Í morgun kom þessi einstaki gullmoli í sitt síðasta bað í bili til ömmu en hann flaug núna seinni partinn á vit nýrra ævintýra í Danmörku þar sem hann mun búa með fjölskyldunni sinni. Hann hefur fengið að dvelja í góðu yfirlæti undanfarinn mánuð hjá Manna (Víkur Fire Agate) bróður sínum á meðan Guðrún, Siggi og stelpurnar fóru til Danmerkur til að koma sér fyrir. Guðrún flaug síðan heim fyrir helgi til að sækja hann og þau fara út saman á eftir. Það verður mikill missir að honum og tvífættu fjölskyldunni hans hér á Íslandi en jafnframt verður ákaflega gaman að fylgjast með ævintýrum þeirra í Danmörku og munum við að sjálfsögðu reyna að heimsækja þau þangað. Gangi ykkur vel elsku Viggó (Víkur Red Opal) og fjölskylda og góða skemmtun í þessu nýja ævintýri ykkar. Today this precious boy came for his last bath at grandmas for now as he is flying to Copenhagen, Denmark, later today where he is going to live with his family. He has been staying for the last month with his brother Manni (Víkur Fire Agate) while Guðrún, Siggi and the girls flew to Denmark to make everything ready at their new home before he came. Guðrún came back to Iceland last Friday to fetch him and they are going to be reunited with Siggi and the girls tonight. We will miss Viggó (Víkur Red Opal) and his family a lot but we are really happy for them for making this dream come true and are looking forward to following their adventures in Denmark and will for sure try to visit them.
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|