Gimsteinarnir urðu 6 vikna á föstudaginn og fengu vikulegu myndatökuna sína í dag í tilefni af því.
Þau hafa brallað ýmislegt á síðustu viku. Hittu öll framtíðar fjölskyldur sínar sum í fyrsta sinn en önnur hafa hitt þau oftar. Þau skelltu sér öll í sitt fyrsta bað og stóðu sig eins og hetjur. Þau eru búin að vera dugleg að stunda útiveru eins og veður hefur leyft. Umhverfisþjálfunin hefur haldið áfram og hlutsta þau á hin ýmsu hljóð og kynnast nýjum hlutum daglega. Þessar 6 vikur hafa liðið svo hratt því það er eins og þau hafi fæðst í gær og verða næstu 3 vikur áður en þau byrja að fara að heiman eflaust alltof fljótar að líða. En sem betur fer fáum við að fylgjast með þeim öllum í framtíðinni og hitta þau reglulega. Myndirnar af þeim eru í fæðingarröð eins og alltaf í vikulegum myndatökum. Takk elsku Theodóra fyrir hjálpina og samveruna <3
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|