu uppi sem sigurvegarar í lok kvölds. Sigurinn var tvöfaldur því með sigrinum skaust Thedóra upp í efsta sæti í stigakeppni ungra sýnenda og er því stigahæsti ungi sýnandinn árið 2013. Frábært að enda keppni í ungum sýnendum svona. Hún tryggði sér sæti í landsliðinu sem keppir á Norðurlandamóti og jafnframt verður hún fulltrúi Íslands á Crufts 2013. Frábær árangur þar og erum við einstaklega stolt af henni :) |
Fyrirsætur á fyrirlestriMánudaginn 9. september fór fram fyrirlestur á vegum HRFÍ í Gerðubergi. Fyrirlesarinn var Frank Kane, dómari frá Bretlandi, og var efnið bygging og hreyfing hunda (Conformation and movement).
Fyrirlesturinn var vel sóttur og kom margt fróðlegt þar fram. Marley og Chase nutu þess heiðurs að fá að vera fyrirsætur á fyrirlestrinum. Marley á þeim fyrri sem var fyrir dómaranema á vegum HRFÍ og Chase á þeim seinni sem var opinn almenningi. Prinsarnir stóðu sig báðir mjög vel í fyrirsætustarfinu og voru meðfylgjandi myndir teknar af Chase á seinni fyrirlestrinum :) |
Tóm hamingjaHelgina 7. og 8. september fór fram alþjóðleg hundasýning á vegum HRFÍ. Víð áttum fimm glæsta fulltrúa á sýningunni sem stóðu sig allir með sóma. Dómari tegundar var Svein Helgesen frá Noregi.
Fyrstur í hringinn var Víkur Harry Potter "Smári" með sýnanda sínum Kareni Ósk. Þeim gekk ljómandi vel Smári fékk excellent og sigraði ungliðaflokkinn. Þá var röðin komin að Víkur Bob Marley "Marley" og Theodóru. Þau stóðu sig með sóma og hlutu excellent og sigruðu unghundaflokkinn, fóru í keppni um besta rakkann og sigruðu það eftir harða baráttu við Chase, gaman að því. En snillingurinn hún Rannveig Gauja hljóp í skarðið fyrir Theodóru og sýndi hann í keppninni um besta rakkann. Marley varð BOS, hlaut sitt fjórða Íslandsmeistarastig og sitt fyrsta CACIB. Því næst var komið að Thornapple Good To Go "Chase" og Theodóru hann stóð sig líka vel hlaut Excellent, sigraði meistaraflokk, varð annar besti rakkinn innan tegundar og hlaut vara CACIB. Frábær árangur hjá honum og ekki var dónalegt að eiga tvo bestu rakkana og var sérstaklega gaman hvað dómarinn átti erfitt með að velja á milli þeirra tveggja. Þá var röðin komin að prinsessunum og fyrst í hring þar var Víkur Catherine Zeta Jones "Zeta" og Jónínu Sif. Hún fékk einnig excellent, varð önnur besta tíkin í unghundaflokki, var meistaraefni og tók þátt í keppni um bestu tíkina. Síðust í hring frá okkur var drottningin á heimilinu Thornapple Seductin "Reese" og Theodóra. Hún sýndi að hún hafði engu gleymt frá því fyrir hvolpa og hlaut hún excellent eins og allir okkar hundar, sigraði opna flokkinn, meistaraefni, fékk vara CACIB og varð þriðja besta tík tegundar. Reese fór svo aftur í hringinn með þremur afkvæmum sínum þeim Marley og Zetu sem eru 19 mánaða og Smára sem er 12 mánaða. Þar var Reese sýnd frábærlega af Ernu Sigríði. Þau stóðu sig öll alveg hreint frábærlega fengu heiðursverðlaun, frábæra umsögn og kepptu um besta afkvæmahóp dagsins og enduðu í fjórða sæti þar. Erum svo stolt af þeim :) Ekki annað hægt að segja en við höfum farið heim svífandi um á bleiku skýi. Við viljum þakka öllum sem komu að þessum degi með okkur fyrir sinn hlut eigendum, sýndendum, áhorfendum og Sóleyju og skvísunum í Dekurdýrum sem snyrtu allt gengið :) |
Ég fer í fríiðÍ síðustu viku var loksins komið að því að fara í nokkurra daga frí. En við erum búin að vera á leiðinni í viku frí út úr bænum í allt sumar.
Ferðinni var heitið norður í Öxarfjörð að njóta lífsins í fallegri íslenskri náttúru. Fara í göngutúra með hundana, veiða, tína ber og sveppi, slappa af og njóta allra gersemanna sem svæðið hefur upp á að bjóða. Hér til hliðar eru nokkrar myndir úr ferðinni en hundarnir nutu þess að fara á nýjar slóðir :) |
Sól á sunnudegiVið fengum sól og blíðu hér í borginni í gær. Sólardagarnir hafa víst ekki verið margir hér á Suðvesturhorninu í sumar því var því ekki annað í boði en að nýta daginn vel.
Við fórum í góðan göngutúr með vinkonu okkar Kristínu Höllu og Fróða hennar en Fróði er írskur úlfundur sem hún flutti inn nú í vetur. Seinni partinn fórum við svo og leyfðum hundunum að svamla og leika sér í vatni og fengum við góða aðstoðarmenn með okkur í það. Þeim leiddist það nú ekki að fá að busla í smá tíma :) |
Snyrtistofa í garðinumÁ þriðjudaginn fengum við smá sól og þurran dag hér í borginni. Við gripum tækifærið og tókum okkur til og settum upp hundasnyrtistofu á pallinum hjá okkur.
Allir fengu bað, blástur og smá snyrtingu og að lokum voru teknar myndir af öllu genginu út í garði. Myndirnar hér til hliðar voru teknar á snyrtistofunni :) |
|
Tveir flottirMarley finnst alltaf jafn gaman að leika sér. Hann er stundum pantaður með sem aðstoðar barnapía og finnst honum það bara gaman. Það er ýmislegt brallað í þeim ferðum t.d. gönguferðir, boltaleikir, eltingaleikur eða bara sófakúr.
Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá hann og Arnór Gunnar tæplega 3ja ára gamlan vin hans leika sér saman :) |
|
Gott gengi á Reykjavík WinnerUm síðustu helgi fór fram maísýning HRFÍ eða Reykjavík Winner eins og hún heitir. Við áttum fjóra fulltrúa á sýningunni sem stóðu sig allir með sóma.
Theodóra byrjaði á að fara með Víkur Bob Marley "Marley" í unga sýnendur á föstudagskvöldinu og höfnuðu þau í 2 sæti. Karen Ósk sýndi Víkur Harry Potter "Smára" með góðum árangri og urðu þau í öðru sæti í hvolpaflokki 6 - 9 mánaða, fengu mjög flotta umsögn og heiðursverðlaun. Hilda Björk sýndi Víkur Johnny Engilsh "Tý" einnig með góðum árangri og sigruðu þau hvolpaflokk 6 - 9 mánaða, fengu mjög flotta umsögn, heiðursverðlaun og urðu BOS. Theodóra sýndi Víkur American Beauty "Izzy" í hvolpaflokki 6 - 9 mánaða. Hún fékk mjög flotta umsökn og heiðursverðlaun. Hún var valin besti hvolpur tegundar, BOB, og endaði svo í 4 sæti í besti hvolpur sýningar í flokki 6 - 9 mánaða hvolpa, BPIS4. Marley stóð sig vel eins og áður en hann varð annar besti rakki innan tegundar og fékk sitt þriðja Íslandsmeistarastig. Frábær árangur hjá honum þar sem hann er eingöngu 15 mánaða gamall. Samkvæmt reglum HRFÍ þarf hundur að fá þrjú meistarastig til að teljast íslenskur meistari en a.m.k. eitt þeirra þarf hundurinn að fá eftir 24 mánaða aldur þannig að Marley mun í fyrsta lagi fá nafnbótina íslenskur meistari eftir febrúarsýninguna á næsta ári þegar hann hefur náð tilskildum aldri. |
Reykjavík Winner um næstu helgiUm næstu helgi fer fram maísýning HRFÍ eða Reykjavík Winner hundasýning. Við munum eiga nokkra fulltrúa á sýningunni og verður gaman að fylgjast með þeim keppa í hringnum.
Theodóra mun sýna Marley og Izzy eins og áður. Smári & Karen og Týr & Hilda munu einnig taka þátt í sýningunni og svo er aldrei að vita hvort fleiri séu skráðir. Aussie er á dagskrá á laugardaginn kl 11:52 en Marley og Theodóra keppa í ungum sýnendum á föstudagskvöldið. |
Gott gengi á deildarsýninguNú um helgina var haldin deildarsýning hjá Fjár- og hjarðhundadeild HRFÍ. Við áttum nokkra fulltrúa þar og stóðu þeir sig allir með prýði. Dómari var Jeff Luscott frá Bretlandi.
Fyrstir í hringinn voru þrír rakkar úr okkar ræktun sem kepptu í hvolpaflokki 6 - mánaða og var það Víkur Johnny English "Týr" sýndur af Hildu Björk sem bar sigur úr býtum. Eftir það var röðin komin að skvísunum og voru þær tvær og þar sigraði Víkur American Beauty "Izzy" sýnd af Theodóru. Því var komið að að Tý og Izzy að keppa um það hvort yrði besti hvolpur innan tegundar og var það Týr sem sigraði og vann sér þátttökurétt í besti hvolpur sýningar og hafnaði hann í öðru sæti þar. Frábær árangur hjá þessum bráðefnilega rakka. Þá var röðin komin að Víkur Bob Marley "Marley" sem tók þátt í ungliðaflokki og sigraði hann þar og hafnaði hann svo í þriðja sæti í keppni um besti rakki innan tegundar. Seinna um daginn keppti hann svo um titilinn besti ungliði sýningar og báru þau Theodóra sigur úr býtum þar. Tvær systur Marley kepptu einnig í ungliðaflokki og stóðu þær sig vel. En þar var það Víkur Catherine Zeta Jones "Zeta" sýnd af Jónínu Sif sem sigraði flokkinn með glæsibrag. Þau Marley, Zeta og Víkur Jennifer Hudson "Æsa" fylgdu föður sínum Heimsenda Ösku Íllum "Þengli" í afkvæmahóp og hlutu þau heiðursverðlaun og annað sæti í afkvæmahópum á sýningunni. Við viljum nota tækifærið og þakka öllum þeim sem komu að þessum frábæra árangri fyrir sitt framlag og að taka þátt í deginum með okkur :) |
Aussie ganga á Föstudaginn langaÞað er hefð hjá eigendum Aussie að fara í Páskagöngu saman á Föstudaginn langa. Þá leggja allir leið sína að Litla-Hálsi í Grafningi þar sem þau hjónin Gréta Björg Erlendsdóttir og Hannes Ingólfsson búa.
Farið er í lausagöngu með hundana í nágrenninu og er bara gaman að fylgjast með þeim öllum leika sér saman. Að göngu lokinni er kaffihlaðborð þar sem allir sameinast með að koma með gersemar og því næst er páskahappdrætti með alls konar vinningum bæði fyrir menn og hunda. Dagurinn var í alla staði yndislegur og gaman að sjá hve margir menn og hundar mættu á svæðið. Ekki skemmdu höfðinglegar móttökur hjá Grétu og Hannesi því það er hægara sagt en gert að taka á móti svona stórum hópi af mönnum og hundum :) Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá þessum skemmtilega degi. |
Gott gengi á febrúarsýninguUm liðna helgi fór fram Alþjóðleg hundasýning á vegum HRFÍ. Við áttum nokkra fulltrúa á svæðinu og stóðu þeir sig allir með sóma og áttu góðu gengi að fagna á sýningunni.
Sýningin hófst með keppni ungra sýnenda á föstudagskvöldi og þar mættu Theodóra og Marley til leiks. Þeim gekk ljómandi vel og höfnuðu þau í öðru sæti. Á sunnudagsmorgni var svo komið að Aussie á sýningunni. Þar stigu hvolparnir undan Reese og Chase fyrstir á svið og stóðu þau sig öll ljómandi vel. Fengu öll frábæra umsögn frá dómaranum, Ninu Karlsdotter frá Svíþjóð. Víkur Harry Potter "Smári" var valinn besti rakkinn sýndur af Kareni Ósk og Víkur American Beauty "Izzy" sýnd af Theodóru besta tíkin og þegar var komið að því að velja milli þeirra var það Smári sem hafði vinninginn. Næst var röðin komin að Víkur Bob Marley "Marley". Theodóra sýndi hann frábærlega og hlaut hann fyrir það efsta sætið í ungliðaflokki og þátttöku í vali á besta rakka tegundar. Þá var röðin komin að Thornapple Good To Go "Chase" en hann var sýndur af Kathleen Roosens frá Belgíu. Þau stóðu sig frábærlega og unnu meistaraflokkinn og fóru áfram í val á besta rakka tegundar. Í keppninni um besta rakka tegundar stóðu strákarnir okkar sig frábærlega. Marley var valinn besti rakkinn og Chase varð þriðji besti rakkinn. Marley hlaut sitt fyrsta íslenska meistarastig og Chase hlaut sitt annað CACIB. Frábær árangur hjá Theodóru og Kathleen. Því næst var komið að Marley að keppa um besta hund tegundar og okkur til mikillar ánægju vann hann það og varð því BOB og hlaut keppnisrétt um besta hund í tegundahóp 1. Þar stóðu þau Theodóra sig frábærlega og höfnuðu í 2 sæti. Við viljum þakka öllum þeim sem komu að þessum frábæra árangri fyrir sitt framlag og að taka þátt í deginum með okkur :) |
Sterkur svipur með feðgumNú eru hvolparnir undan Reese og Chase orðnir 5 1/2 mánaðar gamlir og hafa þau stækkað hratt undan farnar vikur og mánuði.
Gaman að sjá hvað þau líkjast foreldrum sínum meir og meir eftir því sem þau þroskast. Sum eru blönduð en önnur eru alveg eins og mamma eða alveg eins og pabbi. Smári virðist ætla að verða alveg eins og pabbi sinn. Hér til hliðar er mynd af Chase frá því hann var lítill og ein af Smára sem var tekin á dögunum. |
Systkinahittingur í janúarNúna í janúar vorum við aftur með systkinahitting og sýningarþjálfun fyrir þá sem vildu. Eins og í desember þá hittumst við í Gæludýr.is, Korputorgi.
Mjög góð mæting var í yngri deildinni en því miður komust ekki margir af eldri kynslóðinni. Það er alltaf jafn gaman að fylgjast með þessu elskum þegar þau hitta hvert annað. Þegar þau voru búin að fá að leika sér saman í góðan tíma voru þau tekin og stillt upp uppi á borði, niðri á gólfi og svo var hlaupið létt með þau í taumi. En stefnt er með meiri hlutann af þeim sem komu á næstu sýningu hjá HRFÍ. Verður gaman að fylgjast með þeim þar :) Búið er að setja nokkrar myndir frá hittingnum undir Myndir - Janúar 2013 |
Systkinahittingur í desemberViku fyrir jól vorum við með systkinahitting og sýningarþjálfun fyrir þá sem vildu í salnum hjá Gæludýr.is, Korputorgi.
Þá gafst öllum sem hafa fengið hvolp hjá okkur kostur á að koma og hitta aðra eigendur og þeir sem vildu fengu aðstoð við sýningarþjálfun hjá Theodóru. Gaman var að sjá hve margir sáu sér fært að koma þrátt fyrir að þetta væri kortér í jól. Fór vel á með systkinunum bæði stórum og smáum en þarna voru saman komnir nokkrir hvolpar úr báðum gotum. Gaman var að sjá litlu gormana hittast aftur en þau elstu hafa mörg hver ekki séð hvert annað síðan þau voru 8 vikna. Við verðum með annan svona hitting 19. janúar og þá mun Theodóra fara nánar inn á helstu atriði varðandi sýningar fyrir þá sem vilja. |
|
Gaman að leika sérNú eru litlu skinnin orðin tæplega fimm vikna. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Það er eins og þau hafi fæðst í gær.
Þau eru farin að leika sér heilan helling á milli svefns og mála og er bara gaman að fylgjast með þeim uppgötva lífið og tilveruna. Þeim finnst mjög gaman þegar Marley, stóri bróðir, kíkir í heimsókn og eru þau öll mjög forvitin að skoða hver þetta er. Eins ef pabbi, Chase, kíkir inn til þeirra. Þeim finnst þeir mjög spennandi. Videoið hér við hliðina á er sett saman úr upptökum frá því í gær og i dag mánudag. |