"Thornapple Seduction" Reese og "Thornapple Good to Go" Chase - Got 05.09.2012
Þann 5. september 2012 komu í heiminn hvolpar undan "ISCh Thornapple Seduction" Reese og "ISCh USCh Thornapple Good to Go" Chase.
Allt gekk eins og í sögu og komu 11 hvolpar í heiminn, 5 tíkur og 6 rakkar. Litirnir skiptast nokkuð vel það fæddust 3 red merle, 1 blue merle, 2 brúnir og 5 svartir. Þegar hvolparnir voru skírðir var þemað erlendar kvikmyndir.
Víkur Lord of the Rings "Smali" - IS17667/12
Fyrsti hvolpurinn í heiminn var red merle rakki með hálfskott. Hann vóg 390 grömm við fæðingu og var jafnfram þyngsti hvolpurinn í gotinu.
Smali er því miður fallinn frá en hann átti yndisleg rúm 7 ár með fjölskyldu sinni í Grindavík.
Víkur What Women Want - "Bósi" - IS17668/12
Annar hvolpurinn var líka rakki red tri, skottlaus. Hann vóg 328 grömm við fæðingu.
Hann er því miður fallinn frá en hans heimili var í Fossvoginum með fjölskyldunni sinni.
Víkur Johnny English "Týr" - IS17669/12
Þriðji hvolpurinn og þriðji rakkinn var blue merle með hálfskott. Hann vóg 226 grömm við fæðingu.
Týr er því miður fallinn frá en hann tæp 8 yndisleg ár með eiganda sínum.
Víkur Die Hard "Doddi" - IS17670/12
Fjórði hvolpurinn og jafnframt fjórði rakkinn var black tri rakki með heilskott. Hann vóg 354 grömm við fæðingu.
Doddi er því miður fallin frá en hann átti 10 yndisleg ár með eigendum sínum, fyrst hér fyrir sunnan og svo fyrir norðan.
Víkur Bridget Jones "Gríma" - IS17671/12
Fimmti hvolpurinn var fyrsta tíkin í gotinu. Hún er black tri með heilskott og vóg 250 grömm við fæðingu.
Hún býr á Selfossi með fjölskyldunni sinni.
Víkur The Sweetest Thing "Píla" - IS17672/12
Sjötti hvolpurinn var jafnframt tík. Black tri með heilskött eins og eldri systir sín og vóg hún 286 grömm.
Hún býr í Reykjavík með eiganda sínum.
Víkur Pretty Woman "Jökla" - IS17673/12
Sjöundi hvolpurinn var þriðja tíkin. Hún er red merle með heilskott. Hún vóg 315 grömm við fæðingu.
Jökla er því miður fallin frá en hún bjó í nágrenni Selfss með eigendum sínum.
Víkur Golden Eye "Rófa" - IS17674/12
Áttundi hvolpurinn var fjórða skvísan. Hún var red tri, skottlaus. Hún vóg 216 grömm við fæðingu.
Rófa er því miður fallin frá en hún bjó á Hvanneyri með fjölskyldunni sinni.
CIB ISCh Víkur Harry Potter HIT "Smári" - IS17675/12
Níundi hvolpurinn í röðinni var fimmti rakkinn. Hann er black tri, skottlaus. Við fæðingu var hann lang léttastur en hann vóg 179 grömm.
Smári bjó með fjölskyldu sinni í Grafarholtinu en hann er því miður fallinn frá.