Undir lok ágúst fór fram NKU Norðurlandasýning HRFÍ á Víðistaðatúni. Við áttum nokkra glæsilega fulltrúa þar sem voru ræktun okkar til sóma, stóðu sig frábærlega og erum við í skýjunum með árangur þeirra. En allir hvolpar úr okkar ræktun fengu sérlega lofandi og öll sem voru sýnd í eldri flokkum fengu excellent. Dómari tegundar var Arvid Göransson, Svíþjóð. en það var Laurent Heinesche, Luxembourg, sem dæmdi bæði besta ungviði sýningar og besti öldungur sýningar.
Víkur Always On My Mind "Julí" stóð sig frábærlega á sinni fyrstu sýningu þegar hann var valinn besta ungviði tegundar og gerði sér svo lítið fyrir og verð besta ungviði dagsins á laugardeginum. Við erum ákaflega stolt af þessum árangri hjá þessum unga og efnilega gullmola en þetta er besti árangur sem hvolpur úr okkar ræktun hefur náð. Víkur American Beauty "Izzy" átti jafnframt góða daga á sýningunni en hún gerði sér lítið fyrir og varð besti öldungur tegundar og ávann sér því þátttökurétt í keppni um besta öldung sýningar á sunnudeginum. Hún geislaði í hringnum með Gauju sinni og hafnaði hún i 4 sæti um besta öldung sýningar. Ungviðaflokkur:
Ungliðaflokkur:
Opinn flokkur:
Meistaraflokkur:
Öldungaflokkur:
Við fórum jafnframt með ræktunarhóp sem samanstóð af þeim alsystkunum Körmu og Manna og Yrju hálfsystir þeirra. Þessi ungu og bráðefnilegu systkini sem tóku öll þátt í ungliðaflokki, stóðu sig frábærlega og urðu BESTI RÆKTUNARHÓPUR TEGUNDAR með mjög fallega umsögn frá dómaranum. Við erum ákaflega þakklát þeim glæsilega hóp af sýnendum sem ná alltaf fram því besta í hverjum hundi og ykkur eigendum fyrir að nenna standa í þessu stússi með okkur því án ykkar allra væri þetta ekki mögulegt.
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|