Í gærkvöldi komu í heiminn 7 heilbrigðir og sprækir hvolpar undan Melody og Ben. 5 tíkur og 2 rakkar. Melody stóð sig eins og hetja en fyrsta skvísan kom í heiminn um hálf tíu og einni og hálfri klukkustund seinna voru þau orðin sjö. Móðureðlið er mjög ríkt í henni og fór hún samstundis á fullt í að sinna þeim og víkur varla frá þeim. ---- Last night 7 healthy gems after Melody and Ben were born, 5 girls and 2 boys. The first girl arrived half past nine and one and a half hour later they were seven. Mother and babies are all doing well. They love the milk bar and she is born to be mom.
1 Comment
Í mars var þýskur ljósmyndari, Carolin Giese, stödd hér á landi og bauð upp á myndatöku af hundum og hrossum í íslenskri náttúru. Við, Misty og Blue, skelltum okkur með Birnu og Thelmu upp í Norðurárdal þar sem hún tók nokkrar myndir af skvísunum. Daginn eftir losnaði svo pláss hjá henni í Rauðhólunum og bauð hún okkur það og skelltum við okkur með Izzy og Melody. Við sjáum sko ekki eftir því að hafa nýtt okkur tækifærið og látið hana taka myndir af prinsessunum okkar en við erum ákaflega ánægð með útkomuna og hlökkum til að vinna aftur með henni í framtíðinni. In March we had a German photographer here in Iceland, Carolin Giese, that was offering photo sessions of dogs and horses in Icelandic nature. Me, Misty and Blue went with Birna and Thelma to Norðurárdalur where Carolin took some photos of the girls.
The day after we decided to take Izzy and Melody to a session that she had in Rauðhólar, Reykjavík area. We are so happy that we took the girls to her because we got a lot of beautiful pictures of the girls and we are looking forward to working with Carolin in the future. |
Archives
May 2024
|