Í dag fagnar Sofie 4 ára afmælinu sínu. Hún er búin að láta dekra við sig síðan hún vaknaði í morgun og liggur í andlegri íhugun þessa stundina. Hún er einstakur gleðigjafi, síkát, alltaf tilbúin í leik eða vinnu og er hún frábær viðbót við fjölskylduna okkar. Hún er fædd í Frakklandi hjá Alyson Ferriére og kemur því frá sömu ræktun og Melody en dvaldi hjá Theodóru afmælissystur sinni í Þýskalandi þar til hún varð 7 mánaða gömul og mátti koma heim. Stærsta afrek hennar síðasta árið var að verða mamma í lok febrúar en þá eignuðust hún og Fayro 6 gimsteina, 4 tíkur og 2 rakka. Um síðast liðna helgi afrekaði hún það að fara út fyrir þægindarammann sinn og á sína fyrstu sýningu þar sem hún stóð sig með sóma. Dagurinn verður eflaust fullur af dekri, leik og gleði eins og henni er einni lagið líkt og verður eitthvað extra gott sett á diskinn hennar í kvöld. Til hamingju með daginn elsku besta Sofie okkar <3 Today our precious Sofie celebrates her 4th birthday. We of course have been spoiling her since she woke up this morning and at the moment she is meditating. She is such a great girl always with a smile on her face and ready to play or work but loves nothing more than cuddling on the sofa. She is bred by Alyson Ferriére in France but stayed with her birthday sister our dearest Theodóra in Germany until she became 7 months old and could come to Iceland. Her biggest achievement the last year is giving birth to 6 beautiful gemstones, 4 girls and 2 boys, after Fayro. Last weekend she went out of her comfort zone and took part in her first breeding show. She did great and made us so proud of her. Her day will be full of pampering, playtime and happy moments as that describes her the best and she will get some extra treats with her dinner tonight. Happy Birthday dear Sofie, we love you to the moon and back <3
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|