Á Sýningu Fjár- og hjarðhundadeildar um síðustu helgi hlaut Izzy þriðja og síðasta öldungameistarastigið sitt en fyrri stigin tvö hafði hún fengið á tvöföldu sýningunni í ágúst s.l. Þar með hefur hún hlotið titilinn íslenskur öldungameistari og fetar þar með í fótspor foreldra sinna sem voru fyrstu áströlsku fjárhundarnir hér á landi til að öðlast þennan titil. Hún er jafnframt fyrsti hundurinn ræktaður af okkur sem hlýtur þennan titil. Hún bætir því ISVetCH í titlasafnið og ber því ræktunarnafnið C.I.B. ISVetCH ISCH NLM RW-18 RW-21 Víkur American Beauty. Takk elsku Gauja og Theodóra fyrir að sýna prinsessuna okkar alltaf svona vel og fyrir að ná þessum frábæra árangri með hana. -------------- At the Herding Club Show last weekend Izzy earned herself her last veteran CC and is therefor a new Icelandic Veteran Champion, ISVetCH. She follows in her parents footsteps by gaining this title and is our first bred veteran champion. She has been a really successful show dog and can now call herself C.I.B. ISVetCH ISCH NLM RW-18 RW-21 Víkur American Beauty. Big thanks to our dearest Gauja and Theodóra that have shown her for us since puppy classes.
1 Comment
Síðasta laugardag fór fram Sýning Fjár- og hjarðhundadeildar að Sunnuhvoli í Ölfusi. VIð áttum nokkra fulltrúa þar og stóðu þau sig öll með prýði. Þau fengu mjög fallegar umsagnir hjá dómara sýningarinnar sem var Marianne Birte Baden frá Danmörku.
Ungviðaflokkur:
Hvolpaflokkur:
Opinn flokkur:
Öldungaflokkur:
Víkurræktun fór með ræktunarhóp sem samanstóð af Izzy, Stormi og Heklu og hlutu þau heiðursverðlaun. Þær Hekla og Izzy létu sér ekki nægja að fara í ræktunardóm í tegund heldur tóku þær báðar þátt í ungum sýnendum. Izzy tók þátt í yngri flokknum með Melkoru vinkonu sinni og höfnuðu þær í 2 sæti. Frábær árangur hjá Melkorku í sinni fyrstu keppni í ungum sýnendum. Hekla brá sér í hringinn í eldri flokknum með Bergdísi vinkonu sinni og gerðu þær sér lítið fyrir og sigruðu keppnina. Frábær árangur hjá Bergdísi og Melkorku og óskum við þeim innilega til hamingju. Dagurinn var langur en skemmtilegur og heppnaðist sýningin í alla staði vel og á stjórn deildarinnar hrós skilið fyrir hana. Þessum góða árangri okkar væri að sjálfsögðu ekki náð nema með aðstoð góðra vina, eigenda hundanna og okkar frábæru sýnenda en þær Gauja, Theodóra og Ylfa Dögg stóðu vaktina fyrir okkur. Við óskum þeim og eigendum hundanna innilega til hamingju með frábæra helgi ásamt því að þakka þeim öllum, Bergdísi og Melkorku fyrir alla hjálpina um helgina. Þið eruð best <3 Í dag fagnar Sofie 4 ára afmælinu sínu. Hún er búin að láta dekra við sig síðan hún vaknaði í morgun og liggur í andlegri íhugun þessa stundina. Hún er einstakur gleðigjafi, síkát, alltaf tilbúin í leik eða vinnu og er hún frábær viðbót við fjölskylduna okkar. Hún er fædd í Frakklandi hjá Alyson Ferriére og kemur því frá sömu ræktun og Melody en dvaldi hjá Theodóru afmælissystur sinni í Þýskalandi þar til hún varð 7 mánaða gömul og mátti koma heim. Stærsta afrek hennar síðasta árið var að verða mamma í lok febrúar en þá eignuðust hún og Fayro 6 gimsteina, 4 tíkur og 2 rakka. Um síðast liðna helgi afrekaði hún það að fara út fyrir þægindarammann sinn og á sína fyrstu sýningu þar sem hún stóð sig með sóma. Dagurinn verður eflaust fullur af dekri, leik og gleði eins og henni er einni lagið líkt og verður eitthvað extra gott sett á diskinn hennar í kvöld. Til hamingju með daginn elsku besta Sofie okkar <3 Today our precious Sofie celebrates her 4th birthday. We of course have been spoiling her since she woke up this morning and at the moment she is meditating. She is such a great girl always with a smile on her face and ready to play or work but loves nothing more than cuddling on the sofa. She is bred by Alyson Ferriére in France but stayed with her birthday sister our dearest Theodóra in Germany until she became 7 months old and could come to Iceland. Her biggest achievement the last year is giving birth to 6 beautiful gemstones, 4 girls and 2 boys, after Fayro. Last weekend she went out of her comfort zone and took part in her first breeding show. She did great and made us so proud of her. Her day will be full of pampering, playtime and happy moments as that describes her the best and she will get some extra treats with her dinner tonight. Happy Birthday dear Sofie, we love you to the moon and back <3 |
Archives
May 2024
|