Í dag fagna Karma og systkini hennar úr Gimsteinagotinu 3ja ára afmælinu sínu. Þau systkinin eru sex, fjórar tíkur og tveir rakkar.
Við erum það heppin að við hittum þau flest reglulega en þau búa öll hjá dásamlegum fjölskyldum þar sem þau eru elskuð til tunglsins og til baka. En Karma býr hjá okkur og varð mamma í desember þegar hún eignaðist 5 gullmola í Víkingagotinu. Hún stóð sig frábærlega í því hlutverki og að öðrum tíkum hjá okkur ólöstuðum er hún mesta mamma sem við höfum átt. Elsku Lúna, Viggó, Manni, Sunna og Katla til hamingju með daginn ykkar og ég veit að þið hafið fengið eitthvað gott að borða í tilefni dagsins. Karma systir ykkar, mamma ykkar, pabbi ykkar og við hin sendum ykkur öllum risa knús í tilefni dagsins.
0 Comments
Í dag fagnar Melody 8 ára afmælinu sínu og er því formlega orðin öldungur sem er alveg hreint ótrúlegt því það virkar svo stutt síðan hún kom til okkar. Hún er fædd í Frakklandi en kom hingað til lands þegar hún var orðin 7 mánaða gömul. Við fáum Alyson ræktanda hennar seint þakkað fyrir að hafa sent okkur þetta fallega fiðrildi. Út frá henni höfum við ræktað tvö got en hún er mamma Draumagotsins og amma Súkkulaðigotsins hjá okkur. Melody ætlar að skella sér í bað í tilefni dagsins og að sjálfsögðu verður hún dekruð í dag eins og alla daga og eitthvað extra gott sett á diskinn hennar í kvöld. Til hamingju með daginn elsku besta Melody okkar <3 Í dag eru 12 ár síðan fyrsta gotið í okkar ræktun fæddist, Stjörnugotið. 8 heilbrigðir gullmolar, 4 rakkar og 4 tíkur, undan Reese (ISCH ISVetCH RW-14 Thornapple Seduction) og Þengli (Heimsenda Ösku Illur).
Marley (CIB ISCH Saarland Sieger 2017 Víkur Bob Marley) áttum við með Theodóru vinkonu okkar og bjó hann hjá henni og brölluðu þau ýmislegt saman eins og að flytja til Þýskalands í 2 ár. Systkini hans fengu öll alveg yndisleg heimili þar sem þau voru dekruð út í eitt og upplifðu endalaus ævintýri með sínu besta fólki. Þau fengu því miður mis mikinn tíma með okkur en elsku Kobbi og Salma til hamingju með daginn ykkar og eigið góðan dag með ykkar besta fólki. Við kveikjum á kerti fyrir Johnny, Æsu, Fróða, Zetu, Marley og Angöru sem munu án efa eiga góðan dag í draumalandinu með foreldrum ykkar, yngri systkinum og frændsystkinum. Kossar og knús á ykkur öll 😘❤️🐾 |
Archives
May 2024
|