C.I.B. ISVetCh ISCh NLM RW-18-21 ISVW-22 Víkur American Beauty "Izzy" var í gær heiðruð sem stigahæsti öldungur Fjár- og hjarðhundadeildar 2022. Hún átti góðu gengi að fagna á sýningum ársins. Hún tók þátt í öllum sex sýningum ársins, varð besti öldungur tegundar á þeim öllum ásamt því að hafa hafnað í sæti í keppni um besta öldung sýningar á þremur sýningum. Þessi einstaki og sýningarglaði gullmoli hljóp sinn síðasta sýningarhring á Winter Wonderland sýningu HRFÍ í lok nóvember og er ekki hægt að segja annað en að hún hafi endað tæplega 10 ára sýningarferil sinn með glæsibrag. En hún hafnaði í 2 sæti af 25 í keppni um bestu tík tegundar, varð BESTI ÖLDUNGUR tegundar og náði sér í nýja nafnbót Island Veteran Winner 2022. Hún var jafnframt heiðruð í lok sýningar sem 4 stigahæsti öldungur HRFÍ 2022. Með þessum glæsilega árangri sínum á árinu fetar hún í fótspor foreldra sinna en þau urðu bæði stigahæstu öldungar ársins á meðan þau voru í hringnum. Við erum ákaflega stolt af þessari drottningu okkar og árangri hennar á árinu sem og undanfarin ár. Þessum glæsilega árangri væri að sjálfsögðu ekki náð án aðstoðar snillinganna okkar þeirra Gauju og Theodóru sem eiga heiðurinn að því að sýna hana í gegnum árin ásamt því að Theodóra hefur snyrt hana á móti mér. Takk elsku þið!
1 Comment
Erum með unga tík í leit að nýju heimili. Hún er lífsglöð, ljúf, vön börnum, góð með öðrum hundum, efnileg í hlýðni en fyrst og fremst frábær félagi í útivist og heimavið.
Aussie er kraftmikill og greindur hundur sem getur orðið mjög háður eiganda sínum. Sumir Aussie eru vinalegir við alla, en tegundin er hinsvegar oft gjörn á að vera hlédræg og vör um sig við ókunnuga. Ástralski fjárhundurinn er samvinnufús og áhugasamur að læra og því getur öll þjálfun verið mjög skemmtileg fyrir bæði hund og eiganda. Allar nánari upplýsingar á [email protected] Karma (Víkur Red Ruby) varð 2ja ára í lok febrúar og í tilefni að því fór hún í augnskoðun og mjaðma- og olnbogamyndatöku. Þær niðurstöður komu allar vel út en hún fékk athugasemdalaust augnvottorð, mjaðmirnar á henni eru A2 (OFA Good) og olnbogarnir eru A (OFA Normal). Áður höfðum við sent inn DNA sýni af henni og er hún með hreinan DNA panel fyrir helstu sjúkdómum innan tegundar. |
Archives
May 2024
|