Í dag er komin vika síðan þessi litlu gull komu í heiminn. Þeim heilsast öllum vel, eru ákaflega dugleg að drekka, braggast vel og eru öll búin að tvöfalda fæðingarþyngd sína. Sofie stendur sig eins og hetja í móðurhlutverkinu eins og áður. Þegar þau voru 3ja daga gömul hófum við ENS (taugafræðilega örvun) á þeim og er búið að vera mjög gaman að fylgjast með breytingunni á þeim á þessum stutta tíma. Þau eru jafnframt öll búin að fara í sína fyrstu klóaklippingu. Í tilefni þess að þau urðu vikugömul skelltu þau sér í smá myndatöku en þau eru búin að æfa sig grimmt í því alla vikuna að verða súpermodel. ------ Today we have one week since these little gems were born. They are all thriving well, love spending some time at the bar and to sleep. They have all doubled their birth weight. Sofie is doing great as a mom as before. When they were 3 days old we started doing ENS (early neurological stimulation) on them and it is always interesting to see the changes on the the first days. They have all also had their claws trimmed. As they are one week old we did some photos of them as they have practised the whole week in being supermodels.
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|