Súkkulaðibörnin urðu 7 vikna í gær og fengu þau að sjálfsögðu myndatöku af því tilefni í dag.
Síðustu dagar hafa verið viðburðaríkir hjá þríeykinu. Þau eru búin að fara nokkra rúnta, skelltu sér í bað, hittu fullt af nýju fólki sem þau heilluðu upp úr skónum, eru búin að eyða ófáum klukkustundum á dag úti að leika sér og skoða umhverfið og síðast en ekki síst eru þau mjög upptekin við að stækka og þroskast. Næstu vikuna ætla þau að halda áfram að hitta nýtt fólk, fara í vettvangsferðir hér í nærumhverfinu, fara í skapgerðarmat og stækka aðeins meira ásamt því að fara í 8 vikna skoðun.
1 Comment
Súkkulaðibörnin urðu 6 vikna í gær og fengu myndatöku í tilefni af því. Tíminn hefur liðið hratt með þessa litlu gleðigjafa á heimilinu og erum við ekki alveg að átta okkur á því að þau séu orðin 6 vikna.
Þau elska að vera úti að leika sér og kanna nýja hluti. Þau eru byrjuð að fara á rúntinn og standa sig eins og hetjur í hringtorga og hraðahindranaferðum. Þau ætla að skella sér í skapgerðarmat til Jóhönnu hjá Allirhundar þegar þau eru orðin 7 vikna eins og systkini þeirra gerðu. Næstu vikur þar til þau fara að heiman verða eflaust alltof fljótar að líða en þær munu verða viðburðarríkar fyrir þríeykið. |
Archives
May 2024
|