![]() Í dag eru komnar 4 vikur síðan Presleybörnin komu í heiminn. Þessar 4 vikur hafa verið ótrúlega fljótar að líða og vonandi hægir tíminn aðeins á sér næstu 5 áður en þau fara að heiman. Það hefur ýmislegt á daga þeirra drifið undanfarna viku. Þau eru komin með sitt eigið svæði frammi í stofu og elska að vera þar að leika sér, sofa og fylgjast með daglegu heimilislífi hér á bæ. Eins eru þau farin að fara út á pall að kanna heiminn og leika sér þar. Tennurnar eru farnar að spretta upp, við erum farin að kynna þau fyrir hinum ýmsu hljóðum, og þau hafa hitt fullt af nýju fólki.
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
June 2022
|