Í morgun kom þessi einstaki gullmoli í sitt síðasta bað í bili til ömmu en hann flaug núna seinni partinn á vit nýrra ævintýra í Danmörku þar sem hann mun búa með fjölskyldunni sinni. Hann hefur fengið að dvelja í góðu yfirlæti undanfarinn mánuð hjá Manna (Víkur Fire Agate) bróður sínum á meðan Guðrún, Siggi og stelpurnar fóru til Danmerkur til að koma sér fyrir. Guðrún flaug síðan heim fyrir helgi til að sækja hann og þau fara út saman á eftir. Það verður mikill missir að honum og tvífættu fjölskyldunni hans hér á Íslandi en jafnframt verður ákaflega gaman að fylgjast með ævintýrum þeirra í Danmörku og munum við að sjálfsögðu reyna að heimsækja þau þangað. Gangi ykkur vel elsku Viggó (Víkur Red Opal) og fjölskylda og góða skemmtun í þessu nýja ævintýri ykkar. Today this precious boy came for his last bath at grandmas for now as he is flying to Copenhagen, Denmark, later today where he is going to live with his family. He has been staying for the last month with his brother Manni (Víkur Fire Agate) while Guðrún, Siggi and the girls flew to Denmark to make everything ready at their new home before he came. Guðrún came back to Iceland last Friday to fetch him and they are going to be reunited with Siggi and the girls tonight. We will miss Viggó (Víkur Red Opal) and his family a lot but we are really happy for them for making this dream come true and are looking forward to following their adventures in Denmark and will for sure try to visit them.
0 Comments
Í dag eru komnar 4 vikur síðan Presleybörnin komu í heiminn. Þessar 4 vikur hafa verið ótrúlega fljótar að líða og vonandi hægir tíminn aðeins á sér næstu 5 áður en þau fara að heiman. Það hefur ýmislegt á daga þeirra drifið undanfarna viku. Þau eru komin með sitt eigið svæði frammi í stofu og elska að vera þar að leika sér, sofa og fylgjast með daglegu heimilislífi hér á bæ. Eins eru þau farin að fara út á pall að kanna heiminn og leika sér þar. Tennurnar eru farnar að spretta upp, við erum farin að kynna þau fyrir hinum ýmsu hljóðum, og þau hafa hitt fullt af nýju fólki. Presley börnin urðu 3ja vikna í dag. Þau eru öll búin að opna eyru og augu og ekki hægt að segja annað en að þá byrji hlutirnir að gerast. Hekla "frænka" fékk aðeins að kíkja ofan í kassann í vikunni og er hún og hinir hundarnir á heimilinu mjög spennt að fá að kynnast þeim betur á næstu vikum. Þrátt fyrir að þau séu öll búin að fara í gegnum taugafræðilega örvun (ENS) á fyrstu 2 vikunum, búið að klippa klær nokkrum sinnum, kynna þau fyrir hinu ýmsa dóti þá er svo margt sem á eftir að gerast í lífi þeirra á næstu 6 vikum þar til þau fara að heiman. En við afhendum hvolpana 9 vikna gamla. Á morgun útbúum við aðstöðu fyrir þau fram í stofu þar sem þau verða með annan fótinn næstu vikuna eða svo en þau flytja alveg þangað í kringum 4 vikna aldur. Þar verða þau partur af heimilislífinu og venjast öllum helstu hljóðum er tengjast heimilislífi. Kynnast hinum hundunum á heimilinu, hitta fullt af nýju fólki, heyra alls konar hljóð sem þau eiga eftir að umgangast í framtíðinni og nýir hlutir settir til þeirra flesta daga. Núna í vikunni munu þau líka fara í fyrsta sinn út á pall og seinna út á tún. En á pallinum og seinna út á túni munum við búa til leikvöll handa þeim með hinum ýmsu leikföngum og tækjum og verður þetta sannkallaður hvolpaleikskóli. Við elskum að hafa hvolpa á sumrin því þá geta þau leikið sér mikið úti á daginn og hlaupið þar um frjáls og meiri tækifæri til að kynna þau fyrir hinum ýmsu hlutum og hljóðum sem geta orðið á vegi þeirra í framtíðinni. Meðfylgjandi myndir af þeim eru í fæðingarröð:
Í dag fagna Bítlabörnin 6 ára afmælinu sínu en það er ótrúlegt að það séu komin 6 ár síðan við Izzy vorum á fæðingarvaktinni og þessir gullmolar komu í heiminn hvert af öðru. Þau fæddust öll við góða heilsu og voru 7, 4 rakkar og 3 tíkur. Þau voru öll alveg einstaklega heppin með heimili og búa á frábærum heimilum þar sem þau sinna hinum ýmsu verkefnum, eru elskuð út í eitt og fá eflaust eitthvað gott að borða í dag í tilefni dagsins og nokkur extra knús. Elsku Atlas, Aska, Blue, Polar og Loke innilega til hamingju með afmælið ykkar og eigið góðan dag með ykkar besta fólki í dag sem og alla aðra daga. Mamma ykkar og við hin sendum ykkur öllum risaknús í tilefni dagsins og kveikjum á kerti fyrir Öskju og Mola sem hlaupa um í draumalandinu með ömmu, afa og öllum frændsystkinum ykkar. Við elskum ykkur öll <3 -------------- Today our Beatles litter celebrates its 6th birthday, it's true but unbelievable that we have 6 years since me and Izzy were at the maternity ward and these fur balls came into the world. They were all 7 born healthy, 4 males and 3 females. They all got great homes where they often have different assignments, are loved deeply by their family and will for sure get some special treats to eat today and some extra cuddles. Dear Atlas, Aska, Blue, Polar and Loke happy birthday to all of you and have a great day with your favorite persons today like all days. Mom and all of us send you big hugs and a lot of kisses and we will light a candle for Askja and Molie, the angels in the skies, who will for sure enjoy the day running around with grandma, grandpa and your cousins. We love you all <3 Í dag eru komnar 2 vikur síðan Presleybörnin komu í heiminn. Þau braggast öll mjög vel og eru farin að verða eins og alvöru rjómabollur. Það er búið að gerast síðast liðna viku en eyru og augu eru farin að opnast ásamt því að þau hafa lokið taugafræðilegri örvun (ENS) sem þau stóðu sig öll mjög vel í. Myndirnar af þeim hér að neðan eru í fæðingarröð:
The Presley litter is 2 weeks old today. They are all thriving very well and getting bigger and heavier by every minute. Last week was great for us and they have started to open their ears and eyes. They have also finished their ENS and they all did great there and behaved well. The single pictures of them above are in their birth order:
Í dag er komin vika síðan þessi litlu gull komu í heiminn. Þeim heilsast öllum vel, eru ákaflega dugleg að drekka, braggast vel og eru öll búin að tvöfalda fæðingarþyngd sína. Sofie stendur sig eins og hetja í móðurhlutverkinu eins og áður. Þegar þau voru 3ja daga gömul hófum við ENS (taugafræðilega örvun) á þeim og er búið að vera mjög gaman að fylgjast með breytingunni á þeim á þessum stutta tíma. Þau eru jafnframt öll búin að fara í sína fyrstu klóaklippingu. Í tilefni þess að þau urðu vikugömul skelltu þau sér í smá myndatöku en þau eru búin að æfa sig grimmt í því alla vikuna að verða súpermodel. ------ Today we have one week since these little gems were born. They are all thriving well, love spending some time at the bar and to sleep. They have all doubled their birth weight. Sofie is doing great as a mom as before. When they were 3 days old we started doing ENS (early neurological stimulation) on them and it is always interesting to see the changes on the the first days. They have all also had their claws trimmed. As they are one week old we did some photos of them as they have practised the whole week in being supermodels. |
Archives
May 2024
|