Um páskana fæddust 7 heilbrigðir hvolpar hér í Mosfellsdalnum undan Melody og Ben, 5 tíkur og 2 rakkar. Fæðingin gekk einstaklega vel en fyrsta gullið kom í heiminn klukkan hálf tíu á laugardagskvöldi og einum og hálfum klukkutíma seinna voru þau orðin sjö. Móðir og börnum heilsast mjög vel og stendur Melody sig einstaklega vel í móðurhlutverkinu.
Foreldrarnir eru þau ISCH Melody Time de la Vallée d'Eska "Melody", franska prinsessan okkar, sem kom til Íslands í september 2016 og CIB ISCH RW-15 RW-18 Bayshore Stonehaven Iceland Here I Come "Ben" sem kom til landsins 2014 frá Bandaríkjunum en er búsettur á Egilsstöðum. Nánari upplýsingar um Melody og Ben má finna hér. Hvolparnir afhendast allir með ættbók frá HRFÍ, örmerktir, bólusettir 8 vikna, ormahreinsaðir, MDR1 testaðir, tryggð fyrsta árið ásamt skemmtilegum hvolpaglaðningi frá Petmark :)
Allar nánari upplýsingar um gotið er hægt að fá í gegnum netfangið [email protected] eða í síma 894 6611.
Víkur I Have A Dream "Mía" - IS26389/19
Fyrst í heiminn var blá prinsessa með heilt skott.
Hún hefur fengið nafnið Mía hjá nýjum eigendum og er hennar framtíðarheimili í Reykjavík.
Víkur It All Starts With A Dream "Esja" - IS26390/19
Næst kom í heiminn svört prinsessa með heilt skott.
Hennar heimili er í Mosfellsbæ og hefur hún fengið nafnið Esja hjá nýjum eigendum.
Víkur Never Stop Dreamin' "Gosi" - IS26391/19
Þá var röðin komin að fyrsta stráknum en þriðji hvolpurinn sem fæddist var blár rakki með heilt skott.
Hann hefur fengið nafnið Gosi hjá nýjum eigendum en hans heimili er á Sauðárkróki.
ISCH RW-23 Víkur Dreams Do Come True "Hekla" - IS26392/19
Fjórði hvolpurinn í röðinni var þriðja prinsessan. Blá með stutt skott.
Hún hefur hlotið nafnið Hekla og ætlar að búa hér heima hjá okkur.
ISCH Víkur Dreaming Is Believing "Kvika" - IS26393/19
Og enn bættust við prinsessur en sú fjórða er rauð með stutt skott.
Hún hefur hlotið nafnið Kvika og ætlar að búa hér heima hjá okkur að svo stöddu.
Víkur Dream Catcher "Stormur" - IS26394/19
Sjötti hvolpurinn varð jafnframt annar rakkinn, svartur prins með heilt skott.
Hann hefur hlotið nafnið Stormur og er heimili hans í Breiðholtinu.
Víkur Follow Your Dreams "Kolka" - IS26395/19
Sjöundi og síðasti hvolpurinn í heiminn var fimmta tíkin, rauð prinsessa með heilt skott.
Hún hefur fengið nafnið Kolka hjá nýjum eigendum en hennar heimili er í Svarfaðardal.