Í dag fagnar Sofie 3ja ára afmælinu sínu. Hún er búin að vera í dekri frá því hún vaknaði í morgun og liggur þessa stundina og dúllar sér við að naga bein. Hún er einstakur gleðigjafi, síkát, alltaf tilbúin í leik eða vinnu og er hún frábær viðbót við fjölskylduna okkar. Hún er fædd í Frakklandi hjá Alyson Ferriére og kemur því frá sömu ræktun og Melody en dvaldi hjá Theodóru afmælissystir sinni í Þýskalandi þar til hún varð 7 mánaða gömul og mátti koma heim. Dagurinn verður eflaust fullur af dekri, leik og gleði eins og henni er einni lagið líkt og verður eitthvað extra gott sett á diskinn hennar í kvöld. Til hamingju með daginn elsku besta Sofie okkar <3 -------- Today our precious Sofie celebrates her 3rd birthday. We have of course been spoiling her since she woke up this morning and at the moment she is enjoying her bone. She is such a great girl always with a smile on her face and ready to play or work but loves nothing more than cuddling on the sofa. She is bred by Alyson Ferriére in France but stayed with her birthday sister our dearest Theodóra in Germany until she became 7 months old and could come to Iceland. Her day will be full of pampering, playtime and happy moments as that describes her the best and she will get some extra treats with her dinner tonight. Happy Birthday dear Sofie, we love you to the moon and back <3
0 Comments
|
Archives
May 2024
|