Presley börnin urðu 3ja vikna í dag. Þau eru öll búin að opna eyru og augu og ekki hægt að segja annað en að þá byrji hlutirnir að gerast. Hekla "frænka" fékk aðeins að kíkja ofan í kassann í vikunni og er hún og hinir hundarnir á heimilinu mjög spennt að fá að kynnast þeim betur á næstu vikum. Þrátt fyrir að þau séu öll búin að fara í gegnum taugafræðilega örvun (ENS) á fyrstu 2 vikunum, búið að klippa klær nokkrum sinnum, kynna þau fyrir hinu ýmsa dóti þá er svo margt sem á eftir að gerast í lífi þeirra á næstu 6 vikum þar til þau fara að heiman. En við afhendum hvolpana 9 vikna gamla. Á morgun útbúum við aðstöðu fyrir þau fram í stofu þar sem þau verða með annan fótinn næstu vikuna eða svo en þau flytja alveg þangað í kringum 4 vikna aldur. Þar verða þau partur af heimilislífinu og venjast öllum helstu hljóðum er tengjast heimilislífi. Kynnast hinum hundunum á heimilinu, hitta fullt af nýju fólki, heyra alls konar hljóð sem þau eiga eftir að umgangast í framtíðinni og nýir hlutir settir til þeirra flesta daga. Núna í vikunni munu þau líka fara í fyrsta sinn út á pall og seinna út á tún. En á pallinum og seinna út á túni munum við búa til leikvöll handa þeim með hinum ýmsu leikföngum og tækjum og verður þetta sannkallaður hvolpaleikskóli. Við elskum að hafa hvolpa á sumrin því þá geta þau leikið sér mikið úti á daginn og hlaupið þar um frjáls og meiri tækifæri til að kynna þau fyrir hinum ýmsu hlutum og hljóðum sem geta orðið á vegi þeirra í framtíðinni. Meðfylgjandi myndir af þeim eru í fæðingarröð:
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|