Um síðustu helgi fór fram Winter Wonderland sýning HRFÍ. Metskráning var á sýninguna og jafnframt innan tegundar. Við áttum okkar fulltrúa þar sem stóðu sig öll með sóma, fengu fallegar umsagnir frá dómara tegundar og erum við ákaflega stolt af fallegum fulltrúum tegundar.
Ungviðaflokkur:
Ungliðaflokkur:
Öldungaflokkur:
Víkurræktun fór með ræktunarhóp sem samanstóð af Heklu, Stormi og Sunnu og hlutu þau heiðursverðlaun. Izzy tók þátt í keppni í yngri flokki ungra sýnenda með Melkorku vinkonu sinni og geisluðu þær saman í hringnum og skilaði það þeim 1 sæti í feikna sterkri keppni en um 20 keppendur voru skráðir til leiks. Þetta er síðasta ár Melkorku í yngri flokki og verður gaman að fylgjast með þeim spreyta sig í eldri flokki á næsta ári. Gimsteinarnir urðu 9 mánaða daginn fyrir sýningu og tóku því þátt í ungliðaflokki í fyrsta sinn og var gaman að sjá þau spreyta sig á móti mun eldri einstaklingum og standa sig með sóma og ekki hægt að segja annað en að framtíðin sé björt hjá þeim. Sýningin gekk í alla staði vel og á sýningarstjórn og þeir er komu að sýninginni skilið hrós fyrir frábært starf. Erum ákaflega stolt af glæsilegum árangri hjá öllum gullmolunum og erum eigendum þeirra ákaflega þakklát fyrir að nenna að stússast í þessu með okkur. Elsku Gauja, Thelma Dögg, Theodóra og Bergdís takk fyrir alla hjálpina þessum glæsilega árangri væri ekki náð án ykkar aðkomu að þessu.
1 Comment
|
Archives
May 2024
|