Gimsteinarnir urðu 4 vikna í gær og fengu myndatöku í dag í tilefni að því. Við prófuðum að láta þau standa upp á borði og stilla þeim upp fyrir myndavélina og var ótrúlega gaman að sjá hvað þau voru móttækileg fyrir því og dugleg en venjulega höfum við ekki tekið uppstillingarmyndir fyrr en í fyrsta lagi við 5 vikna aldur.
Get ekki sagt annað en að við séum í skýjunum með þessi gull og hvernig þau þroskast, dafna og takast á við lífið. Myndirnar af þeim eru í fæðingarröð eins og alltaf í vikulegum myndatökum. Takk elsku Theodóra, Thelma og Andrea fyrir hjálpina og félagsskapinn <3 ------- The gems became 4 weeks old yesterday and got their photoshoot. We decided to put them on the table and try to stack them for their first time. It was really great to see how receptive and diligent they were but normally we don't do this until they are 5 weeks old. We are over the moon with the little gemstones and how they mature, thrive and celebrate the life. The photos are in their birth order as usually. Thank you our dearest Theodóra, Thelma and Andrea for all the help and a great day <3
0 Comments
Gimsteinarnir urðu 3ja vikna á föstudaginn og hafa þroskast vel og mikið frá fæðingu. Þau héldu upp á daginn með því að fá sér fyrsta mjólkursopann úr dalli, skoðuðu nýja leiksvæðið sitt í stofunni og fengu fyrstu gestina utan fjölskyldu og gekk það allt vel.
Eins og venjulega fögnum við vikulegum afmælum með því að smella myndum af gimsteinunum. ------ The Gems became 3 weeks old on Friday. They are maturing nicely and getting so big. They celebrated the day by having their first added milk, looked at their new playground in the living room and got their first visitor outside of the family and it all went super well. Auntie Theodóra came for a visit during the weekend and we took some 3 weeks old pictures of the gems. Það sem þessi tími flýgur en litlu gimsteinarnir urðu 2ja vikna í gær og skelltu sér því í smá myndatöku í dag þegar Theodóra frænka (og ljósmóðir) kom í heimsókn.
Í dag er komin vika síðan þessi litlu gull komu í heiminn. Þeim heilsast öllum vel, eru ákaflega dugleg að drekka og braggast vel. Sofie stendur sig eins og hetja í móðurhlutverkinu.
Þegar þau urðu 3ja daga gömul hófum við neural stimulation og er búið að vera mjög gaman að fylgjast með breytingunni á þeim á þessum stutta tíma. Erum mjög spennt að sjá hvaða áhrif þetta hefur til lengri tíma. Í tilefni þess að þau urðu vikugömul skelltu þau sér fram í stofu í smá myndatöku. |
Archives
May 2024
|