Það er með miklu stolti sem við kynnum væntanlegt got hjá okkur. En þau Fayro (CH Bayouland's Hot N Mangry) og Sofie (Northern Black Pearl De La Valleé d'Eska) eiga von á hvolpum í lok febrúar. Settur dagur á fæðingu hvolpanna er 26. febrúar. Sofie er frönsk að uppruna en hún er ræktuð af Alyson Ferriere vinkonu okkar sem er með De La Vallée d'Eska ræktunina í Frakklandi en Fayro er bandarískur að uppruna og býr hjá Marko Ljutic vini okkar í Króatíu sem er með Mangry's ræktunina og er hann hér í tímabundinni heimsókn. Þetta verður fyrsta got Sofie sem er 3ja ára síðan í október en Fayro á mörg glæsileg afkvæmi út í heimi en þetta verða fyrstu afkvæmi hans hér á Íslandi. Það er svo sannarlega verðmætt fyrir stofninn hér á landi að geta fengið svona glæsilegan rakka að láni hingað til lands. Þau eru bæði einstakir gullmolar og er gott klór og knús í miklu uppáhaldi hjá þeim báðum. Þar sem Sofie er beri að rauða litnum geta komið allir litir tegundar og Fayro er fæddur skottlaus því geta komið allar lengdir af skotti undan þeim. Þau uppfylla bæði allar heilbrigðiskröfur tegundar en eru auk þess DNA testuð fyrir öllum helstu sjúkdómum sem hægt er að prófa fyrir innan tegundar. Við getum ekki sagt annað en að við séum ákaflega spennt fyrir þessu goti. Takk elsku Marko fyrir að lána okkur þennan einstaka gullmola sem bræddi hjörtu okkar strax við fyrstu kynni á Crufts fyrir nokkrum árum og svo sannarlega verðmætt að geta svo fengið hann lánaðan núna. Allar nánari upplýsingar um gotið er að finna hér eða í gegnum tölvupóstfangið [email protected]. ------------ We proudly present our expected litter. Fayro (CH Bayouland's Hot N Mangry) and Sofie (Northern Black Pearl De La Valleé d'Eska) are expecting puppies by end of February. Sofie is bred by our friend Alyson Ferriere in France. Fayro is bred in USA but lives in Croatia with our friend Marko Ljutic and he is visiting us for a while. This will be Sofie's first litter as she is 3 years old since last October but Fayro has had many stunning offsprings all over the world and soon also in Iceland. It is certainly valuable for the breed here in Iceland to get such a great dog into the lines. They both are true gems and they love to cuddle and to be spoiled. As Sofie is red factored we can have all breed color variations and Fayro is born NBT so we can have all tail sizes. They both meet all breeding requirements and are also DNA tested for most of the diseases that can be tested for in the breed. We can only say that we are extremely excited for this litter. We will be forever thankful to Marko for lending this gem to us which gained his place in our hearts when we met him first at Crufts few years ago. You can find further information about the litter here or through the email [email protected].
1 Comment
Undir jól fengum við skemmtilega heimsókn þegar Carolin Giese kom til okkar að taka myndir af hluta af hundunum okkar hér í bakgarðinum. Stormur og Kvika komu líka í heimsókn og fengu að vera með á nokkrum myndum. Getum ekki sagt annað en að við séum hæst ánægð með myndirnar eins og allaf þegar hún tekur myndir fyrir okkur.
Enn og aftur takk elsku Carolin fyrir frábærar myndir og hlökkum til næstu myndatöku með þér. Just before Christmas Carolin Giese came for a visit to take photos of some of our dogs in our backyard. Stormur and Kvika also came for a visit and got to be on some photos. As always we are very pleased with the photos she took for us. It is always a pleasure to work with Carolin. Thank you again our dearest Carolin for all the beautiful photos of our dogs and we are looking forward to next photoshoot with you. Gleðilegt nýtt ár kæru vinir og ættingjar og takk fyrir það liðna. Við fögnum nýju ári, mjög spennt fyrir öllum þeim verkefnum og þeim hápunktum sem það mun færa okkur. Það er margt spennandi í kortunum hjá okkur sem við hlökkum til að segja ykkur frá þegar nær dregur. Happy new year from all of us. We celebrate the new year and we are looking forward to what this year will bring us. We have many exciting things planned this year that we are looking forward to tell you more about later on. |
Archives
May 2024
|