Gimsteinarnir urðu 7 vikna í gær og skelltu sér því í myndatöku í dag í tilefni þess.
Umhverfisþjálfun heldur áfram á fullu og fóru þau m.a. í sína fyrstu bílferð í vikunni og ekki hægt að segja annað en þau hafi massað það. Heyrðist smá væl í smástund fyrst en svo var það búið og heyrðist ekki meira í þeim eftir það og lágu þau öll sofandi í búrinu þegar heim var komið. Þau hafa verið dugleg að vera úti að leika sér í vikunni og er svo gaman að sitja með þeim út á palli og fylgjast með þeim þroskast í leik og umgengni við hvert annað. Erum með fullt af dóti fyrir þau út á palli og gaman að sjá hvað þau eru dugleg að leika sér við hinar ýmsu þrautir. Myndirnar af þeim eru í fæðingarröð eins og alltaf í vikulegum myndatökum. Takk elsku Theodóra og Andrea fyrir hjálpina og samveruna <3
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|