Það er með miklu stolti sem við kynnum væntanlegt got hjá okkur núna í sumar. En þau Fayro (CH Bayouland's Hot N Mangry) og Kvika (Víkur Dreaming Is Believing) eiga von á hvolpum í júní. Kvika er fædd okkur úr Draumagotinu sem er undan Melody (ISCh Melody Time De La Vallée d'Eska) okkar og Ben CIB ISCH RW-15 RW-18 Bayshore Stonehaven Iceland Here I Come) en Fayro er bandarískur að uppruna og býr hjá Marko Ljutic vini okkar í Króatíu sem er með Mangry's ræktunina og er hann hér í tímabundinni heimsókn. Þetta verður fyrsta got Kviku sem er 2ja ára en Fayro á mörg glæsileg afkvæmi út í heimi en þetta verður annað got hans hér á Íslandi. Það er svo sannarlega verðmætt fyrir stofninn hér á landi að geta fengið svona glæsilegan rakka að láni hingað til lands. Þau eru bæði einstakir gullmolar og er gott klór og knús í miklu uppáhaldi hjá þeim báðum. Litaafbrigði gotisins munu verða rautt og rauðyrjótt. Þar sem Kvika er fædd með hálft skott og Fayro er fæddur skottlaus þá geta komið allar lengdir af skotti undan þeim. Þau uppfylla bæði allar heilbrigðiskröfur tegundar en eru auk þess DNA testuð fyrir öllum helstu sjúkdómum sem hægt er að prófa fyrir innan tegundar. Við getum ekki sagt annað en að við séum ákaflega spennt fyrir þessu goti þar sem fyrra got hans hér hjá okkur, Gimsteinagotið, bræddi hug okkar og hjörtu. Takk elsku Marko fyrir að lána okkur þennan einstaka gullmola sem bræddi hjörtu okkar strax við fyrstu kynni á Crufts fyrir nokkrum árum og svo sannarlega verðmætt að geta fengið hann lánaðan núna. Allar nánari upplýsingar um gotið er að finna hér eða í gegnum tölvupóstfangið [email protected].
1 Comment
Í dag eru 5 ár síðan við Izzy vorum á fæðingarvaktinni og Bítlabörnin komu í heiminn. Þau fæddust öll við góða heilsu og voru 7, 4 rakkar og 3 tíkur. Þau voru öll alveg einstaklega heppin með heimili og búa á frábærum heimilum þar sem þau sinna hinum ýmsu verkefnum, eru elskuð út í eitt og fá eflaust eitthvað gott að borða í dag í tilefni dagsins. Elsku Atlas, Aska, Blue, Polar og Loke innilega til hamingju með afmælið ykkar og eigið góðan dag með ykkar besta fólki í dag sem og alla aðra daga. Mamma ykkar og við hin sendum ykkur öllum risaknús í tilefni dagsins og kveikjum á kerti fyrir Öskju og Mola sem hlaupa um í draumalandinu með ömmu, afa og öllum frændsystkinum ykkar. Við elskum ykkur öll <3 Today we have 5 years since Izzy gave birth to the Beatles litter. They were all 7 born healthy, 4 males and 3 females. They all live in great homes where they often have different assignments, are loved deeply by their family and will for sure get some special treats to eat today. Dear Atlas, Aska, Blue, Polar and Loke happy birthday to all of you and have a great day with your favorite persons today like all days. Mom and all of us send you big hugs and a lot of kisses and we will light a candle for Askja and Molie, the angels in the skies, who will for sure enjoy the day running around with grandma, grandpa and your cousins. We love you all <3 Það voru blendnar tilfinningar á heimilinu þegar Gimsteinarnir yfirgáfu hreiðrið hvert af öðru. En þakklæti er samt alltaf efst í huga þegar þau fara á ný heimili. Þakklæti fyrir 9 dásamlegar vikur með þessum eðal hvolpum, þakklæti fyrir þau frábæru heimili sem opnuðu arma sína fyrir þeim og síðast en ekki síst þakklæti til vinar okkar Marko Ljutic sem gerði þetta got mögulegt með því að treysta okkur fyrir gullmolanum sínum.
Okkur hlakkar til að fylgjast með þeim af hliðarlínunni í framtíðinni, Karma mun búa hér heima hjá okkur og hin munum við án efa fá að hitta reglulega. Elsku Lúna, Viggó, Manni, Sunna og Katla njótið lífsins með nýju fjölskyldunum ykkar. Við vitum að þið munið vera okkur til sóma og verðið jafnframt glæsilegir fulltrúar okkar ræktunar í framtíðinni <3 Síðasta sunnudag brugðu Gimsteinarnir sér af bæ og við fórum heim til Theodóru og hittum þar Carolin Giese ljósmyndara sem tók myndir af þeim út í garði hjá henni.
Getum ekki sagt annað en að við séum ákaflega ánægð með myndirnar eins og alltaf þegar hún á í hlut. Enn og aftur takk Lina fyrir myndirnar og strax farin að hlakka til næstu myndatöku :) |
Archives
May 2024
|