Gimsteinarnir urðu 8 vikna á föstudaginn og fengu síðustu formlegu myndatökuna sína af því tilefni í dag. En þau byrja að fara að heiman núna á fimmtudaginn.
Síðasta vika er heldur betur búin að vera viðburðarrík hjá þessum elskum. Við skruppum austur á Selfoss á þriðjudaginn til hennar Jóhönnu sem er með Allirhundar og tók hún þau í skapgerðarmat fyrir okkur. Þau stóðu sig öll með sóma í því og var virkilega gaman að fylgjast með þeim leysa hin ýmsu verkefni. Á föstudaginn fóru þau svo í 8 vikna skoðunina sína hjá Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti og fengu þar 10 af 10 mögulegum. Í gær skelltu þau sér svo í vettvangsferð austur fyrir fjall og nutu sín þar í blíðunni allan daginn. Í dg tók svo við enn eitt ævintýrið þegar við fórum í heimsókn til Theodóru og hittum þar Carolin Giese ljósmyndara sem tók myndir af gullunum út í garði að leika sér. Myndirnar af þeim eru í fæðingarröð eins og alltaf í vikulegum myndatökum. Takk elsku Theodóra fyrir hjálpina og samveruna <3
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|