Að morgni 27. apríl kom fyrsti gullmolinn í heiminn undan þeim Sofie og Fayro hér í Mosfellsdalnum og þremur tímum seinna voru þau öll komin í heiminn. Alls fæddust 5 hvolpar en einn var því miður andvana fæddur. En 2 tíkur og 2 rakkar litu dagsins ljós. Þau eru öll mjög sterkbyggð, hraust og þrífast vel og Sofie stendur sig eins og herforingi í móðurhlutverkinu eins og áður.
Foreldrar hvolpanna eru þau Northern Black Pearl De La Vallée d'Eska "Sofie" sem er 4 ára og er búin að vera hér hjá okkur síðan sumarið 2018 og CH Bayouland's Hot N Mangry "Fayro" sem kom upphaflega til okkar í heimsókn frá Króatíu sumarið 2020 en hefur nú ákveðið að búa áfram hjá okkur, okkur til mikillar ánægju. Þetta er annað got Fayro og Sofie, en þau eignuðust Gimsteinagotið saman í fyrra og erum við ákaflega ánægð með einstaklingana úr því goti og mjög spennt fyrir þessum. Nánari upplýsingar um Sofie og Fayro má finna hér.
Hvolparnir afhendast við 9 vikna aldur með ættbók frá HRFÍ, örmerktir, bólusettir 8 vikna, ormahreinsaðir, með skapgerðarmat frá Allirhundar og skemmtilegum hvolpapakka frá Dýrheimum :)
Hvolparnir eru allir komnir með heimili.
Víkur Blue Suede Shoes "Ivy" - IS33804/22
Fyrst í heiminn var bláyrjótt tík með heilt skott.
Hún hlaut nafnið Ivy hjá okkur og bjó hér heima til ellefu mánaða aldurs og býr nú á yndislegu heimili hér í Mosó.
Víkur Always On My Mind "Julí" - IS33805/22
Næstur í röðinni var svartur rakki með stutt skott.
Hann hlaut nafnið Júlí hjá eiganda sínum og býr með Manna bróður sínum úr Gimsteinagotinu.
Víkur Can't Help Falling In Love NHAT "Bylur" - IS33806/22
Þá kom annar prins. Bláyrjóttur með heilt skott.
Hann hefur hlotið nafnið Bylur hjá eiganda sínum og býr á yndislegum stað í Breiðholtinu.
Víkur The Wonder Of You "Brynja" - IS33807/22
Síðust í heiminn var rauð þrílit tík með stutt skott.
Hún hlaut nafnið Brynja hjá nýjum eiganda sínum og býr á yndislegu heimili fyrir austan fjall.