Í dag fagnar Melody fyrsta afmælisdeginum sínum en hún er 1 árs í dag og verður honum fagnað vel í snjónum sem fellur úti núna. Melody er einstakur gleðigjafi og frábær viðbót við fjölskylduna okkar. Hún er fædd í Frakklandi hjá Alyson Ferriére en dvaldi hjá vinum okkar í Þýskalandi frá júní og þar til hún mátti koma heim í september og kom því út úr einangrun í október. Hún féll strax inn í hópinn og er eins og hún hafi alltaf verið með okkur. Fáum við Alyson seint þakkað að hafa sent okkur þennan einstaka gleðigjafa. Melody verður dekruð í dag eins og alla daga og verður eitthvað extra gott sett á diskinn hennar í kvöld. Til hamingju með daginn elsku besta Melody okkar <3 Today our precious Melody celebrates her first birthday as she is 1 year old today. It was such a joyful moment when her breeder Alyson Ferriére told us 10 months ago that she would be ours and we will always be thankful to her for that. She is such a great girl always so happy with a smile on her face and makes every day a better day with her smile and positivity. As said before she is bred by Alyson Ferriére in France but stayed with our friends in Germany from June to September when she became 7 months old and could come to Iceland and go into quarantine and in October we finally had her home with us. We are so thankful to you, dear Alyson, for trusting us with this precious little girl. She will get a lot of extra hugs and kisses today and some extra treats with her dinner tonight. Happy Birthday dear Melody, we love you <3
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|