Nú um helgina fór fram tvöföld afmælissýning HRFÍ á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Á laugardeginum var NKU Norðurlandasýning og á sunnudeginum var alþjóðleg sýning. Draumabörnin urðu 4 mánaða í vikunni og höfðu því þátttökurétt á sýningunum og stigu nokkur þeirra sín fyrstu skref í sýningarhringnum um helgina og er ekki hægt að segja annað en það hafi gengið ljómandi vel. Við ákváðum að hafa eldri deildina heima þessa helgina og leyfa Draumabörnunum að fá óskipta athygli okkar. Það voru þau Esja, Hekla, Kvika og Stormur sem stigu sín fyrstu skref í hringnum og stóðu þau sig öll eins og hetjur í hringnum báða dagana og fengu öll einkunnina mjög lofandi hjá dómurunum báða dagana ásamt einstaklega fallegum umsögnum. Við erum að springa úr stolti yfir þeim og hversu vel þau sýndu sig ásamt því að taka öllu áreitinu sem fylgir því að vera á sýningarsvæðinu með stóískri ró. Tegundadómari á laugardeginum var Karl-Erik Johansson frá Svíþjóð og á sunnudeginum dæmdi Arne Foss frá Noregi tegundina. Laugardagur NKU Norðurlandasýning:
Sunnudagur Alþjóðleg sýning HRFÍ:
Þessum árangri með börnin væri að sjálfsögðu ekki náð nema með þann frábæra hóp af sýnendum, eigendum og vinum sem við höfum í kringum okkur sem eru alltaf boðin og búin að taka þátt í þessu með okkur. Takk elsku Theodóra, Ylfa, Gauja, Dísa og Hrönn fyrir aðstoðina með börnin ❤️🐾❤️ Last weekend we had a double show here in Iceland. On Saturday we had Nordic Show and International show on Sunday. The Dream Litter became 4 months old last week and therefor they could participate in the show and some of them took their first steps in the show ring over the weekend and they did great. We decided to keep the older girls at home and let the Dream litter get all our attention.
Esja, Hekla, Kvika and Stormur took their first steps in the ring and they did all so well both days and all got very promising with so beautiful critiques from both judges. We are bursting with pride for them and how well they showed themselves as well as taking all the harassment that comes with being at shows with total calmness. Breed judge on Saturday was Karl-Erik Johansson, Sweden, and on Sunday Arne Foss, Norway. Saturday Nordic Show:
Sunday International Show:
Such good results at shows would not be achieved without the great team we have with us consisting of handlers, owners and friends that are always ready to take part in all of this with us. Big thanks to our dearest Theodóra, Ylfa, Gauja, Dísa and Hrönn for showing our babies to perfection ❤️🐾❤️
0 Comments
Leave a Reply. |
Archives
May 2024
|