Það er ekki hægt að segja annað en að hvolparnir undan Kviku og Fayro hafi verið að flýta sér í heiminn. En fyrsti hvolpurinn fæddist undir þrjú að degi til og tæpri klukkustund síðar voru þau öll 4 fædd, 3 tíkur og 1 rakki. Því miður fæddist ein tíkin andvana og var ekkert hægt að gera fyrir hana. Hin þrjú eru öll mjög spræk, taka lífinu fagnandi og eru öll komin með ræktunarnöfn kennd við súkkulaði.
Foreldrar hvolpanna eru þau Víkur Dreaming Is Beliveing "Kvika" sem er fædd okkur og CH Bayouland's Hot N Mangry "Fayro" sem kom í heimsókn til okkar frá Króatíu s.l. sumar. Nánari upplýsingar um Kviku og Fayro má finna hér.
Hvolparnir afhendast allir eftir 9 vikna aldur með ættbók frá HRFÍ, örmerktir, bólusettir 8 vikna, ormahreinsaðir, MDR1 testaðir, með skapgerðarmat frá Allirhundar og skemmtilegum hvolpapakka frá Fiskó :)
Víkur Dark Chocolate "Perla" - IS31217/21
Fyrst í heiminn var rauð þrílit tík með stutt skott sem var 413 gr við fæðingu.
Hún hefur hlotið nafnið Perla hjá nýjum eigendum og verður hennar heimili í Reykjavík.