Síðasta laugardag fór fram Sýning Fjár- og hjarðhundadeildar að Sunnuhvoli í Ölfusi. VIð áttum nokkra fulltrúa þar og stóðu þau sig öll með prýði. Þau fengu mjög fallegar umsagnir hjá dómara sýningarinnar sem var Marianne Birte Baden frá Danmörku.
Ungviðaflokkur:
Hvolpaflokkur:
Opinn flokkur:
Öldungaflokkur:
Víkurræktun fór með ræktunarhóp sem samanstóð af Izzy, Stormi og Heklu og hlutu þau heiðursverðlaun. Þær Hekla og Izzy létu sér ekki nægja að fara í ræktunardóm í tegund heldur tóku þær báðar þátt í ungum sýnendum. Izzy tók þátt í yngri flokknum með Melkoru vinkonu sinni og höfnuðu þær í 2 sæti. Frábær árangur hjá Melkorku í sinni fyrstu keppni í ungum sýnendum. Hekla brá sér í hringinn í eldri flokknum með Bergdísi vinkonu sinni og gerðu þær sér lítið fyrir og sigruðu keppnina. Frábær árangur hjá Bergdísi og Melkorku og óskum við þeim innilega til hamingju. Dagurinn var langur en skemmtilegur og heppnaðist sýningin í alla staði vel og á stjórn deildarinnar hrós skilið fyrir hana. Þessum góða árangri okkar væri að sjálfsögðu ekki náð nema með aðstoð góðra vina, eigenda hundanna og okkar frábæru sýnenda en þær Gauja, Theodóra og Ylfa Dögg stóðu vaktina fyrir okkur. Við óskum þeim og eigendum hundanna innilega til hamingju með frábæra helgi ásamt því að þakka þeim öllum, Bergdísi og Melkorku fyrir alla hjálpina um helgina. Þið eruð best <3
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|