Í dag fagnar Melody fyrsta afmælisdeginum sínum en hún er 1 árs í dag og verður honum fagnað vel í snjónum sem fellur úti núna. Melody er einstakur gleðigjafi og frábær viðbót við fjölskylduna okkar. Hún er fædd í Frakklandi hjá Alyson Ferriére en dvaldi hjá vinum okkar í Þýskalandi frá júní og þar til hún mátti koma heim í september og kom því út úr einangrun í október. Hún féll strax inn í hópinn og er eins og hún hafi alltaf verið með okkur. Fáum við Alyson seint þakkað að hafa sent okkur þennan einstaka gleðigjafa. Melody verður dekruð í dag eins og alla daga og verður eitthvað extra gott sett á diskinn hennar í kvöld. Til hamingju með daginn elsku besta Melody okkar <3 Today our precious Melody celebrates her first birthday as she is 1 year old today. It was such a joyful moment when her breeder Alyson Ferriére told us 10 months ago that she would be ours and we will always be thankful to her for that. She is such a great girl always so happy with a smile on her face and makes every day a better day with her smile and positivity. As said before she is bred by Alyson Ferriére in France but stayed with our friends in Germany from June to September when she became 7 months old and could come to Iceland and go into quarantine and in October we finally had her home with us. We are so thankful to you, dear Alyson, for trusting us with this precious little girl. She will get a lot of extra hugs and kisses today and some extra treats with her dinner tonight. Happy Birthday dear Melody, we love you <3
0 Comments
Víkur Icelandic All My Loving "Loke" sem flutti til Noregs í haust tók þátt í sinni fyrstu sýningu þar í landi í dag og er ekki hægt að segja annað en það hafi gengið frábærlega.
Hann keppti í flokki hvolpa 6-9 mánaða þar sem hann hlaut heiðursverðlaun og var hann valinn besti hvolpur tegundar, ásamt því að sigra tegundahóp 1 og tryggja sér sæti í úrslitum um besta hvolp sýningar. Frábær árangur hjá honum á sinni fyrstu sýningu á erlendri grundu með nýjum eiganda. Það var Nina Karlsdotter frá Svíþjóð sem var dómari í dag og gaf hún honum þessa fallegu umsögn. "Well shaped head. Good proportion. Excellent ears. Excellent Neck and toppling. Well developed. Nice feed. Good movement. Much coat with good quality. Well presented" Erum óendanlega stolt af þessum litla prinsi úr okkar ræktun sem er fyrsti fulltrúi okkar ræktunar erlendis og óskum við eiganda hans, Elinu Haugstad, innilega til hamingju með góða byrjun á þeirra sýningarferli :) Víkur Icelandic All My Loving "Loke" that moved to his new home in Norway last October took part in his first show there today and you could say that it went really well. He became Best of Breed puppy with honorary prize, was Best in Group 1 puppy and took part in best in show puppy. Great results for him at his very first show abroad with his new owner, Elin Haugstad. Today's judge was Nina Karlsdotter, Sweden, and she gave him this beautiful critic. "Well shaped head. Good proportion. Excellent ears. Excellent neck and toppling. Well developed. Nice feed. Good movement. Much coat with good quality. Well presented." We are over the moon with these great results from todays show and our kennel's first steps in the show ring abroad. Huge congrats to his owner ❤❤ Sumir dagar eru einfaldlega betri en aðrir. Pósturinn í gær færði okkur staðfestingu á alþjóðlega meistaratitilinum, C.I.B, hans Marley. Þannig að nú ber hann nafnið C.I.B. ISCh Víkur Bob Marley :) Hann er fyrsti hundurinn úr okkar ræktun til að bera þennan titil en hann er einnig fyrsti rakkinn af sinni tegund ræktaður hér á Íslandi til að bera þennan titil. Mamma hans er drottningin okkar ISVetCh ISCh RW-14 Thornapple Seduction og pabbi hans er Heimsenda Ösku Íllur. Marley er úr fyrsta gotinu okkar sem varð 5 ára 2. febrúar síðast liðinn. Hann fékk síðasta CACIBið sitt á sumarsýningunni í júlí þannig að það var frábær afmælisgjöf að fá staðfestinguna senda í pósti núna. Marley hefur átt góðu gengi að fagna á sýningum hér á landi en hann hefur tekið þátt í 21 sýningu og á 16 þeirra hefur hann hafnað í einu af fjórum efstu sætunum í keppni um besta rakka tegundar. Hann hefur 19 sinnum hlotið meistaraefni, hefur unnið sér inn þátttökurétt á Crufts, hafnað í 2 sæti í tegundahópi og orðið besti ungliði sýningar á deildarsýningu. Við gætum ekki verið stoltari ræktendur og meðeigendur að honum en meðeigandi okkar er okkar góða vinkona og sýnandi Theodóra <3 Some days are simply better than others. Yesterday we got Marley's International Champion title, C.I.B, confirmation in the mail. So now he is C.I.B ISCh Víkur Bob Marley :) He our first bred International Champion and he is also the first Aussie male bred in Iceland to celebrate this title. His mother is our beauty queen ISVetCh ISCh RW-14 Thornapple Seduction and his father is Heimsenda Ösku Íllur. Marley is from our first born litter and became 5 years old on February 2nd. He got his last CACIB on our summer show in July so receiving the confirmation by mail this week was a really good birthday gift for him. Marley has had really good show results here in Iceland he has taken part in 21 show and in 16 of them he has been placed in top 4 males and got 19 CK's, Crufts qualification, group 2 placement and Junior Best in Show at our Herding Club. We could not be prouder breeders and co-owners of this precious boy which is co-owned with our dear friend and handler Theodóra <3 Þá er litla prinsessan okkar hún Misty orðin 3ja ára, ótrúlegt en satt. Misty er sannur gleðigjafi á heimilinu alltaf svo lífsglöð og kát. Hún heillar alla sem hún hittir með því hvað hún er opin og skemmtileg. Hún er einstaklega námsfús og finnst gaman að læra ný verkefni. Hún er fædd í Króatíu og kom til okkar í október 2014. Við erum einstaklega þakklát Marko Ljutic ræktanda hennar fyrir að treysta okkur fyrir þessum gullmola. Misty verður dekruð í dag eins og alla daga og fær eitthvað gott að borða í kvöld :) Til hamingju með daginn elsku besta Misty okkar <3 Our little princess is 3 years old today. Can't believe we have almost three years since her breeder Marko Ljutic (Mangry's Australian Shepherds) told us that she would be a part of our family. She has for sure made every day a better day with her smile and positivity. She is born with Marko in Croatia but stayed for few months in Belgium by our dear friends Ine Vanseer and her mother Nadine Vannylen. We are so thankful to Marko for trusting us with this precious little girl and to Ine and Nadine for taking such a good care of her while she was staying with them. We are so thankful to you, Marko, for trusting us with this precious little girl. Happy Birthday dear Misty, we love you <3 Í dag fagnar fyrsta Víkur gotið 5 ára afmælinu sínu. Finnst ótrúlegt að það séu komin 5 ár síðan þau komu í heiminn. En það var um hádegi 02.02.12 sem Reese sýndi þess merki að það væri eitthvað að fara að gerast og viti menn undir kvöldmat fóru þau að týnast í heiminn hvert af öðru og um miðnætti voru 8 heilbrigðir hvolpar búnir að líta dagsins ljós. Elsku Kobbi, Johnny, Fróði, Zeta, Marley, Salma og Angara til hamingju með daginn ykkar og eigið góðan dag með ykkar besta fólki. Við kveikjum á kerti fyrir elsku Æsu sem mun án efa eiga góðan dag í draumalandinu með systrum sínum. Mamma og við hin sendum ykkur risaknús í tilefni afmælisins :) Today our first litter celebrates their 5 year old birthday. It is true but unbelievable that we have 5 years since 8 healty puppies were born on 02.02.2012. They all make us proud of them every day. They all have the best family's which will without doubt spoil them today as other days. Dear Kobbi, Johnny, Fróði, Zeta, Marley, Salma and Angara. Happy Birthday to all of you and we know that you will have a great birthday with your families. We will light a candle for dear Æsa and we know that she will have a great day in heaven with your sisters <3 Mom and all of us send you a lot of hugs and kisses <3 |
Archives
May 2024
|